Leita í fréttum mbl.is

Þýskaland, Frakkland og Belgía rífa Evrusvæðið áfram

Financial TimesFram kemur í Financial Times í dag að Evrusvæðið er aldeilis að taka kipp þessa dagana, en fjölmargar vísitölur sem mæla vöxt í hagkerfum Þýsklands, Frakklands og Belgíu, tóku verulegan kipp í byrjun ársins.

Til að mynda er spáð um 2.8% vexti í Þýskalandi á þessu ári og almennt telja sérfæðingar ýmis vaxtarskilyrði nú þau bestu í 15 ár.

Frétt FT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið eruð aldeilis sjálfumglaðir og sperrtir með ykkur núna þó svo að höfuðbólið sjálft Þýskaland og 2 önnur ríki af samtals 27 ríkjum Evru svæðisins, lagi nú aðeins efnahagslega stöðu sína.

Á meðan eru samt sem áður fjölmörg önnur lönd og svæði Evru svæðisins ennþá rjúkandi rústir og með ESB/AGS skuldaklafann um hásinn og atvinnu- og athafnalíf landanna nánast gjaldþrota góss ! 

Þessi nýtilkomni og tímabundni uppgangur í Þýskalandi hjálpar þessum og fleiri ESB/EVRU ríkjum lítið eða alls ekkert.

Þau eru og verða jafn illa sett eftir sem áður. 

Síðan má benda ykkur á að samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Allensbach-Stofnunarinnar í Þýskalandi þá bera Þjóðverjar nú minna traust til ESB apparatsins og Evrunnar en nokkurn tímann áður.

Heil 63% þeirra sem svöruðu sögðust bera "lítið eða ekkert traust" til ESB apparatsins.

Heil 68% svarenda báru "lítið eða ekkert traust" til Evrunnar. 

Svo ætlið þið að telja okkur trú um að okkar landi og þjóð væri betur borgið í þessu vesæla ESB apparati, frekar en sem myndugleg og sjálfstæð, fullvalda þjóð.

Þegar almenningur þessara landa er sjálfur löngu búinn að missa trúnna á þessu uppskrúfaða ESB Elítu apparati og þeirra miðlæga sjálfhverfa og ónýta gjaldmiðli

Ég bíð enn eftir að þið hættið þessari vonlausu og óþjóðlegu áróðursiðju ykkar hér fyrir ESB apparatið og breytið þessari Evrópusíðu ykkar í alþjóðlega mataruppskriftarsíðu með Evrópsku ívafi. 

Gunnlaugur I., 26.1.2011 kl. 19:43

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott mál - við í ESB - ekki vafi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2011 kl. 16:58

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

GI: "Sjálfumglaðir og sperrtir" Þetta eru bara staðreyndir.

Og við erum að bíða eftir að þú finnir þér eitthvað annað "apparat" en tölvu að eiga við! Mælum að minnsta kosti með prentvillupúka!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 27.1.2011 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband