Leita í fréttum mbl.is

Mesti and-Evrópuflokkur í Evrópu?

Victory!Árni Páll Árnason, félagsmálaraðherra, sagði í viðtali á Stöð 2 að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ,,stimplað sig út" sem einangraður öfga-hægriflokkur. Þetta eftir að flokkurinn samþykkti á landsfundi fyrr í dag umsókn að ESB skyldi dregin til baka.

Þetta þýðir að Evrópusinnum innan Sjálfstæðisflokksins, var gefinn ,,einn á lúðurinn," á lokamínútum landsfundarins.

Þetta þýðir líka að þeir eiga enga samleið með þessum flokki lengur. Þetta getur m.a. þýtt að: 1) Að þeir stofni nýjan flokk, 2) Að þeir snúi baki við flokknum og kjósi einhvern annan flokk í næstu kosningum eða 3) Skili auðu eða sitji heima.

Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur hinn breiði flokkur allra skoðana, eins og hann hefur gefið sig út fyrir að vera. Með því að senda Evrópusinnum flokksins þessa blautu tusku með þessari yfirlýsingu mjókkar skoðanalitrófið í flokknum umtalsvert. Sama má segja um umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum.

Flokkurinn verður því fyrst og fremst athvarf uppblásinnar þjóðernis og einangrunarhyggju, útlendingafóbíu og ,,þeir-gegn-okkur" hugarfars.

Með því að sleppa þessu í gegn hefur formaðurinn, Bjarni Benediktsson (sem einungis var kosinn með 62% atkvæða!) málað flokkinn út í horn í utanríkis og alþjóðamálum á Íslandi.

Verður hægt að taka mark á Sjálfstæðisflokknum í umræðu um Evrópumál eftir þetta?Það verður að teljast harla ólíklegt

Hann er t.d.orðinn meira ANTI-ESB en flokkur kommúnista í Svíþjóð, sem á sínum tíma hættu við þá kröfu um að landið segði sig úr sambandinu.

Þetta er algerlega á skjön við alla þróun í heimsmálum, sem miðar að meiri samvinnu á öllum sviðum milli ríkja.

En með þessu hefur opnast möguleiki fyrir nýjan hófsaman hægriflokk á Íslandi, þar sem öflug Evrópusamvinnu með aðild að ESB, yrði ein af meginstoðunum. Fyrir flokk sem legði ríka áherslu á verslun og viðskipti, nothæfan gjaldmiðil og ábyrga efnahagsstefnu. Flokk sem myndi skipa Íslandi sess í alþjóðakerfinu, en ekki flokk þar sem innanborðs eru aðilar sem t.d. segja að Ísland "skipti engu máli," sé og verði áhrifalaust o.s.frv.Það lýsir e.t.v. mest þeirra eigin hugarheimi og framtíðarsýn.

Slíkur flokkur gæti tekið sænska hægriflokkinn sér til fyrirmyndar, en eftir kosningarnar árið 2006, ákvað flokkurinn, með Carl Bildt utanríkisráðherra í fararbroddi, að ,,keyra inn í Evrópusamvinnuna."

Það væri líka hægt að taka breska íhaldsflokkinn til skoðunar, en þrátt fyrir neikvæðni til ESB, veit flokkurinn að Bretar hafa áhrif innan ESB og að þeir eiga heima þar.

Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem kennir sig við frelsi og framfarir og talið sig vera HORNSTEIN í íslenskum utanríkismálum. Sá hornsteinnhefur nú farið fyrir lítið. Og það fyndna er (ef hægt er að taka þannig til orða) að það er EKKERT sagt í staðinn, þ.e.a.s. hvar Ísland eigi að staðsetja í sig í alþjóðapólítísku samhengi. EKKERT!

Á MBL.is má lesa viðbrögð Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, en hún er yfirlýstur Evrópusinni í flokknum:

"Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður og stjórnarmaður í samtökunum Sjálfstæðir Evrópumenn, er ósátt með niðurstöðu fundarins. „Það gefur auga leið að ég er langt frá því að vera sátt,“ segir Ragnheiður.

„Ég hefði talið að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti á öllu öðru að halda núna en að sundra fólki. Ég er ekki að ætlast til þess að fólk fari frekar á mína skoðun heldur en ég á þeirra, en ég held að minn flokkur þurfi á ýmsu öðru að halda núna heldur en sundrungu,“ segir Ragnheiður.

Hún segir að niðurstaða fundarins sé langt frá því sem evrópusinnar innan flokksins hafi vonast eftir. Niðurstaðan sé ekki einu sinni málamiðlun. „Málamiðlun er málámiðlun, þetta er ekki málamiðlun. Þetta sem samþykkt er í dag, er víðs fjarri skoðunum okkar evrópusinna.“

Hver kannast ekki við: ,,Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér?" Er þetta upphafið að sundrun Sjálfstæðisflokksins, eða er kannski hægt að slá því föstu að hann sé í raun sundraður?

Hvernig spilast úr þessar döpru niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins kemur í ljós á næstu dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Mesti And-Evrópuflokkur í Evrópu? Óþarfi að gleyma Norðmönnum en þakka samt hrósið.

Sjálfstæðismaður.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 27.6.2010 kl. 00:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Umhyggja þín fyrir Sjálfstæðisflokknum er dulin hræðsla,því hann er og verður stærsti stjórnmálaflokkurinn.  Nú flykkjast menn í flokkinn,sem voru týndir,því Sjálfstæðisflokknum er hægt að treysta fyrir  sjálfstæði Íslands.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2010 kl. 02:41

3 identicon

Samfylkingin vs 70% þjóðarinnar 

Nú eru erfiðir tímar framundan hjá Samfylkingunni enda hefur flokkurinn nú einangrast algerlega í Evrópumálum en þeir telja aðild vera brýnasta málið fyrir heimili og fyrirtæki í landinu og brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.

Því miður eru um 70% þjóðarinnar ekki sammála þessu, eru raunar á móti aðild. Vilja ekki þessar þreifingar og vilja sjá lausnir í mjög aðkallandi málum sem ekki verða leyst með aðild að Evrópusambandinu. 

Það verður því að teljast að Samfylkingarmenn hafi fjarlægst snertingu við þjóðarpúlsinn allsvakalega, menn hafi fengið vitranir þar á bæ og sjái nú hluti í nýju ljósi.

Það er þó ekki nóg að flokkurinn sjái ljósið ef þjóðin hristir bara höfuðið.

Aðildarferlið, sem ætti reyndar bara að vera viðræðuferli, kostar allt of mikið fé. Hvað er það sem að ráðamenn skilja ekki við þá skoðun fólks? 

Flokkur sem að volar undan dómi Hæstaréttar og vill láta almenning borga skuldir vina sinna í bankaelítunni, segir síðan ESB vera; brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.

Það fólk ætti að fara í frí. Langt frí.

sandkassi (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 04:02

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

mjog god faersla... serstaklega "Flokkurinn verður því fyrst og fremst athvarf uppblásinnar þjóðernis og einangrunarhyggju, útlendingafóbíu og ,,þeir-gegn-okkur" hugarfars."  tvi tad er nakvaemlega tetta sem Sjalfstaedisflokkurinn stendur fyrir nuna... tad vardur stofnadur hofsamur haegri flokkur einsog tid nefnid og XD verdur einangradur a kanntinum.

R.I P   XD

Sleggjan og Hvellurinn, 27.6.2010 kl. 11:15

5 Smámynd: Elle_

And-Evrópubandalags þýðir ekki það sama og and-evrópskur, þannig að fyrirsögnin ykkar með orðinu and-Evrópuflokkur er kolröng.  Gerið þið það viljandi að ljúga Evrópuandstöðu upp á menn sem ekki vilja lúta risamiðstýringu Brusselvaldsins?   Við erum EKKI andvíg Evrópu og Evrópumönnum þó við viljum ekki miðstýringuna. 

Elle_, 27.6.2010 kl. 14:21

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Elle, Í dag snýst Evrópa um ESB á stjórnmálasviðunu. Þannig að sjálfstæðisflokkurinn er í raun orðin and-evrópskur. Spurning er hvort að þetta sé orðin pró-bandarískur stjórnmálaflokkur á Íslandi, en sjálfstæðisflokkurinn hefur hallað sér mjög í þá átt undanfarin ár, að frumkvæði Davíðs Oddssonar.

Jón Frímann Jónsson, 28.6.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband