Leita í fréttum mbl.is

Enginn keypti upp laxveiðiár - Kínverji kaupir land - hyggst fjárfesta!

Í morgunútvarpinu á Útvarpi Sögu í gær var rætt við Guðmund Kjartansson, ferðamálafrömuð og spjallið barst að EES-samningnum og hræðsluáróðri andstæðinga hans um að hér myndu útlenskir aðilar kaupa upp allar laxveiðiár og önnur áhugaverð hlunnindi. Guðmundur sagði að EKKERT slíkt hefði gerst!

ES-bloggið vill hinsvegar benda á að með EES-samningum fékk Íslans og Íslendingar markaðsaðgang að Evrópu í magni og umfangi sem aldrei hafði þekkst áður! Tækifæri til viðskipta stórjukust!

Svo eru athyglisverðar fréttir að berast af miklum landakaupum kínversks fjárfestis upp á um 10-20 milljarða, háð samþykki stjórnvalda. Umræddur fjárfestir heitir Huang Nobu og kemur alls ekki frá ESB. Sem er einföld staðreynd!

Á Möltu jukust fjárfestingar Kínverja um 80% eftir aðild. Aðild að ESB kemur því alls ekki í veg fyrir fjárfestingar frá öðrum löndum. Sem er einnig staðreynd!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað með það? Var einhver fullveldissinni að halda því fram, að Bandaríkjamenn eða Brasilíumenn mættu ekki fjárfesta í Þýzkalandi eða á Spáni?

Stuðla ber að erlendum fjárfestingum, en hóflega þó. Ein hliðartegund fólst í jöklabréfunum, við erum enn að reyna að vinda ofan af þeim vanda.

Það er líka eðlileg hófsemi að stemma stigu við ofurfjárfestingum Kínverja hér. Þeir eru nú þegar með langstærsta sendiráðið hér á landi. Eitthvað ætla þeir sér. Með tugmilljarða fjárfestingum kínversks auðkýfings hér gefst þeim trúlega færi á að vera með hundruð samlanda sinna hér. Kinverjar eru að láta smíða mörg stór, ísvarin skip til að nota til siglinga um norðurleiðirnar, norður fyrir Síberíu og Ameríku, inn á Atlantshafið, og Ísland lægi þar vel við, umskipunarhöfn norðan lands eða á Austfjörðum hefur strax verið rædd (ódýrara en að láta dýr, ísvarin skip sigla alla leið á Evrópuhafnir).

Kínverjar huga að sínum hagsmunum og hernaðarmöguleikum langt inn í þessa öld, enda eru stjórnmálamenn þar ekki plagaðir af skammtímahugsun almennings og pólitíkusa sem hugsa flestir lengst til fjögurra ára í senn.

Íhuga ber þessi mál með hliðsjón af vörnum og varnarleysi landsins.

Jón Valur Jensson, 27.8.2011 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband