Leita í fréttum mbl.is

Vill kynna sér ESB, en ekki ræða ESB!

Helgi Haukur HaukssonHún verður að teljast athyglisverð fréttin á vef Bændablaðsins, en þar segir að það sé búið að bjóða fulltrúum íslensks landbúnaðar til Brussel að kynna sér landbúnað innan ESB. Sem í sjálfu sér er gott og blessað. Einn þeirra sem fer er formaður Samtaka ungra bænda, Helgi H. Hauksson. Um ferðina segir hann:

,,Helgi Haukur segir það vissulega ágætt að íslenskum fulltrúum hagsmunasamtaka og fyrirtækja sé boðið út til Brussel til kynningar á sambandinu. „Það þarf hins vegar enginn að ganga að því gruflandi að Evrópusambandið vill sýna okkur jákvæðu hliðarnar. Það verður væntanlega lögð minni áhersla á það sem yrðu okkur síður til hagsbóta, til að mynda afleiðingar aðildar á íslenskan landbúnað. Ég er þess fullviss að aðild að Evrópusambandinu myndi hafa mjög alvarleg áhrif á íslenskan landbúnað, svo alvarleg að heilar búgreinar myndu leggjast af og því er ég sannfærður um að okkur sé betur borgið utan þess. Ég hef verið mjög andsnúinn Evrópusambandsaðild og ég tel engar líkur á því að þessi kynningarferð til Brussel breyti því.“

Í framhaldi af þessu má spyrja: Hvervegna er Helgi Haukur að fara að kynna sér ESB, nokkuð sem hann og bændur NEITA að ræða? Bændasamtökin eru EINU fagaðilarnir í landinu sem koma með þessum sérkennilega hætti að ESB-málinu. Segir afstaða þeirra ekki meira en þúsund orð um samtökin? Það eina sem Bændasamtökin sjá við ESB er að hér leggist hlutar íslensks landbúnaðar í rúst, dalirnir tæmist og hvaðeina. En landbúnaður hefur hvergi lagst af við inngöngu landa í ESB.

Ætti ekki formaður ungra (sértstaklega UNGRA!) bænda að horfa með opnum huga á ESB og reyna að sjá út vaxtar og þróunarmöguleika fyrir komandi kynslóðir bænda, en s.k. nýliðun er jú vandamál í greininni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

"En landbúnaður hefur hvergi lagst af við inngöngu landa í ESB."

Eru þetta meðmælin með ESB? Að Brussel hafi ekki enn tekist fullkomlega að gereyða landbúnaði í 27 löndum sambandsins?

Reyndar eru bændur í ESB með stærri töpurum Evrópusambandsaðildar landa sinna.

Kveðjur 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 28.2.2010 kl. 19:55

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Gunnar: Þetta er svar við dómsdagsspámönnum Nei-sinna sem fullyrða að aðild gangi meira eða minna frá landbúnaði á Íslandi. Nokkuð sem þeir geta bara alls ekki fullyrt. Við getum hinsvegar fullyrt að landbúnaður hafi hvergi lagst af við inngöngu ríkja í ESB.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 28.2.2010 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband