Leita í fréttum mbl.is

Andri Geir um krónuna og hagvöxt árið 2011

andri-geir-a.gifAndri Geir Arinbjarnarson gerir gjaldmiðilsmál að umtalsefni í pistli á Eyjubloggi sínu og segir þar:

"En hvað með Ísland sem hefur sveigjanlegan gjaldmiðil sem hefur verið gengisfelldur svo um munar til að „leiðrétta“ samkeppnisstöðu þjóðarbúsins?  Við teljum okkur, jú, standa mun betur en jaðarríki evrulandanna, enda felldum við gengið, settum á höft, felldum bankana og réðumst á ríkishallann – allt eftir formúlu mikilla hagfræðispekinga?  Hvers vegna er þá ekki bullandi hagvöxtur hér?  Af hverju er hagkerfið að dragast saman 2010 og aðeins er spáð 1.9% hagvexti 2011 sem sumir telja bjartsýnisspá enda byggð á uppgangi í einkaneyslu?  Af hverju er Ísland enn í hópi þeirra landa þar sem hagvöxtur er hvað hægastur eftir rúm 2 ár frá risagengisfellingu?  Nei, það er ekki nóg að róma hina sveigjanlegu krónu, við megum ekki gleyma skuggahlið krónunnar sem viðheldur fölskum raunveruleika.  En gjaldmiðilinn er aðeins nauðsynlegt tól, án öflugs skipstjóra sem fylgir skynsamlegri og vel markaðri stefnu mun okkur miða hægt áfram eins og tölurnar sýna."

Allur pistillinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef krónan hefði ekki verið sett í höft og fengið að lækka eins og hún hefði átt að gera, þá hefði hún styrkst aftur og "vondu krónurnar" hefðu fengið að fara burt.

Núna búum við við höft og fyrirtæki fjárfesta ekki á Íslandi nema þau fá undanþágu.

Össur er á förum.

Ríkisstjórnin verður að fara að hugsa sinn gang.

Horfum á gengi annara gjaldmiðla.  Þeir féllu en réttu svo úr kútnum.

Krónan var sett í höft þegar hún var að falla og vondu krónurnar voru að fara úr landi.

Höftin voru sett á röngum tíma og með röngum formerkjum.

Það þarf núverandi ríkisstjórn að glíma við.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 00:16

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Sú hugmynd að hægt sé að handstýra gengi Krónunnar er barnaleg, samt virðast alsgáðir menn telja að það sé hægt. Sannleikurinn er sá að einungis eru tvær peningastefnur í boði. Annað hvort er gengið fljótandi og efnahagskerfið stöðugt í uppnámi, eða gengið er fast og stöðugleiki ríkir, að minnsta kosti af völdum gengisbreytinga.

  

Það fyrirkomulag sem hérlendis hefur verið selt sem fastgengi, nefna alvöru hagfræðingar gengis-tyllingu. Hvort gengið fellur eftir samfelldum ferli eða í stökkum skiptir engu máli, fyrir heilbrigði hagkerfisins.

 

Eina leiðin til að koma á föstu gengi er undir stjórn myntráðs. Þetta er betri gengisfesting en upptaka Evru eða Dollars. Stöðugleikinn fæst með notkun bæði Evru og Dollars sem stoðmynta, fyrir innlandan gjaldmiðil undir stjórn myntráðs.

 

Galdurinn er að nota myntirnar til helminga (50%EUR+50%USD). Með þessu móti jafnast alþjólegar sveiflur fullkomlega út, því að í okkar heimshluta eru þessar tvær myntir ríkjandi.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2010 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband