Leita í fréttum mbl.is

Skuldugur einkageiri - Ísland með í haustspá ESB í fyrsta sinn

island-esb-dv.jpgÁ Vísir.is stendur: ,,Skuldir einkageirans eru ein helsta fyrirstaða efnahagsbata á Íslandi, samkvæmt haustspá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem gefin var út í dag. Endurskipulagningar skulda er þörf til þess að fyrirtæki geti vaxið, fjárfest og skapað ný störf.

Í tilkynningu segir að þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórn ESB fjallar um Ísland sem umsóknarríki í haustspá sinni. Dýfa hagkerfisins er talin hafa náð botni og vexti spáð í landsframleiðslu, fjárfestingu og einkaneyslu á næsta ári.

Hins vegar hafi skuldir heimila og fyrirtækja hækkað verulega vegna falls gengis krónunnar um nær helming og því verðbólguskoti sem fylgdi. Endurskipulagning hafi tekið langan tíma vegna flækjustigsins og fá heimili hafi nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Áframhaldandi óvissa um skuldastöðu fyrirtækja og heimila geti því hægt á fjárfestingu og einkaneyslu."

Öll fréttin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna í árslok 2008, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 29.11.2010 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband