Leita í fréttum mbl.is

Elvar Örn Arason í FRBL um ESB-málið: Hefjum málefnalega umræðu!

Elvar-Örn-ArasonElvar Örn Arason, framkvæmdastjóri Sterkara Ísland, ritar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið og segir þar:

"Sjálfsmynd Íslendinga er evrópsk og almennt skipum við okkur á bekk með öðrum Evrópuþjóðum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst fyrst og fremst um pólitíska framtíðarsýn. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki hefur haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi virkan þátt í Evrópusamstarfinu. Frá árinu 1994 hefur Ísland verið tæknilega aukaaðili að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Það þýðir að við tökum upp stóran hluta regluverksins, án þess að sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar.

Nú er tími til kominn að umræðan fari að snúast um þau málefni sem mestu máli skipta. Þau veigamestu eru sjávarútvegs-, neytenda-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldeyrismál, einnig þarf að eiga sér stað umræða um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og fullveldið á tímum hnattvæðingar.

Mikilvægt er að við förum að tala um þær umbætur á íslensku samfélagi sem þurfa að eiga sér stað alveg óháð því hvort að við göngum í sambandið eða ekki. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var mikið fjallað um nauðsyn þess að efla stjórnkerfið á Íslandi. Einhendum okkur í þær umbætur sem eru nauðsynlegar og látum aðrar bíða, þar til að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir.

Kjósendur eiga rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Hefjum málefnalega umræðu.

Öll grein Elvars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband