Leita í fréttum mbl.is

FRBL-leiðari: ESB-málið þvælist fyrir Sjálfstæðisflokknum

Viðbrögðin streyma "inn" eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina og okkur hér á ES-blogginu finnast Evrópumálin að sjálfsögðu mest spennandi, þó ekki megi t.d. gera lítið úr atvinnumálum, sem og fleiri!

Ólafur Þ. Stephensen fjallar um landsfundinn í leiðara FRBL og segir þar: "Evrópumálin halda...áfram að þvælast fyrir flokknum. Það er til dæmis mótsögn í því að vilja skoða hvaða kosti Ísland eigi á nýjum gjaldmiðli og að leggjast gegn því að farin verði nærtækasta leiðin til að skipta um gjaldmiðil; að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu.

Þó var greinilega meiri sáttatónn í sjálfstæðismönnum en á síðasta landsfundi. Afdráttarlausar tillögur um að hætta aðildarviðræðunum við ESB voru þannig felldar. Málamiðlunartillagan sem samþykkt var, um að gera hlé á viðræðum og byrja ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, breytir þó litlu. Hún einkennist af því sama og Evrópustefna Sjálfstæðisflokksins hefur gert um árabil; að reyna að fresta málinu til að halda flokknum saman.

Hvort þessi moðsuða dugir til er hins vegar óvíst, nú þegar aðildarviðræður eru komnar á rekspöl og margir stuðningsmenn (og mögulegir stuðningsmenn) flokksins líta á ESB-aðild sem lykilatriði í endurreisn íslenzks efnahagslífs og samkeppnisfærni atvinnulífsins.
Það verkefni endurkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins að höfða til breiðs hóps og endurheimta fyrri styrk flokksins er því áfram erfitt og snúið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er þá helzt, að sækjast eigi eftir þessari uppnáms-evru!*

Og vert að fórna til þess fullveldinu og beygja landið undir lög stórríkisins og bjóða fiskimiðin föl, svo að Bretar geti nú loksins sigrað okkur í landhelgisstríðunum og aðrir enn ófélegri byrjað hér að skrapa hafsbotninn með verksmiðjutogurum sínum!

Manninum er ekki sjálfrátt, honum Ólafi, gæti maður haldið. Hvað ætli búi að baki?

* Voruð þið nokkuð búnir að lesa þetta: A German magnate, a sober sceptic, writes against the euro ? – Annars eru vitnisburðirnir um hallærisástand evrunnar orðnir fleiri en nokkur hefur tölu á. Þessi gjaldmiðill hentar ekki samsetningarsvæði ólíkra efnahagskerfa.

PS. Og auðvitað yrði hvalveiðum, selveiðum og hákarlaveiðum útrýmt við Ísland – af Esb.!

Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 14:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 1,35%, Kanadadollar um 5,46%, íslensku krónunni 3,74%, sænsku krónunni 2,48% og norsku krónunni 0,46% en lækkað um 0,01% gagnvart breska sterlingspundinu, 4,16% gagnvart japanska jeninu og svissneska frankanum 0,54%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113,35%.

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 15:29

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini byrjaður enn á ný með sínar litlu Esb-evrufréttir.

Veit hann ekki, hve ánægðir Bretar eru að vera án hennar?

Og lízt honum í alvöru vel á ástandið á evrusvæðinu? Grikkland, Ítalía, Spánn, Írland, Belgía, – jafnvel Frakkland er ekki óhult.

Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 15:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, engir Íslendingar tóku hér lán í erlendri mynt, gengi íslensku krónunnar hrundi ekki haustið 2008, engir Íslendingar töpuðu einni einustu krónu vegna gengishrunsins og hér eru ekki gjaldeyrishöft.

Ísland best í heimi! - Myndband

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 16:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson.

Hversu margir Íslendingar lifa á selveiðum og hákarlaveiðum?!

Sjómenn veiða bæði sel og hákarl án þess að ætla sér það sérstaklega og enginn kemur í veg fyrir að það kjöt sé nýtt.

Súrsaðir selshreifar geta því staðið út úr eyrunum á þér nótt sem nýtan dag, enda þótt Ísland verði í Evrópusambandinu.

Hrefnuveiðar hér skapa ENGAR sérstakar tekjur, því hrefnukjötið kemur Í STAÐ kjöts frá íslenskum bændum, sem missa þannig spón úr aski sínum til hrefnuveiðimanna.

Þar að auki eru hvalveiðar hér einungis SUMARVINNA. Íslenskir bændur vinna hins vegar allt árið.

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 16:17

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var enginn að fullyrða það, Steini. Hér og víðar urðu margir fyrir tjóni. Ríkisstjórnin gat vel staðið við "skjaldborgina", en sló henni upp í kringum útrásarvíkinga í stað alþýðunnar, íbúðareigenda sem nú eru að missa húsnæði sitt vegna vanrækslu hennar, sem virðist nú, að Icesave-málinu afgreiddu, hafa þessi tvö forgangsmál: að vinna fyrir skuldsett auðvaldið (með því að leyfa afskriftir fyrirtækja og einstaklinga (vellríkra – og fá að halda gíðarlegum eignum!) upp á milljaðahundruð, jafnvel í gegnum ríkisbankann Landsbankann) og fyrir Esb.-yfirráðatröllið (það ætlar sér ekkert minna en ALLA EVRÓPU).

Getur nokkur andmælt þessu hér, varðandi skilmálana sem Ísland myndi þurfa að undirgangast við undirskrift aðildarsamnings, þ.e. innlimun:

1. Við yrðum að samþykkja alla sáttmála og ÖLL LÖG og ALLT REGLUVERK Evrópusambandsins án undantekninga (ólíkt því sem nú er).

2. Ef það laga- og regluverk rekst í einhverjum atriðum á íslenzk lög, núgildandi jafnt sem viðleitni Alþingis til nýrrar lagasetningar, þá skuli íslenzku lögin VÍKJA.

3. Túlkun á misræmi milli íslenzkra og Esb-laga yrði alveg í höndum Esb., aldrei t.d. í höndum Hæstaréttar Íslands, en æðsta yfirvald Esb-dómstóllinn.

4. Ráðherraráðið getur breytt eða afnumið "regluna" um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða og eins margfaldað tímalengd veiðireynslu-viðmiða hinna ýmsu fisktegunda.

5. Esb-íbúar geta, eftir inngöngu=innlimun Íslands keypt sig inn í íslenzkar útgerðir eða keypt þær upp.

6. Ritstjórinn Ólafur Þ. Stephensen hefur í leiðara lýst sig samþykkan því, að þetta atriði nr. 5 fái hér fram að ganga, lízt bara vel á !

Vinsamlega svarið öllum atriðunum, Esb-innlimunarsinnar!

Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 16:22

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Esb-Steini fer létt með að réttlæta Esb-bann við markvissum selveiðum, hvalveiðum og hákarlaveiðum í atvinnuskyni. Kemur mér ekki á óvart um blessaðan landkrabbann sem blindaðist af sólinni í Brussel.

Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 16:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hundrað og fimmtíu hrefnur eru einungis um 0,3% af hrefnustofninum hér og 150 langreyðar um 0,7% af langreyðarstofninum. Þar að auki er langreyðurin einungis hluta af árinu hér við land og hér voru veiddar einungis 69 hrefnur og 125 langreyðar sumarið 2009.

Langreyðurin heldur sig á djúpslóð og er fardýr, líkt og flestir aðrir hvalir hér við land, og um þessi fardýr gilda alþjóðlegir samningar.

Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35%, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%. Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar.

Norðmenn hafa einnig étið hrefnukjöt en þeir hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.

Og við gætum eingöngu selt langreyðarkjöt til
Japans en Japanir veiða sjálfir stórhveli og verð á hvalkjöti þar myndi væntanlega lækka með auknum innflutningi.

Japanskir hvalveiðimenn yrðu nú ekki hrifnir af slíku og Japanir ráða því sjálfir hvort þeir leyfa innflutning á langreyðarkjöti hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 16:29

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er framtíð í hvalkjötssölu í hungruðum heimi.

Brussel-valdakjarninn á ekki að ákvarða framtíð þessara starfsgreina, ekki segja okkur að sitja eða standa, eins og þeim lízt, en það vilt þú.

Mælir ekki með þér, Steini !

Svo skora ég á þig og aðra að svara atriðunum mínum sex.

Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 17:05

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.11.2011 (síðastliðinn miðvikudag):

"
Talningar á fjölda landsela við  Íslandsstrendur fóru fram í júlí til september síðastliðins á vegum Selaseturs Íslands."

"Að meðaltali sáust um 4.512 landselir en sú tala er mitt á milli talningarniðurstöðu áranna 2003 og 2006.

Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela benda þessar niðurstöður til að landselsstofninn hafi ekki rétt úr kútnum síðan árið 2003.

Skýringar á því geta verið margvíslegar, meðal annars er líklegt að slysaveiðar á sel í fiskinet hafi neikvæð áhrif á landselsstofninn.
"

Selasetur Íslands

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 17:39

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur þekkir ekkert annað en sitt eigið bull um Evrópusambandið.

Enda þekkir Jón Valur ekki Evrópusambandið að neinu leiti.

Hvorki Evrópusambandið eða evran er að fara neitt. Á Íslandi hafa verið stundaðir spádómar um dauða Evrópusambandsins síðan árið 1958 (í það minnsta), en enginn af þeim hefur ræst eða mun rætast.

Þetta eru mörg ár af spádómum sem þjóna eingöngu andlegri fullnæingu fólks sem vill loka Ísland og íslendinga af frá umheiminum.

Jón Frímann Jónsson, 21.11.2011 kl. 22:45

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Frímann fjölmælis- og stafsetningavillumaður hefur engin svör við atriðunum mínum 6. Kemur mér ekki á óvart.

Það er yfrið nóg af sel við landið, Steini, en þú vilt bara ekki leyfa veiðar á honum, af því að Brusselvaldið myndi ekki leyfa það. Sama gildir um atvinnuveiðar á hval og hákarli.

.

Margur er smár, en Steini er stór,

Steini er yfir-fullur haf-sjór

af villu og kúnstugu kopíu-peisti,

karlanginn. Jafnan um öxl sér hann reisti

hurðarás vondan og veldur því ei.

Vonlaust er streð ykkar, Esb-grey!

.

Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 23:47

14 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Stafsetningar-Nasisti og öfgamaður. Ég mælist sterklega til þess að þú haldir kjafti. Enda ertu hvorki mönnum eða kristinni kirkju sem þú svo stundar boðandi.

Miðað við allt ógeðið sem kemur frá þér og ert þar að auki margoft búinn að brjóta almenn íslensk hengningarlög.

 Það er ennfremur margoft búið að svara þessum punktum þínum. Engu að síður þykist þú ekki taka eftir neinu og heldur áfram að hamast í vitleysunni eins og sjálfstæðismaður í peningasjóð.

Rugludallar eins og þú hafið engan rétt á því að haga ykkur svona eins og þið gerið í umræðunni. Engu að síður finnst Evrópusamtökunum það í fínu lagi að leyfa þér að vaða hérna uppi með vitleysuna, þvæluna og lygarar eins og ekkert sé.

Ég fer því fram á það sem meðlimur í Evrópusamtökunum að Jón Valur verði bannaður um aldur og æfi að tjá sig á bloggsíðu Evrópusamtakana. Það er alger óþarfi að gráta yfir slíku, Jón Valur er nú þegar búinn að banna rúmlega 2/3 af öllum þeim sem skrifa inn athugasemdir inn á blog.is hjá sér. Slíkt óþol hefur hann gegn andstæðum skoðunum annarra.

Enda er maðurinn ekkert nema helvítis heigull og aumingi, mannhatari og öfgaðmaður sem sér ekki neitt gott í mannkyninu. Ennfremur sem að Jón Valur hatast í samvinnu og lausn sameiginlegra vandamála. Enda kemur það best fram í þeirri einangrunarstefnu sem Jón Valur og hans líkur aðhyllast. Þeir eru nokkrir á Íslandi og fá alltof mikið pláss í umræðunni og allt er sýnd alltof mikil linkind í umræðunni. Enda er besta ráðið við svona öfgum eins og þá sem Jón Valur boðar ekkert annað en henda viðkomandi í bann og loka á þá þannig að ekkert heyrst í þeim.

Enda koma öfgamenn eins og Jón Valur hérna rangfærslum og sínu hatri fram með því að láta heyra í sér. Þannig virkar þetta og hefur alltaf virkað.

Það ber einnig að eyða bloggi Jóns Vals af blog.is. Enda er þar á ferðinni blogg sem brýtur íslensk hegningarlög án vafa. Það þarf bara einhver að kæra það til lögreglunar svo að hægt sé að senda Jón Val fyrir dómstóla.

Og að endingu Jón Valur....haltu kjafti!

Jón Frímann Jónsson, 22.11.2011 kl. 00:04

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú verður Jón Frímann Jónsson að fræða mig:

1) Hvað er að vera einhverjum boðandi?

2) Hvar hefur "þessum punktum" mínum verið svarað; af hverjum?

3) Hvaðan fekk JFJ þá furðuflugu í höfuðið, að ég sé "nú þegar búinn að banna rúmlega 2/3 af öllum þeim sem skrifa inn athugasemdir inn á blog.is hjá" mér?

4) Leið JFJ svolítið betur, þegar hann hafði rutt út úr sér fáheyrðum og órökstuddum fjölmælunum hér (einkum í 6. klausunni, þeirri lengstu)?

5) Heldur hann, að þetta mæli sérstaklega með málstað hans og Evrópusamtakanna?

6) Er hann alveg viss um, að það sé ekki hann sjálfur, sem Evrópusamtökin gætu verið að hugleiða að loka á eða mælast til að skrifa hér sem allra minnst?

7) Er þetta sérstakt sport hjá JFJ að ásaka mig hástöfum um "rangfærslur", en láta jafnan hjá líða að benda á það, hvaða rangfærslur hann eigi við, og sleppa því vitaskuld að reyna að afsanna það í máli mínu, sem hann heldur vera rangfærslur?

8) Telur hann lögregluna taka mark á órökstuddum ásökunum augljóss fjölmælismanns?

9) Hefur hann lesið doktorsritgerð Gunnars heitins Thoroddsen, prófessors í lögfræði, borgarstjóra, þingmanns og ráðherra: Fjölmæli?

10) Er hann ekki ánægður með að hafa nóg að gera í nótt, meðan ég sef á mínu græna eyra?

PS. Bið lesendur afsökunar á seinu svari; ég var upptekinn við annað og vissi ekki af þessu skyndigosi í eldfjallinu á Hvammstanga eða í Kaupmannahöfn.

Jón Valur Jensson, 22.11.2011 kl. 02:22

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

PPS.

11) Þekkir Jón Frímann Jónsson málsháttinn: "Sannleikanum verður hver sárreiðastur"?

Jón Valur Jensson, 22.11.2011 kl. 02:24

17 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Linkindin í garð öfgamanna eins og Jóns Vals er skaðleg umræðunni, og hefur alltaf verið það. Það er staðreynd málsins.

Þessu er Jón Valur vanur og hrekkur í kút yfir fyrsta kaffibolla dagsins þegar ég svara rugluðum fullyrðingum hans fullum hálsi.

Ég svaraði þér hérna Jón Valur. Hvaða áhrif hafði það ? Nákvæmlega engin svo að ég viti til.  Þetta var gjaldmiðlamál sem ég ræddi þarna vel og vandlega. Evran er ennþá jafn stöðug og hún hefur verið hingað til.

Hérna svaraði ég þér um fullveldið, Ráðherraráð Evrópusambandsins og fleira. Þetta svar hafði nákvæmlega ekki nein áhrif á því.

Enda tekur þú aðeins mark á því sem hentar þínum málflutingi. Ef að það hentar þér ekki. Þá lætur þú eins og það sé ekki til, og heldur bara bullinu áfram og stoppar ekkert.

Hérna svaraði ég líka Jón Vali um fullveldið og fleira. Ennþá eru ekki nein áhrif af þessu svari mínu í fullyrðingum Jóns Vals.

Ég held að ég hafi ekki svarað Jón Vali varðandi Evrópudómstólinn (ECJ). Það skal nú gert hérna.

Hlutverk Evrópudómstólsins er að sjá til þess að aðildarríki fylgi öll sama skilningnum á lögum Evrópusambandsins. Einnig sem að Evrópudómstólinn tryggir rétt borgara og fyrirtækja innan Evrópusambandsins gagnvart Evrópulögum (EU Law). Úrskurðir Evrópudómstólsins (ECJ) eru bindandi fyrir aðildarríki Evrópusambandsins.

Evrópudómstólinn hefur verið til síðan EEC var stofnað árið 1958.

Ég tel víst að Jón Valur muni hunsa þetta svar eins og fyrri svör og halda áfram þessu bulli sínu.

P.S: Þekkir Jón Valur ekki málsháttinn, "Heimskt er heimaalið barn".

Jón Frímann Jónsson, 22.11.2011 kl. 13:07

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég var víst búinn að svara þessu öllu saman nokkrum sinnum (hérna, neðsta svar), en eins og áður segir. Þá heyrir Jón Valur ekkert nema að það henti hans rugluðu sýn á heiminn.

Jón Frímann Jónsson, 22.11.2011 kl. 13:15

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það vantar ekki hrokatóninn í svör þín, Jón Frímann. En ég er nýkominn heim úr löngu streði og svara þessu eftir mína hvíld.

Jón Valur Jensson, 23.11.2011 kl. 00:05

20 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Ég reikna því fastlega með meiri lygum, útúrsnúningum og afneitunum frá þér. Ég er búinn að vísa í svör mín til þín og þar með hrekja þessa hérna fullyrðingu þína.

"7) Er þetta sérstakt sport hjá JFJ að ásaka mig hástöfum um "rangfærslur", en láta jafnan hjá líða að benda á það, hvaða rangfærslur hann eigi við, og sleppa því vitaskuld að reyna að afsanna það í máli mínu, sem hann heldur vera rangfærslur?"

Enda er það svo að þú ert röklaus. Alveg óháð því sterði sem þú telur þig standa í.

Það verður seint upp á ykkur rugludallana logið. Nema því sem þið ljúgið auðvitað.

P.S: Jón Valur, þú ert ekki ennþá búinn að útskýra hérna hvaða lespíusjúkdóma þú átt við.  Ég reikna svo sem ekki með því að þú gerir það frekar varðandi fullyrðingar þínar um Evrópusambandið. Sem eru að sömu gerð, og sömu rökleysu og þarna er á ferðinni.

Tómt bull frá þér eins og áður segir, og það er ekki annars að vænta frá þér. Manni sem hefur það að markmiði að gera Ísland að kristnu ofstækisríki með öfgatrúlög að markmiði. Enda ertu ekkert betri en aðrir öfgamenn sem aðhyllast sama mannhatur og þú gerir og hefur alltaf gert.

Jón Frímann Jónsson, 23.11.2011 kl. 03:43

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert bara ennþá í fína skapinu.

Það hlýtur að vera gaman að vera í kringum þig!

Jón Valur Jensson, 23.11.2011 kl. 04:42

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

Áður bar trippið út Tímann

og tókst á við ástarbrímann,

sótti þá oft í símann

og sagðist þá vera'hann Heman,

og ljúfan þá sagðist líma'hann

í ljúflingsbókina sína,

unz áttaði'hún sig: "Æ, Frímann,

ert þetta þú?" – "Já, Stína."

Þá skellti hún upp úr: "Þú ert, Jón,

svo yfrið bjartsýnn! En hvert, Jón,

byðirðu brúðarsvanna kærum?

– "Til Brussel við beina leið saman færum!"

.

Jón Valur Jensson, 23.11.2011 kl. 05:02

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, afsakið, fljótfærni hér, vanstuðlað í næstsíðustu línu.

Ráðin verður bót á því–––ólíkt því sem nafni minn getur gert við villuhugmyndir sínar um Evrópusambandið–––æ hann auman.

En sáuð þið hvað hann var hrifinn af því að Esb-dómstólinn yrði hér æðsta dómsvald. Hann hefur örugglega verið sæll á svip, er hann setti þau orð í tölvuna sína.

Jón Valur Jensson, 23.11.2011 kl. 05:05

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reyndar líka vanstuðlað í 7. línu–––þvílíkt moð!

Jón, ég fæ enga inspírasjón af þér!

Jón Valur Jensson, 23.11.2011 kl. 05:09

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ég svaraði þér hérna Jón Valur. Hvaða áhrif hafði það ?" segir Jón Frímann, en það var ekki um neitt af mínum sex atriðum hér, heldur evruna og verðbólgu. Ég svaraði því reyndar, unz síðan lokaðist á fleiri svör frá mér.

"Hérna svaraði ég þér um fullveldið, Ráðherraráð Evrópusambandsins og fleira," bætir hann við og vísar á vefslóð, í umræðu þar sem mér vannst ekki tími vegna anna til að koma með lokasvar. En á þeirri vefslóð tekst hann EKKI á við atriði mín hér ofar:

"1. Við yrðum að samþykkja alla sáttmála og ÖLL LÖG og ALLT REGLUVERK Evrópusambandsins án undantekninga (ólíkt því sem nú er).

2. Ef það laga- og regluverk rekst í einhverjum atriðum á íslenzk lög, núgildandi jafnt sem viðleitni Alþingis til nýrrar lagasetningar, þá skuli íslenzku lögin VÍKJA.

3. Túlkun á misræmi milli íslenzkra og Esb-laga yrði alveg í höndum Esb., aldrei t.d. í höndum Hæstaréttar Íslands, en æðsta yfirvald Esb-dómstóllinn.

4. Ráðherraráðið getur breytt eða afnumið "regluna" um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða og eins margfaldað tímalengd veiðireynslu-viðmiða hinna ýmsu fisktegunda.

5. Esb-íbúar geta, eftir inngöngu=innlimun Íslands keypt sig inn í íslenzkar útgerðir eða keypt þær upp.

6. Ritstjórinn Ólafur Þ. Stephensen hefur í leiðara lýst sig samþykkan því, að þetta atriði nr. 5 fái hér fram að ganga, lízt bara vel á !"

Ekkert af þessum atriðum er JFJ að kljást við á tilvísaðri vefslóð.

Af hverju getur hann ekki einfaldlega komið með svör sín BEINT við þeim atriðum HÉR, á skýran hátt? (Ég veit ástæðuna!)

Upp taldar eru vefslóðirnar hans JFJ og ljóst, að enn hefur hann ekki framreitt nein bein svör við skýrum og meitluðum atriðum mínum, sem byggja öll á staðreyndum. Ég mun því áfram og ítrekað knýja á um svör hans við þeim. Hann kemst ekki upp með að vísa út og suður í allar áttir, þar sem engin svör við þessum atriðum er að finna. Fyrstu þrjú atriðin mín koma t.d. skýrt og ómótmælanlega fram í þessari samantekt á þeim grunnatriðum í aðildarsamningi (accession treaty) Svíþjóðar, Finnlands o.fl. landa við Evrópusambandið, aðildarsamningur af okkar hálfu myndi innihalda nákvæmlega sömu grunnatriði um löggjafarmálin, enda eru þau frumatriði "aðildar" ekki umsemjanleg – Evrópusambandið semur sig ekki frá grundvelli sínum.

Jón Valur Jensson, 23.11.2011 kl. 12:49

26 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hérna eru rangfærslur Jóns Vals, í þeirri röð sem hann setur þær fram.

1: Samkvæmt skilmálum EES og EFTA samninganna þá verðum við að taka upp lög ESB sem eru nefnd í EES samningum óbreytt upp í íslenskan lögrétt. Ef það er ekki gert. Þá jafngildir það uppsögn EES samningins. Lög EFTA verðum við að taka upp vegna aðildar okkar að EFTA frá árinu 1970.

2:  Þetta gildir einnig í dag. Íslendingar eru bundir af niðurstöðu ESA og EFTA dómstólsins. Lög EES og EFTA hafa hærri stöðu gagnvart íslenskum lagarétti vegna alþjóðlegar stöðu þeirra, en einnig vegna þeirra alþjóðlegu samninga sem íslendingar hafa nú þegar samþykkt.

3: Túlkun á lögum ESB varðandi EFTA ríkin og EES samningisns er í höndum EFTA dómstólsins og ESA. Þeirra niðurstaða er oftar en ekki sú sama og ECJ. Deiluatriði varðandi EES samningin fara yfirleitt aldrei fyrir íslenska dómstóla, og hafa í raun aldrei gert það. Þarna yrði því engin breyting frá því sem nú er. Nema það að dómsvaldið varðandi lög ESB mundi færast frá ESA og EFTA yfir til ECJ.

4: Nei, það getur það ekki. Ráðherraráðið er samansett af kjörnum ráðamönnum aðildarríkja ESB. Samkvæmt sáttmálum ESB þá hafa allir ráðherrar seturétt og ákvarðanarrétt á þessum fundum ef það varðar þeirra málaflokk. Þessi fullyrðing þvín er því ekkert nema hreinræktuð lygi. Einnig sem að Ráðherraráðið getur ekki tekið ákvarðandi einhliða. Til þess að ákvörðun Ráðherraráðs ESB sé samþykkt þarf bæði samþykki Evrópuþings ESB og einnig Framkvæmdastjórnar ESB.

5: Íslenskar útgerðir hafa núna undanfarin áratug (frá því að Ísland gekk í EES) keypt sig inn í erlendar útgerðir innan Evrópusambandsins og eru þar stóreigendur að þeim kvóta sem þar er úthlutaður. Þetta hérna atriði er því bara hræðsluáróður. Einnig sem að núverandi kaupbann erlendra aðila á íslenskum útgerðum er byggt á sérlausn sem íslendingar fengu fram í EES samningaviðræðunum á sínum tíma. Þetta er því ekki vandamál og hefur aldrei verið það (nema í hugum ofsóknarsjúkra manna á Íslandi).

6:  Kemur þessu ekkert við því sem þú hefur verið að fullyrða hérna.

Jón Valur. Þér hefur verið svarað beint, margoft. Fullyrðing þín um að það hafi ekki verið gert er lygi og ekkert annað. Hinsvegar heldur þú þessu áfram í þeim hroka sem þú svo stundar svo oft. Þú ert röklaus, ruglaður maður og hefur alltaf verið það. Menn sem lifa eins og þú lifa lífi sem byggir á hatri og heimsku. Þetta tvennt fer vel saman í því fólki sem það fær að blómstra.

Jón Frímann Jónsson, 23.11.2011 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband