Leita í fréttum mbl.is

Graham Avery: ESB vill að lönd séu vel undirbúin fyrir aðild að sambandinu

Graham Avery,,Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB.

Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar.

„Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast," segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES."

Þetta segir í frétt á www.visir.is. Öll fréttin er hér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Alltaf gott að fá gagnlegar upplýsingar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.11.2010 kl. 00:18

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Það sem ESB vill,er þeirra mál,það sem við ,sem elskum vort land viljum ekki er að sameinast þeim. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2010 kl. 01:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helga Kristjánsdóttir,

Úr nýlegu bréfi frá vinkonu minni í Litháen, sem nú er EITT AF 27 RÍKJUM í Evrópusambandinu:

"Sveikas Steini!

I AM A PATRIOT
, so I love it's yellow fields full of sowthistles and colzas, green forests and rivers."

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 02:27

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilbrigt fólk eins og Helga og þessi vinkona Steina elskar sitt land.

En þú hefur oft talað niður þitt land með lítilli virðingu, Steini!

Jón Valur Jensson, 30.11.2010 kl. 02:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ég hef einmitt MARGOFT hvatt Íslendinga til að bera virðingu fyrir Íslandi, til að mynda hér á bloggi Ómars Ragnarssonar.

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 02:52

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Annað hefur nú sézt til þín hér á þessu vefsetri, Steini!

En af því að þið voruð með aðra færslu um Avery og hún er "sigin niður" á færslulistanum, er ekki úr vegi að benda ykkur á þetta nánast glænýja innlegg mitt þar – mjög svo nauðsynlegt til að svara ágengri tilraunastarfsemi Averys á Íslendingum!

Jón Valur Jensson, 30.11.2010 kl. 02:58

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ísland er EKKI Íslendingar og ÞÚ hefur talað MJÖG ILLA um FJÖLMARGA Íslendinga hér á Moggablogginu.

Fjölmörg lög hér um náttúru- og umhverfisvernd, svo og mannréttindi, hafa komið frá Evrópu og Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur verið lögfestur hérlendis.

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 03:38

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tala ekki illa um þá sem reynast landinu vel.

Jón Valur Jensson, 30.11.2010 kl. 04:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Þessi yfirlýsing þín fer áreiðanlega á forsíðu Moggans og bjargar honum frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 05:11

12 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hvað er þessi aflóga silkihúfa ESB Elítunnar í Brussel að vilja hér.

Skipaður nánast með aðalstign af sjálfri ESB Elítunni, sem sérstakur "heiðursframkvæmdastjóri" þessa sjálfs upphafna apparats og það sjálfsagt til æviloka, með full hlunnindi og óhóflegum lífeyri til dauðadags.

Haldið þið að þessi silkihúfa sé hlutlaus í sínum umfjöllunum um dýrðir og listisemdir ESB apparatsins.

Ekki takandi mark á einu oprði ESB fígúra hefur að segja.

Gunnlaugur I., 30.11.2010 kl. 09:25

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samtökin Sterkara Ísland (sem ég kalla Veikara Ísland) segja: "Avery hefur gríðarlega reynslu af stækkunarmálum sambandsins og hefur tekið þátt í öllum stækkunarviðræðum þess fram að þessu." – Já, takið eftir þessu. Að sjálfsögðu hefur hans hlutverk þar verið að gæta hagsmuna ESB umfram allt í slíkum viðræðum. Hann er kominn hingað sem áróðursmaður ESB, ekki óháður álitsgjafi; ég hef á Mogga- og Vísisbloggum mínum eftir þáttinn hjá Agli bent á klókindaleg falsrök hans, hvernig hann þegir um staðreyndir (eins og þetta um meintan stöðugleika "reglunnar" um hlutfallslegan stöðugleika) og vogar sér jafnvel að gera mikið úr mikilvægi fjármálastarfsemi fyrir okkur Íslendinga á þessari öld í samanburði við sjávarútveginn, sem hann með hlálegum fullyrðingum segir (og "Let's face it" segir hann) að mál Íslands varðandi ESB snúist ekki um!!!

Jón Valur Jensson, 30.11.2010 kl. 12:39

14 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég tek sko sannarlega undir með því sem að JVJ segir hér að ofan að þessi hégómlega silkihúfa ESB valdsins sem hér er nú staddur er ekkert annað en ótýndur og lymskulegur áróðursmaður ESB Elítunnar fyrir innlumun lands okkar og þjóðar í veldi þeirra.

Ekki orð að marka svona ævilaunaðar silkihúfur sem bera svo þess á ofan eins konar aðalstign frá sjálfri ESB Elítunni. 

Hér er hann aðeins til að blekkja og ljúga í nafni ESB Elítunnar og reyna að færa áður fallnar og uppljóstraðar lygar þeirra í nýjar og seljanlegri umbúðir. 

En sem betur fer þá sér Íslenska þjóðin í gegnum svona skransölumenn ESB valdsins.  Þó svo að einstaka landsölumenn og trúboðar eins og Steini Briem og Jón Frímann tilbiðji svona hégómlega útsendara ESB Elítunnar.

Gunnlaugur I., 30.11.2010 kl. 13:59

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

MÖRLENSKU silkihúfurnar eru náttúrlega LANGBESTU silkihúfurnar!!!

ENGIN
spilling hér á Íslandi, hvorki fyrr né síðar!!!

Gunnlaugur I.
er hins vegar FLÚINN til Spánar!!!

Þorsteinn Briem, 30.11.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband