Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson: Óafgreidd innanlandsmál gætu tafið og truflað ESB-ferlið

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson, einn af samningamönnum Íslands gagnvart ESB, hélt fyrirlestur fyrr í dag á Evrópuskóla Ungra Evrópusinna. Þar fór hann yfir það samningaferli sem hefst væntanlega í vor eða snemma í sumar.

Þorsteinn fór skilmerkilega í gegnum ferlið og hvað tekur við þegar samningur liggur fyrir. Hann sagði það vera stefnu samninganefndarinnar að ná viðunandi lausnum á öllum málum fyrir Ísland og að menn myndu taka sér tíma, ekki flana neinu. Hann kom inn á hina ýmsu kafla í viðræðunum og sagði landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin vera þá erfiðustu. Í sambandi við sjávarútvegsmálin sagði hann t.d. að Ísland myndi ekki tapa neinum veiðiheimildum, reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi sjá til þess.

Hann lýsti hinsvegar yfir áhyggjum vegna ýmissa mála hér heima og nefndi í því sambandi stjórnarskrármálin og þá staðreynd að ríkisstjórnin er klofin í málinu. Hann telur það algerlega nauðsynlegt að niðurstaða aðildarsamnings fái þinglega meðferð. Þorsteinn telur það einfaldlega nauðsyn fyrir lýðræðið í landinu. Því sé eðlilegt að ganga fyrst frá breytingum á stjórnarskrá Íslands áður en landsmenn ganga til atkvæðagreiðslu. Þannig fáist þingleg ábyrgð á málið.Þorsteinn óttast því að ef þetta gerist ekki gæti þetta truflað lokastig málsins.

Þá sagði hann það veikja samningsstöðu Íslands talsvert að annar ríkisstjórnarflokkanna væri á móti aðild, en eins og kunnugt er leggst VG gegn aðild og hyggst vinna gegn henni.

Í umræðum eftir fyrirlesturinn sagðist Þorsteinn aðspurður telja það mjög mikilvægt að allt samningaferlið væri opið og gagnsætt og að upplýsingar til almennings myndu verða veittar með sem bestum hætti.

Að loknum umræðum sleit Sema Erla Serdar, formaður Ungra evrópusinna, þessari vinnuhelgi, sem vissulega hafði truflast töluvert af handbolta!!

Ps. Árangur "strákanna okkar" var frábær! Evrópusamtökin óska þeim, og öllum Íslendingum, hjartanlega til hamingju með bronsið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er búið að ákveða að fara inn í EU? Eru bara formsatriðin eftir? Frekjan og yfirgangurinn er alveg með ólíkindum í þessu fólki sem er búin að ákveða þetta og reynir að trampa yfir fólk með þessum samningum. Alla vega er algjört lágmark að Þorsteinn ljúgi ekki um EU á þann hátt sem hann gerir í þessum fyrirlestri.

Upplýsingar til almennings eru eingöngu fengnar med að fá að fylgjast með umræðum í beinum sjónvarpsendingum. 

Þá sleppur fólk við að fá túlkanir á hvað EU er raunverulega. Málið er að það á að sjálfsögðu ekki að vitnast fyrr enn EFTIR að búið er að koma þessu í gegn með lygaáróðri....

Óskar Arnórsson, 1.2.2010 kl. 00:37

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ekki tapa neinum veiðiheimildum ?

Skautar Þorsteinn framhjá því að afnema þarf framsal og leigu aflaheimilda í núverandi kerfi sem orsakað hefur skuldsetningu og markaðsbrask í íslensku þjóðfélagi ? ( sem hann kom á sem ráðherra )

Gengur hann út frá því sem gefnu að slík umbreyting verði ekki ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.2.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekki setja Evrópusamtökin og Þorsteinn Pálsson markmiðið hátt að fá einungis tímabundnar undanþágur til veiðiheimilda innan núverandi íslenskrar lögsögu. 

Þetta er hneyksli!

Sigurður Þórðarson, 1.2.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband