Leita í fréttum mbl.is

Jón Daníelsson: Sameining hægri og vinstri öfgaafla bestu rökin fyrir ESB-aðild! Vill sjá aðildarsamninginn og taka afstöðu

Jón DaníelssonJón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics sagði í Silfri Egils í dag að bestu rökin fyrir ESB-aðild, væri sú staðreynd að öfgaöflin til HÆGRI og VINSTRI á Íslandi, hefðu sameinast gegn aðild!

Hann sagði að að þyrfti að klára þetta mál og að hann biði eftir því hvað fælist í komandi aðildarsamningi. Þá myndi hann taka afstöðu.

Þá sagði hann að gjaldeyrishöftin væru mestu mistökin sem gerð hafa verið í kjölfar hrunsins. Hann telur að þau geti verið afnumin hratt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sammála honum hérna:"Þá sagði hann að gjaldeyrishöftin væru mestu mistökin sem gerð hafa verið í kjölfar hrunsins. Hann telur að þau geti verið afnumin hratt."

Lúðvík Júlíusson, 28.11.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagfræðingar TELJA nú ýmislegt!!!

Gjaldeyrishöftunum verður EKKI aflétt á næstunni.

Það er STAÐREYND.

Þorsteinn Briem, 28.11.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini minn, til að geta gerst aðili að ESB þá þarf að afnema gjaldeyrishöftin!!  Þess vegna hlýtur það að vera forgangsverkefni fyrir þá sem eru hlyntir aðild að ESB að finna fljótlega og raunhæfar leiðir út úr höftunum.

Telur þú ekki að Ísland geti gerst aðili að ESB á næstunni?

Lúðvík Júlíusson, 28.11.2010 kl. 15:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldeyrishöftunum hér verður EKKI aflétt Í EINU VETFANGI á næstunni, hvort sem við Íslendingar fáum aðild að Evrópusambandinu eða ekki.

Þorsteinn Briem, 28.11.2010 kl. 16:17

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þú ert allt of neikvæður Steini.  Við ESB sinnar eigum að vera jákvæðir og drífandi!

Gjaldeyrishöft eru margskonar!  Þessi gjaldeyrishöft hér á landi eru alveg sérstaklega vitlaus og illa gerð!  Það væri góð byrjun að lagfæra alla gallana í þeim.  Það myndi auka traust frjárfesta á Íslandi, sem myndi auka fjárfestingu, auka gjaldeyristekjur og auðvelda afnám haftanna.

Eins og ég hef sagt þér áður þá skylda höftin tekjulága til að skila erlendum fjármagnstekjum sínum til landsins jafnvel þó tekjurnar séu 0,01 evra og kostnaðurinn við það séu 17 evrur!!

Hins vegar ef aðilar eru með háar erlendar fjármagnstekjur td. 1000 evrur innan tveggja vikna þá er hægt að komast hjá skilaskyldunni!

Þú hlýtur að sjá vitleysuna í þessu!  Það hljóta allir að sjá vitleysuna í þessu!

Hvernig væri ef þú hættir að verja höftin og bentir í staðin á allt það jákvæða og góða við ESB aðildina?

Fjórfrelsið er grunnstoð ESB og það er ekki séns að Ísland komist í ESB ef landið uppfyllir það ekki

Lúðvík Júlíusson, 28.11.2010 kl. 19:47

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldeyrishöftunum hér verður AÐ SJÁLFSÖGÐU aflétt.

Þeim verður hins vegar EKKI aflétt Í EINU VETFANGI á næstunni, hvort sem við Íslendingar fáum aðild að Evrópusambandinu eða ekki.

Þorsteinn Briem, 28.11.2010 kl. 20:22

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland getur hins vegar EKKI fengið aðild að Evrópusambandinu fyrr en Í FYRSTA LAGI ÁRIÐ 2013.

Þorsteinn Briem, 28.11.2010 kl. 20:25

9 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þetta verður að gera með samningum við Seðlabanka Evrópu, tengingu krónunar við evru.

Árni Björn Guðjónsson, 28.11.2010 kl. 22:26

10 Smámynd: Elle_

Jón Daníelsson fer með rökleysu: Fjöldi manns vill ekki inn í Evrópuveldið þó hann sé ÓPÓLITÍSKUR og því hvorki til hægri né vinstri í pólitík, hvað þá öfgaafl.  Hann talar þannig öfgalega sjálfur. 

Kannski hann sé sjálfur öfgaaflið sem hann ætlar andstæðingum fullveldisafsals?  Það er ekkert vit í fullyrðingum hans, meginþorri þjóðarinnar vill ekki þangað inn, en meginþorri þjóðarinnar getur ekki verið hægri eða vinstri öfgaöfl.  

Elle_, 29.11.2010 kl. 00:45

11 Smámynd: Elle_

Hann getur líka bara lesið sáttmálann við önnur meðlimaríki og þá veit hann hvað við hefðum, sem er ekkert nema miðstýring og yfirstjórn Evrópusambandsins.

Elle_, 29.11.2010 kl. 00:56

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 29.11.2010 kl. 01:13

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.11.2010:

"Í heimi viðskiptanna eru menn á því að endurreisn atvinnulífsins hefði gengið betur hefðu Íslendingar samið um Icesave-skuldina strax.

Jón Sigurðsson
, forstjóri Össurar hf., velkist ekki í vafa um það mál, eins og fram kom í viðtali Morgunútvarpsins við hann í dag.

Og umræðan í viðskipta- og hagfræðideildum háskólanna hefur verið á þeim nótum allt frá hruni."

Icesave og endurreisn

Þorsteinn Briem, 29.11.2010 kl. 01:18

15 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hér er stutt grein um Evrópska efnahagssvæðið á wikipedia

Hér er stutt grein um fjórfrelsið á wikipedia

Af þessum lestri er ljóst að Ísland uppfyllir ekki tvo þætti fjórfrelsisins(frjálsa för fjármagns og fólks).  Á meðan svo er þá er Ísland ekki á leið inn í ESB á næstu árum.

Það gerast engir galdrar við það eitt að sækja um ESB aðild eða að gerast aðili að ESB.  Það krefst allt vinnu og framsýni.

Það er ekki rétt að halda að Ísland komist inn í ESB án þess að uppfylla fjórfrelsið sem er ein af grunnstoðum ESB og er lykilatriði í að tryggja samvinnu aðildarríkjanna og samruna markaða.

Sem ESB sinna hlýt ég að vera á þeirri skoðun að Ísland eigi að uppfylla alla þætti EES samningsins svo Ísland geti gerst aðili að ESB sem fyrst.

Til að uppfylla EES samninginn þá þurfa núverandi stjórnvöld að vanda hagstjórnina, lagfæra mótsagnir og vitleysu í núverandi gjaldeyrishöftum og senda rétt skilaboð til aðila, jafnt innanlands sem utan.  Þetta er gerlegt!  Viljinn er allt sem þarf!

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2010 kl. 08:13

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Íslendingar verða að afnema gjaldeyrishöftin óháð ESB aðild. Gjaldeyrishöftin verða að vera afnumin svo að Ísland uppfylli skilyrði EFTA aðildar ásamt skilyrðum EES samningins. Þá er ennfremur ljóst að ESB mun krefjast úrbóta á þessu sviði (og öðrum) áður en til ESB aðildar Íslands kemur.

Lausnin er auðvitað vinna íslenskra stjórnmálamanna. Hinsvegar er ljóst að núverandi ástand er óþolandi og þarf að laga sem fyrst. 

Jón Frímann Jónsson, 29.11.2010 kl. 09:15

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.

"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.

Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.

Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 29.11.2010 kl. 12:21

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

Gjaldeyrishöftunum verður EKKI aflétt Í EINU VETFANGI á næstunni.

Þorsteinn Briem, 29.11.2010 kl. 12:22

19 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Steini minn, en höftunum verður breytt til hins betra og síðan afnumin. Geturðu ekki sætt þig við það?

Hvers vegna ertu að eyða svona mikilli orku í að segja að stærstu hindruninni í aðildarumsókninni(gjaldeyrismálið) verði ekki leyst á næstunni?  Við viljum leysa þetta vandamál svo við komumst sem fyrst í ESB!  Ertu andvígur því?

Flestir sem ég þekki, ásamt því fjölmarga fólki sem ég talaði við í kosn. 2009, vilja í ESB til að losna við hafta og sérhagsmunapólitína sem viðgengist hefur hérna á Íslandi.  Það vill ekki heyra að við komumst inn í ESB á einhverjum undanþágum!  Þá er aðild einskis virði!

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2010 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband