Leita í fréttum mbl.is

Hefði gjaldþrot Grikklands verið betra?

Mykonos-GrikklandiEfnahagsvandræði Grikkja er mikil og að lang stærstum hluta heimatilbúin í Grikklandi. Fjallað hefur verið ítarlega um ástæður vandræða Grikkja hér á síðunni, http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1014711/,

Hinsvegar er staðan þannig að nú þarf Grikkland aðstoð, frá ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem nemur allt að 120 milljörðum Evra.

Því má hinsvegar velta fyrir sér hvað myndi gerast ef Grikkland myndi fara á hausinn.  Eitt er vitað að þá myndu mjög margir aðilar tapa gríðarlegum fjármunum. Líklega myndi þjóðargjaldþrot leiða til mikils stjórnmálalegs óstöðugleika og samfélagslegrar hættu. Vert er að minna á að herforingjastjórn var eitt sinn við völd í Grikklandi, áður en landið gerðist aðili að Evrópusambandinu.

Því má segja að það séu tveir slæmir kostir í stöðunni, a) að láta Grikkland "rúlla" eða b) að veita Grikklandi aðstoð. Seinni kosturinn hefur verið valinn samkvæmt beiðni Grikkja sjálfra.

Þeir hafa viðurkennt að þeir eru hjálpar þurfi. Því er gott að geta leitað til aðila sem geta veitt slíka hjálp. Það kemur í veg fyrir þróun, sem í versta falli gæti orðið skelfileg fyrir land og þjóð (11 milljónir Grikkja).

Til eru þeir aðilar hérlendis sem hefði þótt það gott að sjá Grikkland fara í þrot, Evruna og myntbandalagið hrynja til grunna og ólgu skapast í Evrópu. Vonandi verður þeim ekki að ósk sinni!

Myndum við vilja sjá Ísland fara gjörsamlega á hausinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best hefði auðvitað verið fyrir Grikki að vera með Drökmuna sína ennþá - þá hefðu þeir ekki þörf fyrir neina björgun.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:19

2 identicon

Nei, auðvitað viljum við ekki sjá Ísland fara gjörsamlega á hausinn enda erum við Íslendingar.

En ... er ekki verið að setja það fordæmi að Evrópusambandið komi þá alltaf þeim þjóðum til bjargar sem fara illa að ráði sínu í fjármálum?

Ef ekki ... hvar á þá að setja strikið?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:32

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

 Ef ríkisstjórn er búinn að spila rassinn úr buxunum í mörg ár og hafa engann aga eða færni í hagstjórn þá fer landið illa (sbr Ísland).

Skiptir ekki máli hvort landið notar Evruna, Drökmunu eða einhvern annan gjaldmiðil.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.4.2010 kl. 21:16

4 identicon

Grikkir hefðu átt að taka upp krónuna!!!  Þá væru þeir í góðum málum.  Allavega miðað við það hversu margir dásama hana hér á landi. 

Grikkir gætu svo tekið upp verðtrygginguna svone með í kaupbæti;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 00:44

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Af tveimur mjög slæmum kostum er vafamál hvor kosturinnn verður verri þegar upp verður staðið !

Staðreyndin er sú að ESB apparatið þ.e.a.s. Seðlabanki ESB hefur unnið skemmdarverk á Grikklandi og komið þjóðinni í miklu verri og hrikalgri stöðu heldur en þurft hefði að vera. 

Þetta hafa þeir gert með því að halda stýrivöxtum Evrunnar allt of lágum árum saman fyrir hagkerfi- og efnahagslegt umhverfi Grísku þjóðarinnar. 

Líklegast er nefnilega að það muni líka sjóða uppúr í Portúgal, Spáni og Írlandi og jafnvel Ítlaíu þar sem sömu hagstjórnar mistökin hafa verið gerð undir forystu Seðlabanka ESB.

Þessi miðstýrða "alvitra" stefna hefur hreinlega ofhitað vélar hagkerfis þessara þjóða og nú eru sjóðheitar vélarnar bæði olíulausar og vatnslausar og eru að bræða úr sér hver af annarri. 

Þetta er gríðarlegur hnekkir og áfellisdómur fyrir ESB apparatið og mynntsamstarfið' um EVRUNA líka í heild sinni sem gjaldmiðill og á eftir að hafa langvinnar og hörmulegar afleiðingar fyrir allt mynntkerfið og samrunaferli Sambandsins.

 Margir spá jafnvel hruni og endalokum Evrunnar og upplausn mynnt samstarfsins innan örfárra ára og það eru ekki bara einhverjir leikmenn eins og ég, heldur þekktir hagfræðingar um allan heim.

Þannig að nú er þetta stærsta vanskapaða, efnahagslega misfóstur mannkynnssögunar, síðan Sovétríkin sálugu liðu undir lok, að byrja að hrynja ofan á þegnanna.

"ÞETTA HEFÐI ALDREI GERST HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB"

Þessi holi áróðursfrasi ESB trúboðsins á Íslandi er löngu fallinn og öll lygaþvælan sem honum fylgdi hefur þegar verið jörðuð. 

Minningarathafnir um þennan "áróðursfrasa" hafa farið fram í öllum kirkjum Grikklands, Spánar, Portúgals og Írlands.

ÍSLAND Á ÞEGAR Í STAÐ AÐ DRAGA ESB UMSÓKN SÍNA TIL BAKA OG SAMEINAST UM AÐ BYGGJA UPP ÞJÓÐLÍFIÐ AÐ NÝJU ! 

ESB apparatið mun verða á kafi í botnlausum innanbúðar vandamálum næstu árin, það er nokkuð ljóst.

Gunnlaugur I., 30.4.2010 kl. 09:23

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef við hefðum verið í ESB þá værum við allavega ekki í gjaldeyriskreppu.

Þú kennir Seðlabanka ESB um hagstjórnarmistök Grikklands sem er mjög sérstakt.

Seðlabanki USA hélt stýrivöxtum mjög lágum. Þú ert eitthvað að rugla saman. Enda þið NEI sinnar góðir í því.

Núna eru stýrivextir ESB mjög lágir. Og ekki vanþurfa á því það leiðir til þess að fjármagns sé ódýrari og eflir atvinnulífið og ekki er vanþurfa á á þessum tímum.....   en á Íslandi eru stýrivextir nálægt tíu prósentum.. einir hæstu í heimi.

Ekki var okkar sjálfstæða peningastefna eitthvað skárri. Þar voru stýrivextir alltof háir og gjaldeyri streymndi inn í landið sem var aðal valdurinn af þessari afþennslu.

Nú erum við með gjaldeyrishöft, veika krónu, háa vexti, AGS og  verðtryggingu ...... allt þetta væri óþarfi ef við hefum verið ESB.

Flest allt sem NEI sinnar segja er svo auðvelt að skjóta niður. Það stendur ekki steinn yfir steini hjá ykkur nei sinnum að það er stundum pínlegt að lesa athugasemndirnar ykkar og ég fyllist alltaf meiri og meiri þeirri trú að það þarf að upplýsa Íslenska þjóð um ESB. Vegna þess að umræðan er komin á villigötur.

Ástæðan gæti verið vegna þess að heimsýnarmenn hafa séð um ESB fræðslur hingaðtil með fundum útum allt land.... vonandi breytist það í bráð.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2010 kl. 10:38

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur er svo gjarn að segja að "ef við hefðum verið í ESB þá værum við ekki í þessari stöðu" er bara þvæla og bull.

Þá ætla ég að leggja fyrir hann smá krossapróf.

Ef við værum í ESB og með evru værum við þá með

Verðtryggingu (já)   (nei)

Háa stýrivexti (já)  (nei)

Gjaldeyrishöft  (já)  (nei)

Fínt að fá svar við þessu áður en þú kemur með þessar yfirlýsingar aftur. 

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2010 kl. 10:45

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan & Þruman:

Þetta er bara krossapróf sem á ekkert við.

Þið horfið alltaf á allt í stöðluðum kössum í anda ESB rétttrúnaðarins.

Ef við hefðum verið í ESB væri ástandið miklu verra sennilega væri atvinnuleysi í kringum 15 til 20% eða allt að 3svar sinnum hærra en það er og útflutningsatvinnuvegirnir sem nú drífa hagkerfið áfram væru í miklu verri og alvarlegri stöðu.  En þeir eru þó nú í, því það er mikill þróttur í útflutningsverslun íslendinga, þökk sé því að við höfum ekki EVRU heldur okkar eigin gjaldmiðil, þó lítill sé. 

Ef við hefðum verið í ESB og með EVRU væri ein helsta tekjulynd okkar ferðamannaiðnaðurinn ekki í þeirri stórsókn sem hann er nú, heldur væri í svipuðum kirkingarteigjum og í ESB og EVRU landinu Spáni.

Ef við hefðum verið í ESB og með EVRU hefði sennilega orðið mun meiri og snarpari lækkun á húsnæðisverði en þó hefur orðið og fólk væri jafnvel í verri stöðu með lánin sín samanborið við eiginfjárstöðu versus lánin.

Við þurfum á nokkuð háum stýrivöxtum að halda áfram eins og staðan er og gott að við getum ráðið þeim málum sjálfir en ekki einhver fjarlægur ESB Seðlabanki sem aldrei gæti tekið neitt tillit til smáþjóðar eins og okkar.

Við værum sennilega ekki með tímabundinn gjaldeyrishöft ef við hefðum verið í ESB og með EVRU, það er útaf fyrir sig rétt ályktað hjá þér.

En það eru hinnsvegar mikil höft að geta ekki flutt út vörur og þjónustu vegna þess að hún er ekki samkeppnisfær vegna of hátt skráðrar EVRU og því með tilheyrandi atvinnuleysi. Því má líkja við ástand sem er jafnvel enn verra en tímabundinn gjaldeyrishöft.

Verðtryggingin er ekki það versta sem fundið hefur verið upp, það er útbreyddur misskilningur. Hinns vegar tel ég rétt að afnema eigi verðtrygginguna í áföngum.

Að öllu leyti hefðum við staðið mun verr að vígi efnahagslega og þjóðfélagslega ef við hefðum verið með EVRU og í þessu handónýta yfirríkjabandalagi sem heitir ESB.

Ev við hefðum verið í ESB og EVRU þá væri sennilega allt hér enn logandi í miklum og mun alvarlegri óeirðum en við höfum nokkurn tímann séð svona eins og verið hefur í ESB og EVRU landinu Grikklandi þar sem fólk hefur staðið fyrir langvinnum mótmælum og nú síðast logandi óeirðum fyrir framan höfuðstöðvar ESB.

Mótmælendur á Íslandi sætu nú um Sendiráð ESB í Reykjavík og gerðu þar það sama og Grikkirnir að þeir brenndu þar bláan gulstjörnu fána EVRÓPUSAMBANDSINS ! 

Óskalandið er ekki hið miðstýrða og meingallaða ESB !

Gunnlaugur I., 30.4.2010 kl. 11:54

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

þetta er skemmtieg upptalning hjá þér Gunnlaugur "Ef við hefðum verið í ESB og EVRU" og líklega margt rétt í henni. Þó langar mig að benda á að ef hefðum við verið í ESB og með ISK væri staðan án efa ekki jafn slæm og þú segir þarna og jafnvel bara betri en hún er í dag, hver veit.

Guðmundur Jónsson, 30.4.2010 kl. 14:28

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur ég sé að ein helstu rök þín fyrir ágæti þess að vera í ESB er vegna þess að krónan er lág einsog staðan er í dag.

Hvað með árin frá 2000-2007 þegar hún var altof hátt skráð???

við værum með miklu betri útflutningsatvinnuveg ef við hefum verið í ESB á þessum tíma. Þessi háa króna er búinn að kæfa útflutningin í  mörg ár.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2010 kl. 15:24

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er eitt sem mikilvægt er að hafa í huga þegar talað er um gjaldþrot ríkja - að það er í raunini ekki hægt.  Ekki þannig séð.

Við erum þá alltaf að tala um endurskipulagningu skulda og slíkt getur tekið langan tíma og mikið argaþras.   Jú jú, sumt fellur niður en þá kemur líka inní dæmið vextir á eftirstandandi skuldum.  Þeir verða oft mjög óhagstæðir eftir slíkar aðgerðir. 

Það er ljóst að slíkt er alltaf neyðarbrauð og versti kostur og í framhaldi alveg óljóst hvernig endurskipulagningin nákvæmlega mundi verða.

Í tilfelli grikkkja væru þeir löngu farnir á hliðina án evru og ESB.  Fyrir löngu.  Evran og ESB eru að bjarga þeim.

That said, þá á nefnilega óróinn í mörkuðunum núna ekki síst uppruna sinn í því að sú saga hefur komist á kreik, að það hversu tafist hefur að koma fram með endanlegan pakka hefur verið túlkað af sumum sem verið sé að semja um endurskipulagningu skulda.  Að endurskipulagning sé hluti af pakkanum.

Því hefur verið neitað af öllum - nú síðast Merkel.

Samkomulag og pakkann verður gert opinbert um eða eftir helgi, skilst mér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2010 kl. 15:50

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evran veldur Grikkjum vanda

Efnahagsráðgjafi grísku ríkisstjórnarinnar segir að það hafi aukið á efnahagsvanda Grikkja að eiga aðild að evrópska myntsamstarfinu. Með gamla gjaldmiðlinum hefðu þeir getað gripið fyrr í taumana.

Leif Pagrotsky var iðnaðar- viðskipta- og menntamálaráðherra í Svíþjóð í stjórnartíð Görans Perssons. Hann hefur að undanförnu verið meðal efnahagsráðgjafa grísku stjórnarinnar. Í viðtali við fréttastofu sænska ríkisútvarpsins segist hann ekki vera í vafa um að aðild Grikkja að evrusamstarfinu hafi verið íþyngjandi fyrir efnahagslífið.

Til dæmis hefðu viðvörunarbjöllur farið að hringja mun fyrr en ella ef þeir hefðu ekki skipt drökmunni út fyrir evru í upphafi áratugarins. Kerfið sé afar svifaseint. Til dæmis hafi hin ríkin á evrusvæðinu og raunar í Evrópusambandinu í heild ekki getað komið sér saman um leiðir til bjargar síðastliðna þrjá mánuði.

Leif Pagrotsky segir að í hverri viku sem dróst að taka ákvarðanir um ráðstafanir vegna Grikkja hafi efnahagsvandamálin stöðugt aukist. Með eigin gjalmiðil hefðu stjórnvöld í Aþenu getað gripið fljótt til eigin ráðstafana, til dæmis að breyta vöxtum í samræmi við vandann. Úr því sem komið er eigi Grikkir og Evrópusambandið engan annan kost en þann, sem kynntur verður um helgina, það er að bjarga efnahag landsins með háu neyðarláni.

http://www.ruv.is/frett/evran-veldur-grikkjum-vanda

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.5.2010 kl. 21:23

13 identicon

Hjörtur:  Alveg hárrétt hjá þér. Gott innlegg.

Menn töldu að ríki evrunnar myndu fara varlegar en þau gerður.  Grikkir stórgræddu á því að geta tekið lán á miklu lægri vöxtum en áður með miklu lægri greiðslubyrgði.

Það er rétt að hægt hefði verið að gengisfella dröchmuna.  Þá væri hinn venjulegi gríski borgari ennþá fátækari en hann er í dag en þeim liði andlega betur því þeir væru með jafnmikið af dröchmum á milli handanna þó svo að þær væru miklu verðminni, sbr. ísl. krónuna.

Það væri betra fyrir stjórnmálamenn að fara þessa leið því þá eru þeir ekki að taka neitt af fólki eins og verið er að gera í dag með því að lækka laun í staðin fyrir að gera þau aðeins "verðminni".

Þarna kemur sálfræðin svolítið inn í þetta allt saman. Minnir okkur á að hagfræði er félagsfræðigrein.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 00:53

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég mundi segja að vextir eru í kjörstöðu núna í ESB. Það er mikil kreppa og vextir eru nálægt núlli.

Ég rek fyrirtæki á ísland og ég vildi óska þess að vextir væru lægri.

Vextir hækka til að slá af þennslu þess vegna er alveg glórulaust að hafa vexti nálægt 10% í miðri kreppu einsog hérna á Íslandi.

Þökk sé krónunni.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.5.2010 kl. 09:24

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Stefán Júlíusson.

þarnar er smá ónákvæmni hjá þér varðandi að Grikkir væru jafn fátækir með evrur og dökrur. Sjáðu til Grikkir hefðu jú aldrei fengið öll þessi lán í evrum hjá EU ef þeir hefðu sagt ætla að greiða þau til baka meða Dökrum.

Guðmundur Jónsson, 3.5.2010 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband