Leita í fréttum mbl.is

Áhugavert bréf Sjálfstæðismanns

falcon.jpgEyjan birti í gær áhugavert bréf frá Evrópusinnuðum Sjálfstæðsmanni, sem kannski endurspeglar skoðanir þeirra sjálfsæðismanna sem fengu köldu ESB-tuskuna í andlitiðálandsfundinum um helgina:

"Eyjan birtir hér úrsagnarbréf trúnaðarmannsins úr félagatali Sjálfstæðisflokksins:

"Undirritaður hefur verið mikill stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir viðskiptafrelsi, afnámi hafta og ríkisafskipta sem og leitt Ísland inn í samfélag þjóðanna í gegn um NATO, EFTA og EES. Það er stefna að mínu skapi að einstaklingar hafi frelsi til athafna og að Ísland
sé virkur þáttakandi í samfélagi þeirra þjóða sem standa okkur næst.

Núverandi stefna Sjálfstæðisflokksins, ef einhverja stefnu skyldi kalla, er furðuleg og fráleit. Flokkurinn er eins og Bjartur í Sumarhúsum þar sem sjóndeildarhringurinn er 5 metra í burtu. Og menn telja sig þess umkomna að finna út þann sannleik að ESB sé einhverskonar afturhaldsbatterí í Brussel og flestar þjóðir Evrópu hafi unnið þar hörðum höndum að koma saman félagsskap til að gera lífið sér erfiðara. En við séum svo klár að láta nú ekki plata okkur. Það er óhætt að kalla alvarlegt ofmat á eigin snilli eins og staða þjóðarinnar og almennings sýnir augljóslega nú.

Stjórnmálaflokkur sem hefur það á stefnuskránni að halda dauðahaldi í gerónýta mynt með stórkostlegum kostnaði fyrir almenning í landinu er á alvarlegum villugötum. Stjórnmálaflokkur sem tekur hagsmuni útgerðarmanna og bænda fram yfir almenning í landinu hefur verulega skakkt útsýni á eðilegar vogarskálar hagsmunamats. Stjórnmálaflokkur sem rekur stefnu afturhaldsamrar þjóðernishyggju á heima á 18. öldinni, nú eða bara í sæng með vinstri grænum þar sem nægur félagsskapur er til frasasmíði og forpokunar. Og stjórmálaflokkur sem bregður fæti fyrir eðlilegt framhald vestrænnar samvinnu og náins bandalags okkar litlu þjóðar með þeim þjóðum sem standa okkur næst má nú bara hreinlega kalla heimskan.

Nýafstaðin algerlega innihaldslaus landsfundur með sínum ályktunum sem sennilega eru samdar á skrifstofu LÍÚ og Bændasamtakanna hefur nú rekið smiðshöggið. Ég undirritaður óska eftir því að vera tekin út úr félagatali í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef ekki áhuga á að tilheyra félagsskap 18. aldar þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að raka undir hagsmuni hinna fáu á kostnað fjöldans."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband