Leita í fréttum mbl.is

Breskir viðskiptamenn: Bretland ætti að taka upp Evruna

euroBreska BBC gerði nýlega könnun meðal áhrifamikilla aðila úr bresku viðskiptalífi varðandi Bretland og Evruna. Í ljós kom mikill stuðningur við upptöku Evrunnar í framtíðinni í Bretlandi og að það væri Bretlandi fyrir bestu að verða aðili að Evrunni, þegar tíminn væri réttur.

Rökin eru m.a. þau að Bretar eiga mjög mikil viðskipti við Evru-svæðið, eða um 70% af útflutningi þeirra fera þangað. Í fréttinni segir m.a.:

"Former chief operating officer of Ford, Sir Nick Scheele, argued that, "despite the debt problems in certain euro zone countries my belief that we should join the euro is based on the fact that 70% of our trade is with euro-based economies."

His views were echoed by the European head of the private equity firm, Kohlberg Kravis and Roberts....Lord Simon of Highbury, former chairman of BP argued "it is time to recognise the importance of a more integrated economic / political system in Europe"."

Sú skoðun koma fram að vissulega væru ákveðnir hlutir í sambandi við Evruna sem þyrfti að laga og það þyrfti að setja í forgang.

En niðurstaðan er samt sem áður sú að Evran sé sá gjaldmiðill sem breskt viðskiptalíf virðist telja að sé framtíðargjaldmiðill.

Þeir sem styðja þetta hafa margir verið lengi á þeirri skoðun.

http://www.bbc.co.uk/news/business-10642064

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þurfti að keyra tvo vini mína niður í miðbæ. Þeir ætluðu að fá sér eina eða tvær kollur. Um leið og þeir stigu út úr bílnum rúllaði einn viðskiptavinur niður tröppurnar á einum barnum. Okkur heyrðist hann segja, ,,held að það sé kominn tími til að ganga í ESB". Þetta verður örugglega notað sem mikilvæg rök fyrir inngöngu hjá Evrópusamtökunum.

Sigurður Þorsteinsson, 20.7.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

"Sú skoðun koma fram að vissulega væru ákveðnir hlutir í sambandi við Evruna sem þyrfti að laga og það þyrfti að setja í forgang"

Guðrún Sæmundsdóttir, 20.7.2010 kl. 23:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Þorsteinsson.

Þetta er nú bara ANSI GÓÐUR brandari hjá þér.

HÉR ER STUÐIÐ!


En ég ætla rétt að vona að Jón Valur drekki ekki áfengi.


Þorsteinn Briem, 20.7.2010 kl. 23:51

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta álit Breta er athyglisvert í ljósi þess hve þeir eru íhaldssamir með alla hluti.

Telur fólkið sem skrifar hér að ofan, vera með einhver rök sem skitpta máli ??

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.7.2010 kl. 00:13

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Það vita allir sem málið snertir að auðvitað væri mun hagstæðara fyrir UK að hafa evuna.

En hinsvegar er pundið tengt svona dáldið sterkum þjóðernistilfinningum hjá bretum.  Svipaðað annarsstaðar eins og td. danmörku.  Þeir vilja segja króna eða krúne en í rauninni eru þeir de faktó með evru o.þ.a.l. færeyingarnir líka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2010 kl. 00:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Hreiðar 16.7.2010:

"Fórum gömlu hjónin niður á Lækjartorg að taka þátt í mótmælum gegn inngöngu í ESB. [...]

Þar var fámennt. Giska á svona 50 manns meðan mest var. Svo átti að samþykkja ályktun í lokin en sú romsa sem lesin var upp sem slík var allt of löng og ómarkviss til þess að ég vildi samþykkja hana. Var samt ekki gefinn kostur á neinu öðru. [...]

Svo söng ræðumaður nokkur einsöng í lokin, Land míns föður [...]. Kunningi minn þarna á torginu sagði mér að þessi maður hefði eitt sinn verið kallaður Doddi Albaníukommi."

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 01:48

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Væntanlega hefur brezka þjóðin og stjórn Davids Cameron vit á því – þó að VIÐ höfum EKKI haft vit á því á bóluárunum – að fylgja ekki í sauðslegri hlýðni ráðum viðskiptamógúla sinna í þessu evru-máli. En svo höllum fæti hefur evran staðið síðustu mánuði, að þýzkum og frönskum stjórnvöldum og valdamönnum í Brussel þykir eflaust mjög æskilegt, að Bretar taki upp þennan gjaldmiðil.

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 02:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

17.7.2010:

"Á rúmum mánuði hefur evran styrkst um níu prósent gagnvart bandaríkjadal og var í rúmum 1,29 dölum í gær. Í júníbyrjun var gengið hins vegar um 1,19 dalir."

"Ástæðuna fyrir styrkingunni telja flestir vera tvíþætta. Annars vegar hefur þeim Evrópuríkjum, sem verst standa fjárhagslega, tekist að endurfjármagna skuldir sínar með sæmilega auðveldum hætti.

Er þar einkum horft til skuldabréfaútboða Grikklands, Spánar og Portúgals en Evrópski seðlabankinn hefur getað hægt á kaupum sínum á ríkisskuldabréfum þessara ríkja."


17.7.2010: Evran sækir í sig veðrið gagnvart bandaríkjadal

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 02:18

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn er samt gengið þannig:

Bandaríkjadalur, USD: 123,02 kr. – Evra, EUR: 158,7 kr., sem sé enn í lægð miðað við gengi hennar fyrir nokkrum mánuðum.

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 02:31

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Gengi evru var um 40% HÆRRA gagnvart sterlingspundi OG bandaríkjadal FYRIR TVEIMUR MÁNUÐUM en þegar evruseðlar voru settir í umferð 1. janúar 2002.


Hagvísar Seðlabanka Íslands - Gengi evru gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal, bls. 24


Og SÍÐASTLIÐINN RÚMAN MÁNUÐ hefur evran STYRKST Á NÝ um 9% gagnvart bandaríkjadal
.

17.7.2010: Evran sækir í sig veðrið gagnvart bandaríkjadal

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 03:58

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kæri óþekkti ESB-bloggari,

Lestu nú frétt BBC aftur. Það var ekki gerð nein skoðanakönnun heldur hafði BBC samband við valda menn úr brezku viðskiptalífi sem höfðu áður barist fyrir evrunni til þess að kanna hvort þeir hefðu skipt um skoðun, sbr.:

"The BBC contacted senior business figures who had previously campaigned for Britain to join the euro in 2003.

Despite the debt crisis, only one of the eight to respond said the UK should not join in any foreseeable future."

Skoðanakannanir hafa einmitt ítrekað sýnt undanfarin ár að mikill meirihluti leiðandi aðila í brezku viðskiptalífi vilja ekki evruna frekar en mikill meirihluti Breta almennt.

Ég gef mér það að annað hvort sé fljótfærni um að kenna eða afspyrnu lélegri enskukunnáttu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.7.2010 kl. 09:15

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Breska pundið er mikið atriði í Bretlandi, og upptaka evru er óvinsælt mál innan Breskra stjórnmála og hjá almenningi þar í landi.

Bretar hafa sem dæmi sett upp fáránleg fimm próf sem evran þarf að standast áður en þeir taka hana upp sem gjaldmiðil. Hægt er að kynna sér þau fimm próf hérna (wiki).

Það eru hinsvegar allar líkur á því að Danmörk taki upp evruna árið 2012 eftir kosningar um það mál árið 2011. Enda eru danir orðnir langþreyttir á því að vera ekki við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar innan Evrópu varðandi efnahagsmál sem snerta þá mjög mikið. Nánar um Danmörk og evruna hérna (wiki).

Jón Frímann Jónsson, 21.7.2010 kl. 14:38

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þessar allar líkur eru nú bara í höfðinu á þér Jón minn kæri :) A.m.k. benda nýjustu skoðanakannanir í Danmörku ekki beint til áhuga Dana á upptöku evrunnar, andstaðan við hana færist þvert á móti í aukana:

http://danskeanalyse.danskebank.dk/link/DBSEMUPoll240610/$file/DBS_EMU_Poll_240610.pdf

Ekki að það þjóni neinum tilgangi að benda þér á þetta :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.7.2010 kl. 17:38

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ekki skil ég að Danir geti haft svo mikil áhrif innan ESB þó svo ólíklega vildi til að þeir tæki upp Evru, við skulum átta okkur á því að Danir, Svíar og Finnar með sínar 20 milljónir íbúa samanlagt hafa lítið að segja á Evrópuþingi miðað við Ítali sem hafa nánast þrisvar sinnum meiri þingmannafjölda en þau hafa samanlagt. Þar ræður mafíósinn og klámhundurinn Silvio Berlusconi ríkjum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.7.2010 kl. 18:02

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Hættu þessu bulli. Það tekur enginn mark á þér nema aðrir sem eru jafn vitlausir og þú.

Hjörtur J. Þetta svona spádómur hjá þér eins og þegar þið í Heimssýn voruð að spá því að Lisbon sáttmálinn yrði felldur með meirihluta atkvæða í seinni atkvæðagreiðslunni á Írlandi.

Það sem gerðist var í raun að Lisbon sáttmálinn var samþykktur eins og þekkt er, með 67% atkvæða eins og þekkt er orðið.

Staðreyndin er sú að danir vilja hafa áhrif ákvarðanir sem eru teknar inná evrusvæðinu. Það er aðeins ein leið til þess að hafa áhrif inná evrusvæðinu, og það er með því að taka upp evruna.

Samfelldar kannanir frá árinu 2002 í Danmörku sýna að danir eru almennt jákvæðir í garð evrunnar, og mundu samþykkja upptöku hennar ef slíkt kæmi til atkvæðagreiðslu. Hérna (wiki) er yfirlit yfir þær skoðanakannanir.

Það er einfaldlega ekkert marktækt sem kemur frá ykkur andstæðingum ESB á Íslandi. Enda er þekkingarleysi ykkar yfirdrifið, og það er auðvelt að afsanna þvæluna sem kemur frá ykkur.

Jón Frímann Jónsson, 21.7.2010 kl. 18:33

17 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón hvað meinar þú? Hvað eru Danir, Finnar og Svíar með marga þingmenn samanlagt á ESB þinginu? Hvað eru Ítalir með marga þingmenn á ESB þinginu? Svo maður tali nú ekki um þjóðina sem setti hryðjuverkalög á okkur, hvað eru Bretar með marga þingmenn? Og Jón hvað yrðu íslendingar með marga þingmenn? og svaraðu nú málefnalega!

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.7.2010 kl. 18:37

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Það er lítið mál og einfalt að fletta því upp hvað þessi ríki eru með marga Evrópuþingmenn.

Danmörk = 13 Evrópuþingmenn.

Svíþjóð = 20 Evrópuþingmenn.

Finnland = 13 Evrópuþingmenn.

Ísland = 6 Evrópuþingmenn (Sami fjöldi og Malta, Eistland, Kýpur, Lúxemborg, 

Bretland = 73 Evrópuþingmenn.

Nánari upplýsingar hérna (wiki) og hérna.

Ég ætla ennfremur að benda þér á að það voru ekki sett nein hryðjuverkarlög. Heldur voru eignir Landsbankans frystar í Bretlandi og var það fullur réttur Breta að gera það. Miðað við þá spillingu sem hefur komið í ljós varðandi Landsbankann.

Jón Frímann Jónsson, 21.7.2010 kl. 19:24

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Ísland er EKKI með 6 Evrópuþingmenn og ætlar sér aldrei að verða með neina! Þar að auki er JFJ ekki með umboð (er það nokkuð, JFJ?!) frá Brussel-valdahringnum til að "lofa" Íslandi 6 þingmönnum. Við erum hvort sem er ekki með nema um 3/4 af fólksfjölda smæstu þjóðarinnar í ESB, þ.e. Möltubúa. – Í ráðherraráðinu fengjum við einungis 0,06% atkvæðavægi (en t.d. Þýzkaland yfir 16%).

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 20:00

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Samkvæmt Lissabon-sáttmálanum fær hvert aðildarríki Evrópusambandsins að lágmarki sex þingmenn á Evrópuþinginu.

"Under the Treaty of Lisbon there will be 751 members (however, as the President cannot vote while in the chair there will only be 750 voting members at any one time)
.

In addition, the maximum number of seats allocated to a state will be lowered to ninety-six, from the current ninety-nine, and the minimum number of seats will be raised to six, from the current five.


European Parliament
- Wikipedia

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 20:32

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Silvio Berlusconi ræður hinu og þessu á Italíu. En hann ræður ekki neinu á Evrópuþinginu. Þess vegna er villandi að setja þetta svona saman.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.7.2010 kl. 20:35

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Þú ert alltaf sama spákerlingin og opinberar hér DAGLEGA skelfilegt þekkingarleysi þitt varðandi Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 20:36

23 identicon

Það skiptir heldur ekki miklu máli hversu marga þingmenn hvert land hefur, heldur hversu marga þingmenn flokkarnir á þinginu hafa.  íhaldsflokkar landa ESB sameina liðstyrk sinn á Evrópuþinginu alveg eins og sósíaldemókratar gera það.  Þannig að það skiptir máli hvaða flokkar hafa meirihluta en ekki hvaða lönd.  Þannig er kosið á þinginu.  Alveg eins er það á Íslandi, eða?

Ég er viss um það að þingmenn Íslands á Evrópuþinginu munu seint kjósa eins en þeir munu eins og á Íslandi kjósa eftir sannfæringu og eða flokklínum en ekki eftir þjóðerni.  Þeir eru jú engir þjóðernissinnar.

Annars las ég góða grein um evruna og Norður-Írland.  Er búinn að tína henni, en þar vilja flestir taka upp evru vegna nálægðar og verslunar við Írland.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 20:37

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

6 þingmenn af 750 (gefum okkur þá tölu) er aðeins 0,8%.

0,8% af 63 þingmönnum í Alþingi væri ekki nema hálfur þingmaður (0,504). Eins og allir sjá, væri þetta gríðarlegt vægi í Evrópuþinginu!!!

Höfum svo líka hugfast, að þessir 6 þingmenn í Srassborg hefðu EKKI leyfi til að bera fram frumvarp sjálfir, ekki frekar en allir hinir þingmennirnir þar hafi slíkt leyfi! Frumkvæði lagafrumvarpa verður að koma frá Brussel, skv. hinum marglofuðu reglum ESB! (allt svo fullkomið þar, segir t.d. Ómar Bjarki).

Og í bæði ráðherraráðinu og í framkvæmdastjórninni (ef og þegar Ísland fengi einhvern þægan fulltrúa skipaðan í það síðarnefnda) MEGA fulltrúar hinna einstöku ríkja EKKI berjast fyrir (sér)hagsmunum þeirra ríkja sinna!

Er þetta ekki algjör paradís, Steini Briem?

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 20:55

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Hversu mikil völd hefur Ísland núna á Evrópska efnahagssvæðinu?!

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 20:59

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Á bakvið hvern þingmann Íslands yrðu 53.000 Íslendingar.

Á bakvið hvern sænskan þingmann eru 478.000 Svíar.

Að þessu leiti þá mun Ísland hafa góðan fjölda inná þingi... miðað við smæð þjóðarinnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.7.2010 kl. 21:06

27 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sumir NEI-sinnar tala um að við eigum bara að vera með meirihluta inná Evrópuþinginu.... sem er að sjálfsögðu óraunhæft. Og þessar fullyrðingar endurspeglar þjóðrembing og mikilmennskubrjálæði. Eitthvað sem kom okkur í þessa stöðu sem við erum í í dag.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.7.2010 kl. 21:08

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála Hirti J. Guðmundssyni (hér ofar, kl. 9:15), að það voru alger mistök hjá Evrópusamtökunum að starta yfirleitt þessari vefgrein (sjá nánar innlegg hans sjálfs).

Ég vil, að Ísland segi upp EES-samningnum og skili umsókn Össurar, þetta er það versta sem hægt væri að gera lýðveldinu: að innlima það í þetta stórveldi. Ég vona að allir, sem þetta lesa, geri sér grein fyrir alvöru þess.

Jón Valur Jensson, 21.7.2010 kl. 21:09

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

Að sjálfsögðu viltu að Ísland segi upp EES-samningnum.

Þorsteinn Briem, 21.7.2010 kl. 21:50

30 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Frímann, takk fyrir þessar tölur. Á þessum síðum sjáum við að Ítalir eru með 73 þingmenn og Íslendingar yrðu með 6 þingmenn! Treystum við Ítölum fyrir þessum völdum? við skulum átta okkur á því að Silvio Berlusconi ræður yfir 93% ítalskra fjölmiðla, þessi maður er með mafíutengsl en ítalsku mafíurnar velta meira en 6 faldri þjóðarframleiðslu Íslands!

Jón manstu eftir vinnubrögðum Impregilo á Kárahnjúkum?

Og Jón, það voru sett hryðjuverkalög á Ísland með þeim afleiðingum að fjöldi fyrirtækja fór a hausinn! Bretar með sína 73 þingmenn á ESB þingi gerði það. Hvernig heldur þú að þeir fari með okkur innan ESB?

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.7.2010 kl. 22:46

31 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvaða hræðsluáróður er þetta? "Hinir erlendur!!! hræðumst þá"

Á svona tal ekki frekar heima í Umsátrinu hans Styrmirs. 

Sleggjan og Hvellurinn, 21.7.2010 kl. 23:24

32 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Írska lagatryggingin tryggir að allar þjóðir ESB fá fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Það þýðir að þegar þjóðinar verða orðnar 29, þá verða 29 fulltrúar starfandi í Framkvæmdastjórn ESB.

Í Ráðherraráði ESB sitja ráðherrar aðildarríkjana eftir málaflokkum.

Evrópuþingmenn Samfylkingar mundu líklega ganga í EPP (Wiki hérna), sem er með meirihluta á Evrópuþinginu. Evrópuþingmenn VG mundu fara bara eitthvert annað, hvert veit ég ekki.

Annars er málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi haldlaus eins og venjulega.

Guðrún, Þessi málflutningur þinn er tóm steypa.

Jón Frímann Jónsson, 21.7.2010 kl. 23:39

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Frímann, þegar þú talar um írsku lagatryggingua, áttu þá ekki við þá fyrirvara, sem Írar settu við Lissabon-sáttmálann fyrir seinni þjóðaratkvæðagreisluna um hann? En verða ekki (ég spyr, ekki þó þig einan) þessi ákvæði því undirorpin, að um varanlegt gildi þeirra andspænis grunnsáttmálum ESB verði á endanum dæmt af Evrópudómstólnum, rétt eins og um einhverja fyrirvara sem settir gætu verið í aðildarsamningi Íslendinga við bandalagið, og mætti þá ekki búast við því, að dómstóllinn kvæði upp dóm, sem væri grunnsáttmálunum í vil, en ekki slíkum fyrirvörum? Eru ekki einmitt til slík afgerandi mikilvæg dómafordæmi, sem sýna okkur, að hér er margt að varast og alls ekki treystandi á það, að einhverjir fyrirvarar verði taldir hafa varanlegt gildi sem víki frá fyrri grunnreglum ESB?

Var ekki einhver að skrifa einmitt um þetta um daginn og benda á þetta sem staðreynd?

Jón Valur Jensson, 22.7.2010 kl. 03:34

34 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Æji geturðu ekki lengur svarað fyrir þinn vonlausa málstað Jón Frímann? Það er vel skiljanlegt

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.7.2010 kl. 10:19

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur.

ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR OG LANDBÚNAÐUR Í EVRÓPUSAMBANDINU.

Gangi Ísland í Evrópusambandið mun Hafrannsóknastofnun halda hér áfram að leggja til AFLAKVÓTA á Íslandsmiðum og ENGUM í Evrópu er hagur í að fylgja ekki þeim ráðleggingum.

Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.


Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:


"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR.

Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni. En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA."

"Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, BÓKUN EÐA SÉRÁKVÆÐI til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu."

"Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað. Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur SAMA lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB."


Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Finna má ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM að Evrópusambandinu, sem taka tillit til sérþarfa EINSTAKRA RÍKJA og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.


Í
AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR].

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn [VARANLEGA] sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
"

"Artikkel 142 i MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14

Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 11:25

36 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Þær breytingar sem Írar fengu fram á Lisbon sáttmálanum eru lagalega bindandi. Hinsvegar til þess að koma í veg fyrir að þurfa að hefja allt ferlið (þ.e samþykkt) Lisbon sáttmálans á nýju var ákveðið að setja þessar breytingar í næsta sáttmála sem verður gerður. Það er þá væntanlega aðildarsáttmáli Króatíu sem verður um að ræða. Sama gildir um undanþágur sem Tékkland fékk einnig á Lisbon sáttmálanum.

Það sem þú talar hérna eru er fullyrðing sem hefur verið fleygt fram af Breskum andstæðingi ESB. Eftir því sem ég kemst næst, þá er þessi fullyrðing Daniel Hannan innihaldslaus og án nokkurar rökfestu. Enda er það þannig að sáttmálar ESB eru æðstu lög ESB, þetta nær líka til aðildarsáttmála ESB. Allar undanþágur sem þar verður að finna er ekki hægt að dæma ólöglegar af ECJ vegna stöðu aðildarsáttmála. Enda ber ECJ að fara eftir því sem stendur í umræddum sáttmálum.

Ef íslendingar fá undanþágu frá CFP, sem yrði sett í aðildarsáttmála Íslands við ESB. Þá yrði henni ekki haggað, ekki einu sinni af ECJ.

Nánar um sáttmála ESB hérna (wiki).

Guðrún, málflutningur þinn var og er tóm della. Snýst ekkert um það hvort að ég geti ekki svarað þessari steypu eða ekki. Ég get alveg svarað þér varðandi Icesave. Hinsvegar ætla ég að leyfa þér að væla fyrir yfir niðurstöðu EFTA dómstólsins sem mun dæma íslendingum í óhag fljótlega varaðndi Icesave málið. Eftir allt saman, þetta er það sem þú vildir þegar þú kaust nei í kosningum um Icesave málið.

Jón Frímann Jónsson, 22.7.2010 kl. 14:34

37 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Frímann, þú ert sjálfur með dellu, þegar þú heldur því fram að Bretar hafi ekki beitt okkur hryðjuverkalögum.  Drag bjálkann úr auga þínum áður en þú bendir á flísina í auga náungans stendur skýrum stöfum í góðri bók.

Við skulum leyfa dómstólum að vinna sitt verk, nú og Icesave málið á heima fyrir dómstólum ESB. hvort að hægt er að vísa niðurstöðu EFTA dómstóls til ESB dómstólsins veit ég ekki.

Hollendingar segjast vera búnir að tryggja sér stuðning ESB þjóðanna í Icesave málinu, það sýnir svo ekki verður um villst að ákvarðanir varðandi ágreining innan ESB eru teknar í baktjaldamakki, en ekki á löglegan hátt í dómstólum ESB. (minnir óneitanlega á vinnubrögð ítölsku mafíunnar)

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.7.2010 kl. 15:24

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the t
wenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."


Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 16:08

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

ENGIN þjóðaratkvæðagreiðsla hefur verið haldin um það HVORT íslenska ríkið eigi að greiða IceSave-reikningana.

Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingisKOSNINGUM, í fyrra, EFTIR að Bjarni Benediktsson hafði verið kosinn formaður flokksins með um 60% atkvæða, eins og nú.

Lög um IceSave nr. 96/2009 Samþykkt: 34 já, 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði, 1 fjarstaddur.

"6. gr. Eftirlit Alþingis. Fjármálaráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki Íslands skulu reglubundið meta þróun heildarskulda, greiðslubyrði og skuldaþol íslenska ríkisins og þjóðarbúsins, þ.m.t. vegna ábyrgðar ríkisins samkvæmt lögum þessum."

Greiddu ekki atkvæði:


"Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Og 60% formaðurinn þremur vikum EFTIR þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars síðastliðinn:


"Að því loknu hittum við nokkra fulltrúa úr utanríkismálanefndinni [breska þingsins] síðar um daginn og þar var þeirri skoðun lýst, líkt og á báðum fyrri fundunum, að mönnum þætti ólíklegt að eitthvað myndi leysast fyrr en eftir kosningar, það er að segja að það myndi komast skriður á VIÐRÆÐUR fyrr en eftir kosningar."

2.7.2010: "Bandaríski lögfræðingurinn Lee Buchheit fer fyrir íslensku samninganefndinni. Auk hans skipa nefndina Guðmundur Árnason og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjórar fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis, ásamt Jóhannesi Karli Sveinssyni lögmanni og Lárusi Blöndal lögmanni, sem tilnefndur er af stjórnarandstöðuflokkunum sameiginlega."

Icesave-samningar halda áfram

Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 16:17

40 Smámynd: Elle_

FJÁRFESTAR FLÝJA EVRUNA

Mikið fjárstreymi til Sviss veldur stjórnvöldum þar í landi áhyggjum. Fjárfestar flýja evruna og peningar koma einnig annars staðar frá.

FJÁRFESTAR FLÝJA EVRUNA.

Elle_, 22.7.2010 kl. 20:28

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi evru var um 40% HÆRRA gagnvart sterlingspundi OG bandaríkjadal FYRIR TVEIMUR MÁNUÐUM en þegar evruseðlar voru settir í umferð 1. janúar 2002.

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Gengi evru gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal, bls. 24


Og SÍÐASTLIÐINN RÚMAN MÁNUÐ hefur evran STYRKST Á NÝ um 9% gagnvart bandaríkjadal
.

17.7.2010: Evran sækir í sig veðrið gagnvart bandaríkjadal

Þorsteinn Briem, 22.7.2010 kl. 20:50

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini belgir sig yfir því, að evran hafi sýnt örlítil batamerki eftir hratt hrun sitt síðustu mánuði! En miðgengi hennar er nú 157,99 kr. – var 180,53 kr. 8. janúar sl.!

Jón Valur Jensson, 22.7.2010 kl. 21:36

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Miðgengi hennar hífði sig reyndar upp um heila 8 aura í dag – sko evruna, sú stendur sig! (klappaðu, Steini).

Jón Valur Jensson, 22.7.2010 kl. 21:39

44 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Samkvæmt Vísi telja fjármálasérfræðingar að styrking Evru gagnvart Dollar hafi eingöngu verið vegna svartsýni á bandarísku efnahagslífi, ekki það að þeir séu bjartsýnir á gengi Evru. Ég var reyndar að horfa á fjármálaspekinga á  Al-Jazzera sjónvarpsstöðinni sem telja gengi Evru verða jafnt Dollar um áramót. Semsagt hrun!

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.7.2010 kl. 22:37

45 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Íslenska krónan er í gjaldeyrishöftum og því er það gengi sem þú miðar við gjörsamlega ómarktækt með öllu.

Samkvæmt gjaldeyrisvefsíðu ECB. Þá er evran að styrkjast gegn USD um þessar mundir.

Jón Frímann Jónsson, 23.7.2010 kl. 02:38

46 identicon

Guðrún:  Það er ekkert að því að gengi sveiflast.  Það er varla hægt að tala um hrun.  Gengi evru hefur sveiflast síðustu ár og það sérð þú ef þú tekur þér tíma til að skoða það.

Evran var einu sinni lægri en dollar.  Ég held að það hafi ekki verið svo fréttnæmt á sínum tíma.  En allt í einu núna er það skrifað og það með upphrópunarmerkjum.

Gengi gjaldmiðla breytist.  Þess vegna er það fljótandi gengi en ekki fastgengi.  Það hlýtur ykkur að vera ljóst, eða hvað?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 03:46

47 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Stefán, hvaða áhrif heldur þú að hrun Evrunar muni hafa innan ESB?

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.7.2010 kl. 10:49

48 identicon

Guðrún: Sömu áhrif og fall dollarans á Bandaríkin.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 12:01

49 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sem er kreppa og enn meiri kreppa! Ísland hefur sennilega heimsins  bestu möguleika til þess að vinna sig úr kreppu ef við höldum okkur utan ESB.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.7.2010 kl. 16:03

50 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hrun Evrunar mun eingöngu gera hagkerfi ESB samkeppnishæfara.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2010 kl. 16:20

51 identicon

Guðrún:  Kreppa hefur nú ekki aðeins eitthvað með gjaldmiðla að gera.  Ég geri ráð fyrir því að kaupgeta þín eins og annara hafi minnkað á síðustu árum.  Ég geri ráð fyrir því að hún hafi hrapað  miðað við kaupgetu annara sem voru með svipuð laun reiknað í erlendri mynt.

Það sem Evran gerir er að kaupgeta venjulegs fólks helst stöðguri á meðan að kreppa ríður yfir.  Af hverju þurfti kaupgeta fólks á Íslandi að lækka svona rosalega þegar bankarnir voru að leika sér að gengi krónunnar?  

Það þarf að taka upp evru því það er sú mynt sem helstu viðskiptaþjóðir okkar nota.  Þá helst verðlag stöðugt þó svo að stórfyrirtæki fari að leika sér að kerfinu.

Fyrst og fremst er ég að hugsa um kaupgetu hins venjulega manns sem er að reyna að hafa í sig og á.

Ég sem sjómaður hef fengið alveg ótrúlega launahækkun eftir að gengi krónunnar féll.  En í raun og veru hafa launin mín ekkert hækkað.  Laun annara í landinu hafa lækkað sem nemur minni kauphækkun.  Prófaðu að hugsa út frá þessu.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 16:22

52 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Stefán, upptaka Evrunnar kostar inngöngu í ESB, og þessi innganga er mjög óhagkvæm fyrir Ísland. Við getum hugleitt það þegar að heimskreppunni lýkur hvort að hagkvæmt er fyrir þjóðarbúið að taka upp stærri gjaldmiðil. Þá myndum við taka upp þann gjaldmiðil sem hefur staðið af sér kreppuna og er óhætt að treysta á. Hvernig heldur þú að ástandið verði hér ef að Evran fer í þrot og kreppan dýpkar í Evrópu? Evran er ekki nema ca. 11 ára gamall gjaldmiðill og er að ganga í gegnum sína fyrstu stóru kreppu og margir erlendir fjármálaskpekúlantar spá endalokum hennar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.7.2010 kl. 19:21

53 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það eru margir fjármálaspekúlantar að spá endalok dollars. So what's your point?

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2010 kl. 20:19

54 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

er ekki vit í að bíða í nokkur ár og ná okkur uppúr kreppunni, og sjá síðan til hvaða gjalmiðill kemur til með að henta okkur?

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.7.2010 kl. 21:55

55 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jújú það væri ekki vitlaust.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.7.2010 kl. 22:04

56 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

http://www.ksawpf.com/

Linkur á spennandi vatnsráðstefnu í Saudi Arabíu núna í Oktober, og það er fyrirhugað að íslensk sendinefnd fari þarna út með áhugasama vatnsútflytjendur. 

Mín hugmynd er sú að leita samninga við fyrirtæki í Arabalöndunum um að pakka vatni undir þeirra merkjum, en ekki vera að standa í eigin markaðssetningu.  Vatnsátöppunarstöðvar er hægt að reisa útum allt land, og jafnvel nýta húsnæði aflagðra  frystihúsa eða mjólkurvinnsla. Þessar stöðvar geta verið skráðar á hlutabréfamarkaði en samt ætti allt neysluvatn að vera í eigu þjóðarinnar. Ekki viljum við gera sömu mistökin og með fiskinn!

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.7.2010 kl. 22:13

57 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Viðskiptasendnefnd til Jedda Íslandsstofa vill kanna áhuga fyrirtækja á þátttöku í viðskiptasendinefnd til Jedda í Sádi-Arabíu dagana 3.–6. október nk.

Viðskiptasendinefnd þessi er skipulögð í tengslum við þátttöku íslenskra vatnsútflutningsfyrirtækja í sýningunni Saudi Water and Power sem haldin verður 3.–6. október á Jeddah Hilton hótelinu.

Þátttaka í sendinefndinni er ekki bundin þátttöku í sýningunni heldur er hér verið að nýta fundaraðstöðu Íslandsstofu á Jeddah Hilton hótelinu sem innifalin er í sýningarþátttökunni og samhliða auka slagkraft íslenskra fyrirtækja.

Ræðismaður Íslands í Jórdaníu Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh mun verða Íslandsstofu innan handar við skipulag á tvíhliða fundum fyrir þau fyrirtæki sem tæku þátt í viðskiptasendinefndinni. Nánari upplýsingar veita Þorleifur Þór Jónsson thorleifur@islandsstofa.is og Aðalsteinn H. Sverrisson adalsteinn@islandsstofa.is eða í síma 511 4000. Áhugasamir hafi samband eigi síðar en 5. ágúst.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.7.2010 kl. 22:23

58 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Það er alrangt hjá þér að halda hérna fram að Evran muni hrynja. Það mun einfaldlega ekki gerast. Flutningur fjölmiðla af lækkun evrunar er móðursýkisleg og einfaldlega röng.

Eini gjaldmiðilinn sem hrundi í hinum vestræna heimi þegar kreppan gekk yfir var hin íslenska króna, og íslendingar eiga að gera sjálfum sér greiða og leggja þessa krónu af sem fyrst.

Jón Frímann Jónsson, 24.7.2010 kl. 02:20

59 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já þetta er góð hugmynd og um að gera að skapa einhverjar gjaldeyristekjur fyrir Ísland.

En ef við erum bara að tappa á þá erum við "hrávöruframleiðandi". Þeir hafa alltaf minnstu tekjurnar af auðindinni. Sá sem framleiðir ál hann fær ekki mikinn pening. En sá sem kaupir álið og býr til álfelgur.. það er hann sem græðir.

Það mundu fara meiri tekjur til Íslands ef við seljum fullbúnar vörur. Í þessu tilfelli vatsflöskur.

En ef þetta er ekki hægt..... þá er átöppunin fín í sjálfu sér.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 18:10

60 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og ef við gerum þetta sjálf þá skapar það hámenntuð störf. T.d fyrir markaðsfræðinga, vörumerkjahönnuði og fleirra í þeim dúr. Við eigum nóg af hæfu fólki í þeim geira.   sbr alla viðskiptaræðingana sem útrskrifast ár hvert.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 18:12

61 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það þarf að skoða þetta frá grunni, en eru ekki plastflöskurnar fluttar inn sem smá klumpur og blásnar svo út? Það eru mjög mörg og fjölbreytt störf sem skapast þarna, því að meinatæknar eða náttúrufræðingar þurfa að fylgjast með gæðum vatnsins og vatnsbólunum, iðnaðarmenn þurfa að viðhalda húsnæði og vélum og svo frv. Nú og vatnstöppunin getur farið fram á mörgum stöðum um allt land. vatnstöppunin er knúin með raforku svo að ekki er þarna um að ræða mengandi stóriðju, og einnig skapar þetta aukna meðvitund um að vernda vatnsbólin fyrir mengun= meiri umhverfisverndarvitund meðal almennings.

Hafnirnar fá þarna auknar tekjur vegna skipaflutninga sem skilar sér til sveitarfélaganna.

Með því að stofna hlutafélög skrásett í kauphöllinni í kring um pökkunarstöðvarnar, gefst almenningi möguleiki á að fjárfesta. Nú og einnig skapast hvati til hagsýnni þegar að pökkunarstöðvar eru í eigu hluthafa en ekki ríkisins.

Þetta eigum við að hafa í eigu íslendinga og tryggja að vatnsbólin séu í eigu þjóðarinnar.

Markaðssetning á svona ólíku menningarsvæði er erfið, við tengjum vatn við jökla og blá fjöll en þeir tengja vatn við vin í eyðimörk og þess vegna tel ég vit í að pakka undir arabískum  vörumerkjum, ég veit ekki hvort að þú munir eftir Thor vatninu sem var framleitt hér, enginn múslimi eða gyðingur myndi kaupa vatn sem merkt er heiðnum guði!

Þessi ráðstefna sem ég benti á hún er vettvangur til þess að komast í samband við arabíska dreifendur.l

Áfram Ísland!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.7.2010 kl. 20:40

62 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

http://www.boukein.net/P3240043.JPG

Kær kveðja og áfram ísland!

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.7.2010 kl. 12:48

63 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi fyrirsögn ykkar hér efst er ennþá hlægileg, eins og Hjörtur hefur bent á, og þið ættuð að lesa nýlegan leiðara Morgunblaðsins, sem tætir í sig leirfótarrökin fyrir upptöku evrunnar.

Jón Valur Jensson, 26.7.2010 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband