Leita í fréttum mbl.is

Ógnar ESB landbúnaði á Orkneyjum og þar með fæðuöryggi í öllu Skotlandi?

bændablaðiðNýtt eintak af Bændablaðinu kom út fyrir nokkrum dögum. Þar er stórkostleg frétt á forsíðu:

Óvissa um CAP og styrkjakerfi ESB: Orkneyjingar hafa áhyggjur framtíð landbúnaðar.

Fréttin hefst svona: "Á Orkneyjum eru nú uppi veruleg óvissa varðandi framtíð landbúnaðar á eyjunum og áhyggjur af skertu fæðuöryggi í Skotlandi." Blaðið splæsir svo næstum opnu í greinina, en síðan kemur fram í henni að erfitt er að bera saman reynslu bænda á Orkneyjum og væntanleg áhrif landbúnaðarstefnu ESB á íslenskan landbúnað! Hvert er þá markmiðið?Vá!

Okkur er spurn: Hvaða eyjar ætlar Bændablaðið að finna næst til þess að geta skrifað eitthvað neikvætt um ESB?

Á Orkneyjum búa um 20.000 manns, eða álíka margir og á Akureyri og nágrenni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það að finna einhvað neikvætt við ESB. Getið þið sagt mér einhvað pósitíft um ESB. Hvernig voru hlutir áður og hvernig eru þeir núna. Er líf betra í þessum 27 ESB löndum eða er það verra. Eru lög strangari í dag en þau voru áður en ESB kom til sögunar. Eru lönd skuldugri núna en þau voru fyrir ESB. Þið þarna á Evrópusamtökunum. Hvað er svona áhugavert við að bindast 27 löndum og láta þá stjórna okkar viðskiptum og lífi í stað þess að vera frjáls með að eiga viðskipti við 197 lönd. Ég skil ykkur ESB sinna ekki. Kannski er þetta einhvernskonar geðklofi. Í alvöru skýrið þetta út fyrir mér.

Valdimar Samúelsson, 29.6.2011 kl. 23:06

2 identicon

Ég veit ekki hvort samtökin geti það.

Að vera í ESB er að þar búum við við frelsi.  Öðruvísi frelsi en á Íslandi.  Við erum ekki bundin við neitt.

Á Íslandi eru höft, boð og bönn.  Í engu ESB landi er það þannig.

Á Íslandi geta yfirvöld gefið fjármagnseigendum peninga án þess að nokkur einasti maður tali um það.  Ekki einu sinni Evrópusamtökin.

Seðlabankinn gefur peningamönnum krónur, þ.e. fyrir eina evru fá þeir 210 krónur á meðan að fyrirtæki og þú fá aðeins 165 krónur.

Því fyrr sem Ísland kemst í ESB því betra fyrir alla.

Við þekkjum aðeins það lýðræði sem við höfum búið við.  Ég hef búið í Þýskalandi og Íslandi með millibili og mér blöskrar "lýðræðisvitundin" á Íslandi.

Fyrst ríkið, svo einstaklingurinn.  Þannig er frelsið á Íslandi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 00:37

3 Smámynd: The Critic

Skotland er ekki land, Skotland er partur af Bretlandi.

The Critic, 30.6.2011 kl. 01:16

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Stefán! Er til margskonar frelsi? Við viljum ráða okkur sjálf. Eftir hrunið erum við reynslunni ríkari.  Auðlindirnar ætlum við að nýta sjálf til framfara fyrir þegna okkar punktur.

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2011 kl. 04:34

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Stefán minn, þú getur ekki verið þekktur fyrir þetta bull.

Eins og þú varst þó búinn að taka miklum framförum nýlega.

Jón Valur Jensson, 30.6.2011 kl. 05:54

6 identicon

Helga og Jón Valur:  Það er hægt að ræða lengi um frelsi.  Það vitið þið.  Frelsi er ekki alls staðar það sama og þó að sumir eru ekki jafn frjálsir og aðrir finnst þeim þeir samt vera frjálsir.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 06:59

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Stefán. Ég hélt að það væri mesta frelsi á íslandi en hér gerðu menn bókstaflega allt það sem þeir vildu. Menn seldu auðlindir s.s. orku og vatn erlendum án þess að spyrja kóng né prest. Hér selja útgerðarmenn óseldan fisk og braska með leiguréttindi sem þeir mega ekki samkvæmt stjórnarskránni. Hér brjóta pólítíkusar lög og stjórnarskránna. Hér fá Börn að gera það sem þau vilja. Þetta minnkar ekki eftir ESB en við erum sjálf með aðra vitund eftir hrun og við högum okkur ekki eins og þau út á meginlandinu þegar þau tjá sig gegn stjórn landana og brenna allt sem hægt er að brenna. Sigurður. Ég myndi nú ekki velja ESB vegna frjásræðis en það e ekki endilega sem við viljum.

Valdimar Samúelsson, 30.6.2011 kl. 07:51

8 Smámynd: The Critic

Helga: Við höldum okkar auðlindumog notum þær sjálf. ESB kemur ekki nálægt þeim þrátt fyrir aðild. Það vita þeir sem það vilja vita.



Íslendingar gleyma stundum að athuga hvaðan frelsið sem við lifum við kemur. Það er frelsi að geta búið og starfað allstaðar innan ESB, geta farið í nám í skóla annarstaðar í Evrópu án þess að þurfa til þess landvistarleyfi, vera sjúkratrygður og eiga rétt á læknisþjónustu innan ESB. Hvaðan kemur þetta frelsi? Jú það kemur frá ESB og við tökum það upp í gegnum EES. Án EES og ESB værum við fangar í eigin landi. Þetta eru bara örfá dæmi.
Með fullri ESB aðild myndi frelsið aukast enn meira þar sem hægt væri að stunda viðskipti við önnur ESB lönd án afskipta tollayfirvalda, ferðast til útlanda án þess að þurfa að láta tollinn gramsa í töskunum við heimkomu. ESB aðild er ein sú mesta kjarabór sem íslenskum heimilum mun standa til boða fyrr og síðar.

Engin hefur getað komið með nein rök fyrir því hvernig ESB aðild muni skerða hag heimilana í landinu.
Allt tal um afsal fullveldis er ómálefnalegt froðusnakk. 

The Critic, 30.6.2011 kl. 12:30

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ísland er land hafta og afturhaldsafla.

Óskar Þorkelsson, 30.6.2011 kl. 12:32

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskt fæðuöryggi BYGGIST Á INNFLUTNINGI á meðal annars dráttarvélum, kjarnfóðri, tilbúnum áburði, illgresis- og skordýraeitri, heyrúlluplasti og olíu en ekki torfi og grjóti Bændasamtakanna.

Íslensk fiskiskip nota að sjálfsögðu einnig olíu og langflest íslensk fiskiskip eru smíðuð á Evrópska efnahagssvæðinu.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla hér niður allir tollar á vörum frá Evrópusambandslöndunum.


Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Geymsluþol nýmjólkur er of lítið til að það borgi sig að flytja hana hingað með skipum þúsundir kílómetra frá öðrum Evrópulöndum og of dýrt yrði að flytja mjólkina með flugvélum.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna árið 2009 og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Flutt voru út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Og flutt voru hér út 1.589 lifandi hross, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Þorsteinn Briem, 30.6.2011 kl. 13:22

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.

Sérstaklega er þó útflutningsverðmætið meira en það var.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

Útflutningurinn hefur
með öðrum orðum aukist hröðum skrefum og miklu hraðar en innflutningur á landbúnaðarvörum."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 30.6.2011 kl. 13:46

13 identicon

Bændur hér á landi þurfa varla að hafa áhyggjur af innfluttu kjöti  þar sem það yrði næstum að vera gefins til að það borgaði sig að flytja þetta yfir hafið.

Þess utan er slatti til af frosnum nautalundum í stórmörkuðum merkt Þýskalandi en er þó efins að það sé upprunaland en þær ber ég ekki saman miðað við þær innlendu að bragðgæðum.

Danskir bændur eru á hausnum vel flestir en samkvæmt fjölmiðlum þar er það ekki ESB sem þar veldur heldur aukinn fóðurkostnaður og minni sala og eins í kjúklingum.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 14:55

14 identicon

Einu lykilatriði gleymdi ég alveg og það eru laun okkar hér á landi ef við förum þarna inn.  Háskólamenntaður maður í Grikklandi er með 700 evrur í mánaðarlaun óvíst hvort að það er fyrir skatta eður ei en mér finnst rétt að menn velti þessu fyrir sér mjög alvarlega.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 14:57

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er nikkuð fyndin grein í Bændabl. og alveg þess virði að lesa hana. Segir ma.:

,,Heil kynslóð bænda og embættismanna á Orkneyjum þekkir ekki annað umhverfi í landbúnaði á eyjunum en það sem landbúnaðarstefna ESB hefur mótað. Samanburður við fyrri tíma er því erfiður.

Engu að síður telja þeir áhrifin hingað til hafa verið jákvæð í flestu tilliti."

Það er nefnilega það. ,,Jákvæð". Sem vonlegt er.

En adni og meginframsetning Bændabl. er að væntanlegar séu ógurlegar breitingar maður á CAP og eg veit ekki hvað og hvað og lagt útaf því - en ekki hinu að þeir Orkneyjarrbændur eru alveg í skýjunum þarna í EU. Alveg í skýjunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.6.2011 kl. 15:41

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju miðaðiru ekki við laun í svíþjóð eða danmörku Þór ?

Óskar Þorkelsson, 30.6.2011 kl. 16:34

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vorið 2005 eyddi ég 300 þúsund íslenskum krónum í tveggja vikna ferð til Grikklands en vorið 2009 hefði þessi ferð kostað mig tvisvar sinnum meira, um 600 þúsund krónur, vegna gengishruns íslensku krónunnar.

Ítölsk vinkona mín fór til læknis í Tyrklandi nú í vikunni og hann sagðist hafa fjögur þúsund evrur í mánaðarlaun, sem eru 660 þúsund íslenskar krónur.

Vinkonunni þótti hins vegar lítið til koma. "Ég eyði fjögur þúsund evrum á viku."

Og fyrir nokkrum vikum var ítalska vinkonan í New York, enda hefur evran HÆKKAÐ um 60,94% gagnvart Bandaríkjadal frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

Við Íslendingar kaupum meðal annars olíu í Bandaríkjadollurum.

Verðvísitala bíla hækkaði hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007
til ágúst í fyrra, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs
, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 87,5% frá ársbyrjun 2001.

Og verðtrygging hér FELLUR NIÐUR með upptöku evru.

Laun manna og kaupmáttur er að sjálfsögðu mjög mismunandi eftir löndum, einnig í Evrópu.

Þannig eru matvæli mun ódýrari í framleiðslu í Suður-Evrópu en Norður-Evrópu og ódýrara að reisa hús í Grikklandi en hér á Íslandi.

Mörg þúsund Evrópubúar hafa flust hingað síðastliðinn áratug til að vinna bæði láglauna- og hálaunastörf, til að mynda í fiskvinnslunni um allt land, ræstingum og CCP hér í Reykjavík.

Menntun Íslendinga er 11% undir meðaltali OECD


Evrópska efnahagssvæðið er sameiginlegur vinnumarkaður
og það breytist ekkert við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Noregur er einnig á Evrópska efnahagssvæðinu
og meirihluti Íslendinga hefur engan áhuga á að segja upp aðild Íslands að svæðinu.

Þeir sem hafa þokkalegar tekjur geta að sjálfsögðu haldið áfram að kaupa íslenskt nautakjöt, enda þótt það yrði dýrara í verslunum hér en erlent, og lambakjöt verður ekki flutt hér inn í nokkrum mæli, enda þótt Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu.

Hins vegar myndi svínakjöt og kjúklingar lækka töluvert í verði hér vegna tollfrjáls innflutnings frá öðrum Evrópulöndum og sala á þessum vörum því aukast í verslunum hérlendis.

Og tollur á íslenskum landbúnaðarvörum félli niður í Evrópusambandslöndunum.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna árið 2009 og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Sjálfstæðisflokkurinn getur hins vegar haldið sig við íslenskt nautakjöt framleitt með evrópskum dráttarvélum, kjarnfóðri, tilbúnum áburði, heyrúlluplasti og olíu.

Þorsteinn Briem, 30.6.2011 kl. 16:56

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það hefði verið miklu áhugaverðara ef Ólafur Dýrmundson hefði lýst hvað fram fór á ráðstefnunni sem tilefni ferðar var, þ.e. um norræna kindastofna.  Rástefnan fór fram á North Ronaldsey.

þar er einmitt kindastofn sem er sérstakur vegna einangrunnar (friðaður held ég bara) og það er alveg sláandi hvað kidurnar eru líkar íslensku kindunum.  þ.e.a.s. alveg sérstaklega fyrir 30-40 árum eða svo áður en hin mikla ræktun hófst hérna.  Hugsa að þær lifi mest á fjörunni þarna á Ronaldsey, þara oþh. 

http://en.wikipedia.org/wiki/North_Ronaldsay_(sheep)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.6.2011 kl. 17:04

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Viðræðum Evrópusambandsins við Króatíu um aðild að sambandinu lauk formlega í dag og Króatía verður væntanlega 28. ríkið sem fær aðild að sambandinu.

Stefnt er að inngöngu Króatíu í Evrópusambandið 1. júlí 2013.

"Dagurinn í dag er sögulegur dagur fyrir Króatíu," sagði utanríkisráðherra landsins, Gordan Jandrokovic , en viðræðurnar hafa staðið yfir í sex ár.

Nú þurfa aðildarríkin 27 að samþykkja inngöngu Króatíu og eins verður að fá samþykki heimafyrir."

Viðræðum er lokið um aðild Króatíu að Evrópusambandinu


Ísland gæti einnig fengið aðild að Evrópusambandinu 1. júlí 2013.

Þorsteinn Briem, 30.6.2011 kl. 18:48

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kostnaður vegna FLUTNINGS á vörum, til að mynda landbúnaðarvörum, hingað til Íslands FRÁ öðrum Evrópulöndum er sá sami og vegna sambærilegs vöruflutnings héðan TIL sömu landa.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna árið 2009 og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Þorsteinn Briem, 30.6.2011 kl. 19:07

21 identicon

Steini:  Er það virkilega svo að það kostar jafn mikið að láta flytja vörur til landsins og frá því?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 20:46

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bændur hér á landi þurfa varla að hafa áhyggjur af innfluttu kjöti þar sem það yrði næstum að vera gefins til að það borgaði sig að flytja þetta yfir hafið."

Þór Gunnlaugsson
, 30.6.2011 kl. 14:55

Þorsteinn Briem, 30.6.2011 kl. 21:07

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það land sem glatar efnahagslegu frelsi sínu er ekki fjálst land nema að nafninu til.Engum dylst að Grikkland með evru í ESB er ekki frjálst land.Efnahagslegar ófarir Íslands, þar með talin gjaldeyrishöftin eru afleiðing af EES samningnum, sem, Ísland treysti á.Vonandi breytist ESB sem fyrst í formlegt auðugt ríki með örugga efnahagslega stjórn þar sem kaupmáttur er mikill svo það geti keypt af okkur vörur á háu verði.Ísland á hinsvegar ekkert erindi í það ríki vegna sérstöðu sinnar, landfræðilegrar og efnahagslegrar og fjárhag almennings á Íslandi er best borgið utan ESB ríkisins í framtíðinni.

Sigurgeir Jónsson, 30.6.2011 kl. 21:41

24 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Engin veit í raun hvað gerist í Grikklandi.Ef landið verður stjórnlaust, mun herinn að sjálfsögðu neyðast til að taka völdin, eins og er að gerast við sunnanvert Miðjarðarhaf. Þá fyrst færi að fara um París og Berlin.

Sigurgeir Jónsson, 30.6.2011 kl. 21:48

25 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Grikkir reyndust Mussolíni og Hitler erfiðir, og hugsanlegt er að Hitler hafi tapað innrásinni í Sovétríkin vegna tafa við að hreinsa til á Balkanskaga.ESB gæti verið í uppnámi vegna Griggja nú.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 30.6.2011 kl. 21:54

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera "Grikkja".

Sigurgeir Jónsson, 30.6.2011 kl. 21:55

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2008 voru flutt hér út 1.800 tonn af kindakjöti og meðalverðið var 471 króna fyrir kílóið.

Vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu myndu tollar falla niður á íslenskum landbúnaðarvörum sem seldar eru til Evrópusambandslandanna.

Þar af leiðandi gæti útflutningur héðan á FULLUNNUM landbúnaðarvörum til Evrópusambandslandanna stóraukist, rétt eins og í Svíþjóð.

Og það sama gildir um FULLUNNAR íslenskar sjávarafurðir.

Hagtölur landbúnaðarins 2010


Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:


"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.


Sérstaklega er þó útflutningsVERÐMÆTIÐ meira en það var.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af FULLUNNUM búvörum.

Útflutningurinn hefur
með öðrum orðum aukist hröðum skrefum og miklu hraðar en innflutningur á landbúnaðarvörum."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 30.6.2011 kl. 22:06

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar
Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 500 milljónir manna sem neyta árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum.

Vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu falla tollar niður á íslenskum sjávarafurðum sem seldar eru til Evrópusambandslandanna og tekjur okkar Íslendinga aukast þegar tollarnir falla niður.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008
og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.

Styrkir
frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.

Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í
útgerð og fiskvinnslu.

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 30.6.2011 kl. 22:38

29 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þú hlítur að vera rosalega heimskur ef þú trúir öllu þessu bulli í sjálfum þér

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.6.2011 kl. 22:48

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marteinn Unnar Heiðarsson,

Ég skrifaði í mörg ár nær daglega alls kyns fréttir og fréttaskýringar í Morgunblaðið og gaf þar vikulega út sjávarútvegsblað ásamt Hirti Gíslasyni.

Enginn
gerði nokkurn tíma athugasemdir við öll þau skrif og manna mest hrósuðu mér Björn Bjarnason, þáverandi aðstoðarritstjóri og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Styrmir Gunnarsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins.

Í þeirra augum ert þú hins vegar fábjáni og fellur þar í flokk með Sigurgeiri Jónssyni, enda þótt þið séuð báðir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 30.6.2011 kl. 23:36

31 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Einhver nafnleysingi sem kallar sig steina brím, heldur  áfram að reyna að draga trúverðugleika Morgunblaðsins niður í svaðið með því að ljúga því að hann hafi unnið á Morgunblaðinu.Honum hefur ekki tekist að koma með nein rök fyrir lygum sínum.

Sigurgeir Jónsson, 1.7.2011 kl. 00:23

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Þú getur skrifað óhróður og lygar um til að mynda mig og bankastjóra Seðlabanka Íslands á þína eigin síðu.

Þorsteinn Briem, 1.7.2011 kl. 00:33

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Grikkir hefðu aldrei átt að fá aðild að Myntbandalagi Evrópu, segir fyrrum fjármálaráðherra Þýskalands, Theo Waigel, í viðtali við Phoenix sjónvarpsstöðina.

Hann segir að Grikkir hefðu aldrei átt að fá að taka upp evruna
, þar sem staða gríska ríkisins var ekki nægjanlega góð.

"Grikkir blekktu og sviku alla," segir Waigel.

Hann segir að ekki hafi verið nægjanlegt eftirlit með Grikklandi en Grikkir tóku upp evru árið 2001. Þremur árum síðar greindu grísk stjórnvöld frá því að fjárlagahallinn hafi verið mun meiri en fyrrverandi ríkisstjórn sósíalista hafði haldið fram.

Grikkir hefðu ekki átt að fá heimild til að taka upp evruna á sínum tíma

Þorsteinn Briem, 1.7.2011 kl. 00:50

34 Smámynd: The Critic

Sigurgeir: Vandamál Grikklands koma ESB og Evrunni ekkert við.

The Critic, 1.7.2011 kl. 01:16

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.6.2011:

Minnst mælist verðbólgan á Írlandi (1,2%) af löndum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og næst þar á eftir koma Noregur (1,6%) og Svíþjóð (1,7%).

Verðbólgan 2,7% á evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 1.7.2011 kl. 01:35

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 9,12%, Kanadadollar um 6,13%, japanska jeninu um 7,82%, breska sterlingspundinu um 5,26%, íslensku krónunni um 7,88%, sænsku krónunni um 2,28% og dönsku krónunni um 0,08%.

Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 60,94%.

Þorsteinn Briem, 1.7.2011 kl. 02:02

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁRALÖNG ÓSTJÓRN hjá Grikkjum, rétt eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum:

Sjálfstæðisflokkurinn - TRAUST efnahagsstjórn, stærsta velferðarmálið!


Framsóknarflokkurinn - ÁRANGUR ÁFRAM, ekkert stopp!

Þorsteinn Briem, 1.7.2011 kl. 02:32

38 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lygar nafnleysingjans " steina brím" halda áfram.Nú Lýgur hann því upp að ég hafi skrifað óhróður og lygar um seðlabankastjóra Íslands.Hann færir ekki fyrir því nein rök, ekki frekar en að hann hafi unnið á Morgunblaðinu.Næsta lýgi frá honum verður væntanlega að hann hafi verið starfamaður Seðlabankans og unnið þar við hlið Jóhannesar Nordal.

Sigurgeir Jónsson, 1.7.2011 kl. 09:37

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo veiztu það, Stefán minn Júlíusson, að sumir eru jafnari en aðrir. Ráðherra Þjóðverja í hinu volduga, löggefandi ráðherraráði ESB í Brussel yrði t.d. miklu jafnari en okkar ráðherra, ef við yrðum svo ógæfusöm að láta narrast inn í þetta stórveldi. Sá þýzki fengi 273 sinnum meira atkvæðavægi en okkar ráðherra og sá brezki 205 sinnum meira en okkar fulltrúi. Við myndum ráða 1/1666 atkvæðavægis í ráðherraráðinu. Hrópið svo húrra, ESB-sinnar, enda treystið þið ekki Íslendingum, hefur mér sýnzt.

Jón Valur Jensson, 1.7.2011 kl. 14:13

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég fjallaði svolítið um þetta í erindi í Útvarpi Sögu í hádeginu; það verður endurtekið kl. 18.00-18.20.

Jón Valur Jensson, 1.7.2011 kl. 14:15

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið hærri og mælist fjórðungur af landsframleiðslu og verðbólga nálgast 8%, að undanskildri skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 1.7.2011 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband