Leita í fréttum mbl.is

Friðrik Jónsson um bægslagang og fleira

Friðrik JónssonFriðrik Jónsson, bloggari á Eyjunni, skrifara áhugaverðan pistil í dag um Nei-sinna,  baráttu þeirra til að umsókn Íslands að ESB verði dregin til baka og Ísland þar með gert að atlægi meðal Evrópuþjóða. Friðrik skrifar:

"Bægslagangur bóksala, fyrrum samlokusala og annarra andstæðinga lýðræðisins gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er farin að ganga fulllangt. Fullyrt er að fyrir málinu sé engin meirihlutastuðningur, hvorki hjá þjóð né þingi.

Ansi bratt taka menn sér stóryrði í munn í þessum efnum, samhliða því að okkur, sem treystum þjóðinni til að geta sjálf lagt mat á aðildarsamning, er brigslað um landráð og ódrengskap.

Fyrir skoðunum þjóðarinnar um mótstöðu við aðildarumsókn hafa menn lítið fyrir sér annað en skoðanakannanir, sem sýnt hafa á síðustu tólf mánuðum að skoðun þjóðarinnar sveiflast sitt á hvað eftir dagsumræðunni. Sama virðist hins vegar jafnan upp teningnum, ef spurt er, að þjóin telur sig ekki vita nóg um ESB til að geta tekið afstöðu. Aðildarumsóknarferlið og umræður um kosti og galla aðildarsamnings munu bæta úr því. Þá munu eflaust einhverjir frelsast í báðar áttir, með eða á móti.

Á þingi virðist hins vegar meirihluti fyrir áframhaldandi aðildarviðræðum nokkuð traustur. Sjálfur lék ég mér við að skella núverandi þingmönnum í littla excel-töflu og miðað við þekkta afstöðu þeirra geta í eyðurnar um hvar viðkomandi þingmaður stendur varðandi það hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram. Þetta varð mín niðurstaða:"

Afgangurinn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það getur vel verið að það takist nú að þjösna þessu öðru sinni í gegnum þingið að halda áfram þessu ESB aðlögunar og samningsferli.

En eitt er víst að þjóðin stendur ekki að baki þessu. Stór meirihluti þjóðarinar er andvígur ESB aðild og vill líka láta afturkalla ESB umsóknina nú þegar.

Það eru hreinar rangfærslur að halda því fram að s.l. 12 mánuði hafi skoðanakannanir sýnt misvísandi niðurstöður.

Staðreyndirnar eru þær að síðastliðna 12 mánuði hafa allar skoðanakannanir sýnt yfirgnæfandi og vaxandi andstöðu þjóðarinnar við ESB aðild. Nú síaðst skoðanakönnum EUROBAROMETER framkvæmd af ESB apparatinu sjálfu sem sýndi þetta 19 til 29% stuðning við ESB aðild eftir því hvernig menn túlka niðurstöðurnar.

Hingað til hafa ESB sinnar margir hverjir reynt að gera lítið úr fyrri skoðanakönnunum sem allar hafa sýnt hverfandi lítið fylgi við ESB aðild og jafnvel talað um að niðurstöðurnar hafi verið pantaðar eða jafnvel falsaðar.

En nú bregður svo við að niðurstöður apparatsins sjálfs sýna sömu ef ekki enn verri niðurstöður fyrir ESB trúboðið á Íslandi.

Þetta hlýtur að vera algjört kjaftshögg fyrir ESB innlimunarsinna og einnig fyrir ESB elítuna sjálfa sem nú sér alltaf betur og betur að það fylgir enginn vigt eða alvara þessari umsókn.

Gunnlaugur I., 30.8.2010 kl. 22:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÞINGMENN Í ÖLLUM FLOKKUM GREIDDU ATKVÆÐI MEÐ AÐILDARUMSÓKNINNI.

Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með
þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:


Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.

Sátu hjá:


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Óli Björn Kárason
situr nú á Alþingi sem varamaður Þorgerðar Katrínar og hann mun væntanlega greiða atkvæði gegn umsókninni.

Samþykkt á Alþingi 16. júlí í fyrra
: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.


26.8.2010:


Ögmundur Jónasson vill að ríkisstjórnin lifi - Myndband

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ögmundur Jónasson þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Í dag var samþykkt á Alþingi að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð á þingi klofnaði í málinu.

Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna.

Lengi vel var ég á þessu máli, enda hef ég alltaf talið að í grundvallaratriðum lægi ljóst fyrir hvað í boði væri fyrir Ísland og þyrfti engar könnunarviðræður til að leiða það í ljós.

En þótt ég hafi verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. En þótt ég sé á þessu máli eru margir annarrar skoðunar og vilja láta reyna á í viðræðum hvað við fengjum. Gott og vel, þá gerum við það.

Þannig hef ég hugsað síðustu misserin. Þess vegna var ég reiðubúinn að fylgja þeirri tillögu að ná í samningsdrög til að kjósa um.

Í ræðu minni á Alþingi í gær gerði ég grein fyrir þessari afstöðu minni. Jafnframt því  hve arfavitlaust ég teldi það vera að ganga inn í ESB.

Er einhver mótsögn í þessu?
Nei, ekki nokkur.

Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum?
Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."

ESB reynir á Vinstri græna

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halla Gunnarsdóttir, sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að mörgum framsóknarmönnum sé heitt í hamsi vegna afstöðu Guðmundar Steingrímssonar í Evrópusambandsmálinu en hann hyggst greiða atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um að gengið verði til aðildarviðræðna við bandalagið.

Framsóknarflokkurinn hefur farið nokkra hringi í þessu máli, eins og stundum vill verða í þeim ágæta flokki.

Hvað sem því líður virðist afstaða Guðmundar og Sivjar Friðleifsdóttur vera mun meira í takti við niðurstöðu flokksþings Framsóknar en afstaða annarra þingmanna flokksins, sem ætla sér að greiða atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda atkvæðagreiðslu.

Vilji flokksþings Framsóknar var skýr


Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum sem blaðamaður Morgunblaðsins. [...]

Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt. Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi. Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."

"Tvöfalda leiðin var lítið rædd

Ég minnist þess ekki að í löngum og fræðandi umræðum á flokksþingi Framsóknar hafi nokkur þeirra þingmanna, sem nú vilja greiða atkvæði með Sjálfstæðismönnum, komið í pontu og lagt til að fremur yrði farin leið tvöfaldrar atkvæðagreiðslu. Misminni mig skal ég gjarnan leiðrétta það.

Sjálfstæðisflokkurinn
samþykkti hins vegar tvöföldu atkvæðagreiðsluleiðina á sínum landsfundi og stendur fast við þá afstöðu.

Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum
, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald.

Þess vegna kemur ekki á óvart að þingmenn VG greiði sumir atkvæði með tvöföldu leiðinni en aðrir með tillögu ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli fyrirliggjandi samnings, þegar þar að kemur.

Persónulega tel ég að það skipti ekki höfuðmáli hvort haldin verði ein eða tvær atkvæðagreiðslur. Hins vegar er þetta mál þannig að kominn er tími til að leiða það til lykta á lýðræðislegan hátt. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð verður stigið þegar þingmenn ganga til atkvæða á Alþingi í dag."

Virðum ólíkar skoðanir gagnvart ESB

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Steingrímur áréttaði í atkvæðagreiðslunum að það væri grundvallarstefna flokksins að það þjónaði ekki hagsmunum Íslands að gerast aðili að ESB.

"Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.

Hann sagði að þingmenn Vinstri grænna væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: "Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins.""

Ríkisstjórninni falið að leggja inn umsókn um aðild að ESB

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:19

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svandís Svavarsdóttir þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu."

Fjölþætt sannfæring - Myndband

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Jakobsdóttir 21. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir alþingiskosningarnar:

"Gallar við tvöföldu leiðina

"Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar, því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín.

"Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir, bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín."

Katrín Jakobsdóttir - Leysa þarf málið með þjóðaratkvæðagreiðslu og gallar eru á tvöföldu aðferðinni

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:21

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Þór Sigurðsson 3.7.2010:

"Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda.

Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið."


Ísland og Evrópusambandið – þjóðarumræða eða þöggun?

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:23

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn Valur Gíslason 20. júlí 2009:

"Sú undarlega umræða hefur komið upp að ekki sé við hæfi að ESB andstæðingar komi að viðræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Sér í lagi hafa menn verið að nöldra út af því að ESB andstæðingurinn Jón Bjarnason sé ráðherra í mikilvægu ráðuneyti þar sem einna mest mun mæða á að standa vörð um hag mikilvægustu atvinnugreina þessa lands.

Ekki hefur verið minnst á aðra ráðherra Vinstri grænna sem eftir því sem best veit eru allir þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið utan ESB.

Það vill líka þannig til að þó svo að ákveðið hafi verið að láta reyna á að ná samningi um aðild landsins að sambandinu, er ríkisstjórn Íslands samansett til jafns af ESB sinnum og ESB andstæðingum.

Reyndar er ómögulegt að mynda ríkisstjórn á Íslandi með öðrum hætti í dag vegna þess að einlægir ESB sinnar eru einfaldlega í minnihluta í þeim flokkum sem nú sitja á Alþingi, utan Samfylkingarinnar.

Það væri því í hæsta máta furðulegt ef aðeins þeir sem eru fylgjandi málinu ættu að koma að viðræðunum fyrir hönd Íslands en efasemdarfólk ætti að finna sér annað að gera á meðan.

Ég held að lykilinn að því að sætta þjóðina við aðildarviðræðurnar sé sá að tveir andstæðir pólar í þessu stóra máli leiði málið til lykta. Þannig munu öll sjónarmið koma fram og þannig mun þjóðin fá sem skýrasta mynd af því sem í boði er."


Ísland og ESB

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:24

10 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

72% þjóðarinnar er samþykkur aðild, ef ásættanlegur samningur næst Gunnlaugur og hættu þessu niðurrifstali og níðangurslegum ásökunum  

Guðmundur Gunnarsson, 31.8.2010 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband