Leita í fréttum mbl.is

Eyjan: Verður ESB-kosning, kosning um fjárhag fjölskyldna?

EyjanEyjan skrifar:

"„Aðild að ESB varðar leið út úr ógöngum verðtryggingarinnar. Þjóðaratkvæði um ESB verður öðrum þræði kosning um lánaskilmála og fjárhag fjölskyldnanna í landinu,“ segir Jón Sigurðsson, lektor og fyrrverandi viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri.

Hann skrifar pistli á Pressuna í dag um stöðu Evrópumála og áhrif skuldakreppunnar í álfunni á afstöðu íslensks almennings til aðildarumsóknarinnar.

Jón segir meðal annars:

„Er evran ekki fráhrindandi? Svar við þessu er neikvætt þar eð utanríkisviðskipti okkar tengjast mest norðurhluta ESB. Bein tenging við gjaldmiðil útflutningsins er lykill að efnahagslegum stöðugleika hér.

Næst verður spurt: Er ESB ekki að breytast í sameinað stórríki? Fátt bendir til þess enda sterk andstaða innan ESB gegn slíku. Um þessar mundir er rætt um sameiginlega umsjá og framfylgju Maastricht-sáttmálans um peningamál sem ríkin undirrituðu fyrir löngu. Heildarumsvif Brüssel-báknsins verða innan við 5% vergrar landsframleiðslu ESB.

Staða Grikkja væri miklu verri en nú er án evru og ESB: hroðalegt gengishrun drökmu og gjaldeyrishöft, ríkisgjaldþrot löngu orðið og fjöldagjaldþrot fyrirtækja og fjölskyldna, enn meira atvinnuleysi og vöruskortur."

Pistill Jóns á Pressunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Já ef til atkvæðagreiðslu kemur verður þettað kosning um hvort að Íslendingar ráði sjálfir yfir sýnum auðlindum og verði ein ríkasta þjóð heims miðað við höfðatölu á ný eða hvort þeir láta blekkjast af Jóni Sigurðsyni og öllum kratakórnum og afsali yfirráðum yfir auðlindunum til Brussel (Berlínar)og innlimi Ísland inní Þýskaland.Að sjálfsögðu verður þessum háværa minnihluta sem gengur hér erinda Evrópusambandsins ekki að ósk sinni annaðhvort verða aðildarviðræður stöðvaðar (og helst komið lögum yfir þessa landráðamenn )eða þjóðin mun kolfella samninginn í þjóðaatkvæðgreiðslu

Örn Ægir Reynisson, 27.10.2011 kl. 23:36

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Evrópusambandið gerði efnahagsárás á Ísland með þeim afleiðingum m.a. að krónan féll og nú reyna meðhjálparar ESB á Íslandi ( sama fólk og reyndi að blekkja þjóðina til að samþykkja icesave)að nýta afleiðingar gjörða sinna til að telja Íslendingum trú um að eina leiðin út úr ógöngunum sé að ganga í Evrópusambandið.En allir viti bornir menn sjá í gegnum plottið og láta ekki blekkjast.Evrópusambandið ásælist auðlindir landsins. Meðhjálparar ESB hér á Íslandi eru ekki með vinsælari mönnum né heldur taldir mjög trúverðugir eftir það sem á undan er gengið og ættu að hafa vit á því að koma ekki hvað eftir annað í fjölmiðla og auglýsa meðsekt sýna með þeim landráðum sem búið er að fremja.

Örn Ægir Reynisson, 28.10.2011 kl. 00:08

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það væri fínt að stilla atkvæðisgreiðsurnar svona upp.

Kjósa um lífkjör almennings.

Viljið þið vera hlekkjaðir, skuldum vifinn í faðmi verðtryggingar og hárra vaxta. Eða vilja landsmenn betri lífskjör, stöðugleika og lægri vext.

Ég held að það væri augljóst hvað landsmenn mundu kjósa

p.s ESB hefur aldrei seilst í auðlindir í neinu landi. Finnar eiga ennþá sín skógarlendi og U.K og Danmörk eiga sínar olíulindir skuldlaust. Án afskipti ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.10.2011 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband