Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðir Evrópumenn: Harma niðurstöðu landsfundar

Á Eyjunni birtist í kvöld frétt og tilkynning frá Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem vægast sagt eru ósáttir við niðurstöðu landsfundar um helgina sem leið. Segja þeir flokkinn verða áhrifalausan í mjög mikilvægu máli, með þessari niðurstöðu. S.E. sendu frá sér tilkynningu í dag, en við grípum hér niður í frétt Eyjunnar um málið:

"Athygli vekur að í ályktun Sjálfstæðra Evrópumanna er vitnað í skýrslu svokallaðrar aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins, sem Davíð Oddsson stýrði áður en hann varð formaður árið 1991, en þar sagði m.a. „að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna.“ Sjálfstæðir Evrópumenn taka undir þessa skoðun, en telja augljóslega að ýmsir aðrir í Sjálfstæðisflokknum hafi skipt um skoðun, þeirra á meðal Davíð sjálfur.

Tilkynning Sjálfstæðra Evrópumanna nú í kvöld er svohljóðandi:

„Síðar á þessu ári hefjast formlegar samningaviðræður Íslands við Evrópusambandið um fulla aðild að sambandinu. Mikilvægt er að þjóðin gangi til þeirra viðræðna sem styrkust til þess að tryggja heildarhagsmuni sína. Breið pólitísk samstaða er líklegust til að skila góðri niðurstöðu fyrir Ísland. Þjóðin er nú í alvarlegustu kreppu sem hún hefur lent í á lýðveldistímanum og því skiptir miklu að hún kanni til hlítar allar leiðir sem geta tryggt stöðugleika í framtíðinni.

Því harma Sjálfstæðir Evrópumenn samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál. Hún felur í sér áhrifaleysi flokksins í einhverjum mikilvægustu samningum sem Ísland hefur gengið til á þýðingarmesta tíma samningagerðarinnar. Hún er einnig andstæð þeirri eðlilegu lýðræðiskröfu að fólkið í landinu fái úrslitavald um niðurstöðu málsins.

Aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins varaði á sínum tíma við því „að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna.“ Sjálfstæðir Evrópumenn taka undir þessa skoðun.

Við svo búið er brýnast að styrkja og breikka svo sem verða má pólitískan bakhjarl aðildarumsóknarinnar til sóknar og varnar íslenskum hagsmunum. Fundurinn felur stjórn samtakanna að vinna að því markmiði með öllum þeim málefnalegu ráðum sem best þykja duga meðan samningaviðræður standa. Endanleg afstaða til aðildar verði síðan tekin þegar ljóst verður hvað í mögulegum samningi felst.“

Þorsteinn: Sjálfstæðisflokkurinn segir sig frá áhrifum

Samkvæmt heimildum Eyjunnar var mikill hiti á fundi Sjálfstæðra Evrópumanna, en engar ákvarðanir voru þó teknar um að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld vísaði Þorsteinn Pálsson, einn af forystumönnum Sjálfstæðra Evrópumanna, til þess að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins hefði sjálfur ekki talið að ágreiningurinn ætti að kljúfa flokkinn. Af því drægi hann þá ályktun að formaðurinn myndi una við afstöðu Sjálfstæðra Evrópumanna innan Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ályktun landsfundar. En Þorsteinn, sem jafnframt á sæti í samninganefnd Íslands gagnvart ESB, hefur áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokkurinn sé með landsfundarsamþykktinni að dæma sig úr leik á mikilvægum tíma.

„Pólitísku áhrifin af þessari ályktun (landsfundarins) eru þau að flokkurinn segir sig frá áhrifum á samningstímanum í mikilvægustu samningum sem Ísland hefur staðið að. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Þorsteinn Pálsson."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það mun hafa verið mun meiri hiti í fólki á fundinum en RUV vildi vera láta. Var að lesa færslu á eyjunni eftir Guðbjörn Guðbjörnsson sem segir allt annað

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.6.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband