Leita í fréttum mbl.is

Mikill meirihluti vill nýjan gjaldmiðil

Ein krónaStöð tvö birti þessa frétt um gjaldmiðilsmál í fréttum í gærkvöldi. Látum myndirnar tala.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fleiri og fleiri að skilja það sem máli skiptir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.3.2011 kl. 01:08

2 identicon

Skilur fólk það ekki þegar það horfir á klinkið í buddunni sinni?

Stórir peningar sem eru lítils virði.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 01:17

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Langflestir velja samt krónuna. Því að ekki var spurt hvaða gjaldmiðil villtu þá frekar en krónu.

Svo sem íslenska krónu, US dollar, Evru, Norska krónu Svissnenskan franka eða einhvern annan gjaldmiðil. Ekki er vitað um skiptingu þarna á milli.

Reynt er að stilla dæminu svona einstrengislega og þröngt upp til að sýna að hinn valkostur þessara 60% sé aðeins Evran.

ESB trúboðið kann trixin til þess að áróður þeirra leggist sem skást út fyrir ESB áróðurinn og málsstaðinn sem þeir þjóna og fá nú í mörgum tilfellum greitt fyrir að þjóna.

Hvað ætli Írar segi um sína fínu helfrosnu Evru sem er þá lifandi að drepa og ESB apparatið sem með "hjálparhendi" sinni hengdi á þá drápsklyfjar lána á okurvöxtum til að bjarga ECB bankanum og hrynjandi bankakerfi Evrópusambandsins.

Alls ekki til að bjarga írum sjálfum eða landinu þeirra, nei aldeilis ekki !

Evran er sennilega alversti gjaldmiðill sem við gætum tekið upp í staðinn. Ef við skiptum krónunni okkar út fyrir einhvern annan gjaldmiðil.

Gunnlaugur I., 1.3.2011 kl. 10:47

4 identicon

Gunnlaugur I:  Gaman að sjá þig.  Við búum núna sjálfir við stöðugan gjaldmiðil.  Það er, það er engin verðbólga og verðlag er því stöðugt.

Þú manst líklega eftir því þegar þú bjóst á Íslandi að vöruverð hækkaði reglulega, afborganir hækkuðu mánaðarlega o.s.frv.

Það getur auðvitað ekki haldið áfram.  Það þarf stöðugleika hjá fjölskyldum. 

Þú hlýtur að sjá það að ríkið færði reikninginn fyrir hrunið að stóru leiti á einstaklinga og fjölskyldur á Íslandi.

Spænska ríkið hefur ekki þann möguleika nema að litlu leiti, miðað við íslenska ríkið.

Ef þér finnst það vera gott að ríki hafi þann möguleika að velta sínum reikningi beint yfir á fjölskuyldur og einstaklinga, þá er krónan og staðan á Íslandi góð.

En ég veit það að þú ert ekki á þeirri skoðun.

Það má deila um evruna.  Það er deilt um evruna.  En til þess að einstaklingar og fjölskyldur fái stöðugleika, þá er best að taka upp þann gjaldmiðil sem okkar helstu viðskiptalönd hafa.  Það er í dag evra.

Við vitum báðir hvað við erum eiginlega heppnir að búa erlendis.

Lín sendi mér fyrir nokkrum árum reikning upp á 76 þúsund.  Hann er núna yfir 100 þúsund.  það er enginn stöðugleiki.  Honum þarf að ná.

Vegna þess að ríkið stendur sig ekki, þá þurfum við, einstaklingar, að  þrýsta á ríkið að taka upp gjaldmiðil svo að ríkið geti ekki bara gjaldfellt okkur.

Bið að heilsa til Spánar.  Það er að byrja að vora í Berlín.  Það er búið að vera alveg svakalegt frost hérna. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 10:57

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammala stefani

Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband