Leita í fréttum mbl.is

Dæmi um "þeir-gegn-okkur" hugarfar!

Haukur Nikulásson"Hvenær verður íslendingum ljóst að ESB er eineltisbandalag en ekki kærleiksbandalag? Hvenær verður íslendingum ljóst að þetta snýst um að halda þriðja heiminum frá því að frá því að þróa og jafna lífskjör sín í átt að þróuðu ríkjunum? Hvenær verður alltof mörgum íslendingum ljóst að þeir eru eingöngu að sækjast eftir peningum eða ámóta skammtíma efnislegum gæðum með aðildinni?"

Er þetta hugarfarið sem svífur yfir vötnum hjá andstæðingum ESB, en bloggarinn er fyrrum frambjóðandi Reykjavíkurframboðsins, Haukur Nikulásson (mynd)?

Haukur fær einn plús: Fyrir frumleika! Bloggari veit ekki til þess að ESB hafi hingað til verið kallað "eineltisbandalag" Húrra! Frumlegt, nýskapandi, enda kláraði höfundurinn nýlega frumkvöðlanám hjá Keili. Frumkvöðull í orðsmíði?

En veit Haukur ekki að ESB er stærsti veitandi þróunarhjálpar í heiminum? Hann veður því reyk! Hann, sem frumkvöðull ætti að kynna sér áherslur ESB í rannsókna og þróunarstarfsemi, sem og frumkvöðlastarfsemi!

Hvað með efnahagslegan stöðugleika, lága verðbólgu, lága vexti, lægra matvælaverð, lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á umhverfismál, neytendamál og fleira?

Haukur gefur í skyn að Íslendingar séu ,,only in it for the money," afsakið enskuna, en hún segir þetta svo vel. Það er hinsvegar alrangt hjá Hauki. Fylgjendur aðildar vilja einfaldlega að Ísland skipi sér stað sem ,,þjóð meðal þjóða!"

Það er í raun alveg magnað hvað umræðan getur verið gegnumsýrð af ranghugmyndum og virkilegum skorti á þekkingu! Algjör brandari!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eg held ad svona ummaeli daemi sjalfan sig.

Ef eg vaeri i frambodi fyrir einhver flokk ta mundi eg aldrei lata svona vitleysu utur mer...... ta er haetta a ad madur faer naer engin atkvaedi.

Enda fekk reykjavikurframbodid hormulega kosningu. 

Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2010 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband