Leita í fréttum mbl.is

Svanborg Sigmarsdóttir: Að detta niður í bullið

Svanborg-Sigmarsdottir"Auglýsingagjörningur" ungra bænda hefur vakið athygli og spurningar. Svanborg Sigmarsdóttir, stingur niður penna á Sterkara Ísland og skrifar um þetta mál.Hún segir m.a:

"Ungir bændur, dyggilega studdir af formanni Heimssýnar, ákváðu í dag að reyna sitt besta til að koma umræðu um Evrópusambandið niður í dýpsta forarpytt. Þegar ekki er hægt að halda uppi umræðu sem byggir á rökum er illt í efni. Þegar fallið er í gryfju bulls og hræðsluáróðurs í stað raka veltir maður því fyrir sér hvort eigi yfir höfuð að taka þátt í slíkri dellu. En lygarnar gera það að verkum að einhverju verður að svara.

Ungir bændur vilja ekki í ESB, því þeir óttast að Evrópusambandið taki upp herskyldu sem skyldi Íslendinga í Evrópuherinn. Þessa hugmynd fá þeir með því að afbaka hugmyndir um þróun sameiginlegu varnarstefnu bandalagsins, en þar má finna hugmyndina um sameiginlegt „hraðlið“ eða Rapid Response Force.

Það fyrsta í bullinu er auðvitað að það sé einhver hugmynd uppi um herskyldu allra Evrópuþjóða. Allar Evrópuþjóðir, utan Íslands, hafa her, en hver þjóð er sjálfvalda um það hvort hún hafi herskyldu og það er jafn líklegt og að Ísland verði stórútflytjandi á bönunum og að þær samþykki allar að taka upp herskyldu, hvað þá sameiginlega herskyldu. Flestir hermenn esb-ríkjanna eru atvinnuhermenn, en hafa ekki verið skyldaðir til þátttöku."

Allur pistill Svanborgar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Okkar framlag til öryggismála er fyrst og fremst Landhelgisgæsla Íslands, sem kostar að öllum líkindum ekki minna á hvern Íslending en herir annarra þjóða kosta þær á hvern mann.

Evrópusambandið er og verður samtök fullvalda ríkja.
Bretum þætti nú einkennilegt ef Bretland væri ekki fullvalda ríki og þeir myndu aldrei samþykkja að Bretland yrði það ekki.

"Alþjóðastofnun eða alþjóðasamtök eru samtök fullvalda ríkja sem hafa ákveðin markmið og reglur sem aðilar að þeim þurfa að fullnægja og fylgja eftir. Sem dæmi má nefna Evrópusambandið, Rauða krossinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn."

Samtök fullvalda ríkja - Wikipedia


Og enda þótt Ísland hafi ekki eigin her hefur landið sjaldan verið herlaust síðastliðna sjö áratugi, frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Og það hefur heldur ekki verið herlaust frá því að Bandaríkjaher fór af Miðnesheiði fyrir þremur árum."

Saga Bandaríkjahers á Miðnesheiði

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe and "peace-making" while since 1999 the European Union is responsible for implementation missions, such as peace-keeping and policing of treaties etc."

Common Foreign and Security Policy of the European Union

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 16:06

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ungir bændur eru engir lygarar.

Þeir velta aðeins upp þessum möguelika um að hugsanlega verði komið á fót sérstökum ESB herafla. Það er staðreynd að þetta hefur verið rætt meðal margra ráðamenna ESB og allt á það að markmið að hraða á "Evrópusamrunanum" eins og það heitir hjá Elítunni.

Svanborg viðurkennir þó að mögulega muni ESB koma sér upp svona einhverskonar herafla en fullyrðir að þar yrði einungis um atvinnuherafla að ræða og því sé enginn möguleiki að um herskyldu yrði að ræða hjá Sambandinu.

Ef hinns vegar kæmi til hernaðarátaka þar sem ESB teldi sér eða hagsmunum sínum ógnað þá yrði ekkert spurt um það því þá yrði bara gefin út allsherjar ESB tilskipun á öllu ESB svæðinu um allsherjar herútboð á öllu svæðinu. 

Eins og elítan vill með öllum ráðum hraða á "Evrópusamrunanum" sínum þá er aldrei að vita annað en það sé ekki langt í það að ESB verði komið með öflugan herafla innan skamms og þegar leiðtogi Þjóðverja talar fyrir þessu, þá er mjög líklegt að það sé styttra en flesta grunar. Þjóðverjar ásamt helstu fylgiríkjum hefur haft tögl og hagldir í þessu Bandalagi og yfirleitt hefur flest gengið fram sem þeir hafa viljað.

Ungir bændur eiga þakkir skyldar fyrir að vekja athygli á þessu og þetta er mjög málefnalega og sterkt sett fram hjá þeim með líkingarmynd úr hernaði.

Ég held að Svanborgu væri nær að horfa í eigin barm þegar kemur að lygum og blekkingu.  ESB trúboðið með slagorðinu: "Þetta hefði aldrei gerst hefðum við verið í ESB og með Evru"

Öll sú lyga- og blekkingarþvæla um undur og stórmerki ESB aðildar hefur nú rækilega verið afhjúpuð sem einhverjar mestu lygar og blekkingar gjörvallrar Íslandssögunnar.

Svanborg og ESB innlimunar samtök hennar ættu frekar að reyna að svara fyrir það allt saman þó þau geti það reyndar ekki.

En ættu að hætta fjargviðrast útí "Unga bændur" sem hugsa um framtíð barna okkar og vilja verja sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar án hervæðingar og án ESB innlimunar.

Gunnlaugur I., 29.5.2010 kl. 16:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur fyrsti.

Ég var í mörg ár blaðamaður á Morgunblaðinu og þar höfðum við engan tíma til að hlusta á eða lesa endalaust rugl eftir karla eins og þig sem færa engin haldbær rök fyrir máli sínu.

Ég skrifaði þar fréttir um alls kyns málefni og gaf vikulega út við annan mann sérblað um sjávarútvegsmál, Úr verinu.

Það var Morgunblaðið lesið af tvö hundruð þúsund manns á dag og tveir þriðju hlutar þjóðarinnar hefðu nú fljótt orðið þreyttir á að lesa fréttir og fréttaskýringar eftir mig ef ég hefði þar einungis hampað því sem mér sjálfum FYNDIST um hitt og þetta.

Og ég var aldrei beðinn um að leiðrétta eitthvað sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu.

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 16:41

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÞÁ var Morgunblaðið lesið af tvö hundruð þúsund manns á dag, átti þetta nú að vera, en rúmlega fimmtíu þúsund manns keyptu blaðið.

Ég gæti trúað að lesendurnir séu um helmingi færri núna en ekki vegna þess að ÉG hætti á blaðinu til að fara í háskólanám í hagfræði og lögfræði.

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 16:49

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Skil nú ekki alveg þetta síðasta comment hjá þér Steini Briem

Þú ert nú svo heitur og heilaþveginn ESB- innlimunarsinni að það skiptir engu máli á þig hníga enginn rök. Þú getur alveg í ESB hroka þínum og sjálfsupphafningu yfir því að hafa verið blaðamaður á mbl og skrifað um sjávarútvegsmál kallað mig karl sem bara ruglar, það bætir ekkert vondan og ónýtan málstað ykkar ESB innlimunarsinna.

Rök gegn ESB aðild Íslands eru fjölda mörg og höfum ég og fleiri oft sett þau fram bæði skýrt og greinilega.

Nú er svo illa komið fyrir ykkur að við ESB andstæðingar þurfum lítið að tala um þessi rök okkar því það er orðið nóg að höfða til heilbrigðrar skynsemi og vísa til ófaranna og helfarar ESB apparatsins og PIIGS ríkjanna sem þrátt fyrir ESB aðild og Evru berjast nú flest hver við miklu verri og erfiðari hluti heldur en íslendingar. 

Þannig sér venjulegt fólk að það er ekkert annað en hið versta feigðarflan fyrir Ísland að ætla að gefa frá sér fullveldið og sjálfstæðið að stórum hluta til þess að ganga þessu vonlausa yfirráðabandalgi á hönd. 

Gunnlaugur I., 29.5.2010 kl. 16:59

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mér er alveg nákvæmlega sama hvað þér FINNST, Gunnlaugur fyrsti.

Þorsteinn Briem, 29.5.2010 kl. 17:29

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég veit það herra Briem, en vil minna þig á að skoðanir mínar eða þinar hafa ekkert með presónu mína eða þína að gera.

Mér finnst þú að mörgu leyti málefnalegur og áhugavert að lesa það sem þú segir.

Alveg öfugt við þig ;)

Vona að þú eigir gott kosninga- og Eurovision kvöld á landinu okkar bláa ! 

Gunnlaugur I., 29.5.2010 kl. 18:00

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég persónulega er bara nokkuð sáttur við þessa auglýsingu. Hún afhjúpar NEI-liðið.

Ég þekki nokkra sem hafa skipt um skoðun og stutt ESB eftir að þeir sáu þessa auglýsingu.

Þannig að ungbændur eru að hjálpa okkar málstað.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.5.2010 kl. 18:02

9 Smámynd: Svavar Bjarnason

Spurning til Gunnlaugs I:

Eigum við að ganga úr NATO?

Svavar Bjarnason, 29.5.2010 kl. 18:30

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Samtök Ungra Bænda voru kannski ekki lygarar hérna í eina tíð. Í dag er hinsvegar staðan sú að Samtök Ungra Bænda eru rotnir lygarar inn að beini og sýktir sem slíkir.

Það sem meira er. Þú ert búinn að gera sjálfan þig að lygara og ómerkingi með því að taka undir þetta bull hjá Samtökum Ungra Bænda. Þér greinilega finnst það allt í lagi.

Ég þarf ekki að svara innihaldslausum frasasvörum frá þér Gunnar I. Sérstaklega þegar sem þú kemur ekki með neitt nema útúrsnúninga og blekkingar eins og þú gerir hérna.

P.s: Það er engin þjóð innlimuð í ESB. Það veistu fullvel, þar sem þú býrð á Spáni.

Jón Frímann Jónsson, 29.5.2010 kl. 20:19

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Falleg og skynsöm er hún Svanborg og mér þykir líklegt að hún kunni English Style Foxtrot.

Standard Figures

  • Natural Weave
  • Basic Weave
  • Closed Telemark
  • Open Telemark
  • Hover Feather
  • Hover Telemark
  • Hover Cross
  • Open Impetus
  • Wave

    Gunnlaugur fyrsti.

    Undirritaður á fjögur þúsund vini á Snjáldru (Facebook), um helmingur þeirra býr í löndum Evrópusambandsins og enginn þeirra hefur kvartað yfir því við mig.

    Þar að auki hef ég búið í tveimur löndum Evrópusambandsins, Svíþjóð og Eistlandi, er á engan hátt öfgasinnaður og því til sönnunar hef ég sofið hjá kvenfólki í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum.

    Gera verður fleira en gott þykir.

Þorsteinn Briem, 30.5.2010 kl. 05:11

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Núna er Björn Bjarnarsson fyrrverandi Dómsmálaráðherra búinn að leggja blessun sína yfir þetta bull. Sjá hérna.

Þessi vefur er nátengdur Davíð og hans hirð.

Jón Frímann Jónsson, 30.5.2010 kl. 12:49

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bíbí vinur minn hefur sér það til dundurs í ellinni að ljúga að sjálfum sér og þjóðinni.

Landhelgisgæslan er okkar her
og hún fær trúlega jafn mikið fé frá okkur Íslendingum á mann og herir annarra þjóða.

Og í sumar fáum við nýtt varðskip, mun stærra og fullkomnara en þau sem við eigum nú.

Flugsveit frá þýska flughernum sinnir hér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins 7.-25. júní næstkomandi.

Sveitin verður hér í boði íslenskra stjórnvalda og starfar í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

Þorsteinn Briem, 30.5.2010 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband