Leita í fréttum mbl.is

Nei-sinnar kaupa "penna"

penniÁ Moggablogginu má lesa á bloggi einu: "Höfundur, Páll H. Hannesson er félagsfræðingur að mennt og hefur lengi starfað sem blaðamaður, m.a. á danska blaðinu Notat.dk sem sérhæfir sig í skrifum um ESB. Páll, sem fyrrum alþjóðafulltrúi BSRB til átta ára, er vel heima í samskiptum verkalýðsfélaga og ESB. Á síðunni verður fjallað um umsóknarferlið og það gegnumlýst eftir föngum, fjallað um velferðarsamfélagið og ESB og hina fjölmörgu þætti sem snúa að almannahagsmunum.

Heimssýn hefur ráðið Pál til að fjalla hér með málefnalegum og gagnrýnum hætti um ESB. Allt efni er þó á ábyrgð höfundar, enda skrifar hann hér á eigin forsendum og lýtur ekki ritstjórnarlegu valdi af nokkru tagi." (Leturbreyting, ES-bloggið)

Páll fær s.s. borgað frá Nei-sinnum fyrir að segja sínar eigin skoðanir á Evrópumálum. Spurning: Hvað gerist ef hann teflir fram skoðunum sem ganga á skjön við Nei-hreyfinguna? Verður þá dregið af laununum?

En þetta sýnir "svart á hvítu" að Nei-sinnar búast við að umsóknarferlið haldi áfram, annars væru þeir væntalega ekki að "fjárfesta" í Páli, ekki satt? Þetta sýnir einnig að Nei-samtökin hafa efni á að borga fyrir skoðanir.

Evrópusamtökin fagna annars þeirri gegnumlýsingu sem lofað er á þessu bloggi, það heitir með öðrum orðum að ræða málin á opinn og lýðræðislegan hátt. Og það er meira að segja opið fyrir athugasemdir á bloggi Páls! Nokkuð sem Nei-samtökin sjálf gætu tekið sér til fyrirmyndar!

Kannski mun Páll skrifa um þá almannahagsmuni sem felast í lágri verðbólgu, lágum vöxtum og engri verðtryggingu? Þetta ætti hann allt að þekkja frá Danmörku!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er áhugavert... og gaman að hann getur komið kostum og göllum á framfæri

Sleggjan og Hvellurinn, 29.12.2011 kl. 16:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kannski mun Páll skrifa um þá almannahagsmuni sem felast í lágri verðbólgu, lágum vöxtum og engri verðtryggingu? Þetta ætti hann allt að þekkja frá Danmörku!

Á Íslandi hefur þetta lengst af verið og er ennþá svona:

Verðbólga: samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands.

Vextir: samkvæmt ákvörðun þeirra banka sem starfa á Íslandi.

Heimildir til verðtryggingar: samkvæmt lögum frá Alþingi Íslendinga.

Þar sem Páll hefur verið ráðinn til að skrifa um ESB, þá er varla við því að búast hann muni skrifa um íslensk innanríkismál.

En kannski Evrópusamtökin muni hætta að fjalla um hluti sem ekki falla undir það málefnasvið sem samtökin hafa sjálf skilgreint?

 Að stuðla að skipulegri samvinnu þjóða Evrópu... o.s.frv.

Hversu líklegt er það?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2011 kl. 18:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er ekki allt í lagi með ykkur á þessum bænum? Hvað er að því að þessi ágæti maður, málsvari verkalýðs, sé ráðinn til starfa fyrir Heimssýn? Er bannað i ykkar augum að verja fullveldi landsins og réttindi landsmanna? Er það hins vegar heimilt (enda réttlætt af ykkur) að erlent stórveldi dæli hingað hundruðum milljóna króna til áróðurs gegn sjálfstæði landsins og fyrir innlimun í það sama stórveldi? Er líka eðlilegt að ykkar mati, að íslenzkum blaðamönnum séu veittir fríir ferða- og dvalarstyrkir til Brussel, af hinu sama stórveldi (og jafnvel VASAPENNGAR þar á ofan) ?!!! Hvað er það annað en mútur? Er ekki rétt að Fréttablaðið, Rúv o.fl. fjölmiðlar birti nöfn þeirra starfsmanna sinna, sem hafa þannig þegið bitlæinga af þessu Evrópusambandi, svo að lesendur og áheyrendur miðlanna geti varazt umfjöllun þessara manna framvegis?

Hvar dragið þið línurnar? Hvar eru siðferðsmörkin hjá ykkur?

PS. Ég hlustaði á Pál á fundi í Þjóðmenningarhúsinu fyrir um tveimur mánuðum. Svo vel er hann upplýstur og klyfjaður góðum rökum, að það er engin hætta á því, að hann mæli því nokkru sinni bót, að Ísland verði tælt inn í Evrópusambandið. Það verður fengur að því að sjá sem mest af rökum hans á vefnum, ekki sízt um áhættuna fyrir íslenzkan og evrópskan verkalýð.

Jón Valur Jensson, 29.12.2011 kl. 18:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Ásgeirsson,

Davíð Oddsson
var forsætisráðherra frá árinu 1991 til 2004.

"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi.

Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."

Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna


EF
Írar og Grikkir vildu segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

Á Írlandi eru ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.


Frá áramótum
hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 4% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 114%.

Þegar gengi íslensku krónunnar fellur gagnvart evrunni hækkar hér verð á vörum og aðföngum frá evrusvæðinu og verðbólgan eykst.

Og verðbólgan hér á Íslandi er sú mesta í Evrópu.


Skrifar Davíð Oddsson hvern leiðarann á fætur öðrum gegn verðtryggingunni og hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt til að við hættum að nota íslensku krónuna og verðtrygginguna?!

Þorsteinn Briem, 29.12.2011 kl. 21:20

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur Ásgeirsson, Verðbólga hefur aldrei verið lítil á Íslandi. Hæst hefur verðbólgan orðið 80%. Það var árið 1982. Í dag er verðbólgan á Íslandi 5,3% og sýnir ekki nein merki þess að vera lækka þessa dagana.

Jón Valur Jensson, Það eru menn eins og þú sem eru helstu óvinir sjálfstæðis og fullveldis íslendinga.

---

Staðreyndin er sú að aðferðarfræði og hugsunarháttur andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi gengur einfaldlega ekki upp. Það er fullreynt til þrautar. Það er kominn tími á nýtt skipulag. Bæði í efnahagsmálum og gjaldeyrismálum íslendinga. Það verður gert með aðild Íslands að Evrópusambandinu og engu öðru.

Jón Frímann Jónsson, 30.12.2011 kl. 01:06

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er margt merkilegt í bloggheimum.

Ég fæ ekki borgað fyrir skoðanir mínar, sem betur fer, en Kristbjörn ríkisstjórnar-verjandi leyfir ekki athugasemdir frá minni tölvu lengur. Ætli það sé ekki af því að ég er félagi í Heimsýn, með vitlausan sannleika, og það virðist vera bannað í hugum sumra.

Þetta er ritskoðun, sem segir mikið um þann bloggara, og aðra sem ekki þola sannleikann frá ólíkum sjónarhornum. Ekki er sannleikurinn velkominn á bloggið hans, nema sá sannleikur henti stefnu ríkisstjórnarinnar, og raski ekki "vönduðum" útskýringar-pistlum hans um þá sem voga sér að gagnrýna ríkisstjórnina.

Það er dregið fram það versta sem finnst um þá sem ekki hlýða yfirvaldinu, til að niðurlægja þá og gera þá ótrúverðuga. Þetta er víst kallað jafnaðarmennska af sumum?

Verði þeim að góðu, sem eru of góðir fyrir óþveginn sannleikann á heilögu rétt-trúar-sannleiks-bloggin sín. Það kennir manni að þekkja viðkomandi.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2011 kl. 02:21

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, hver nennir að svara þessum Frímanni? ... Ekki'hann ég.

En Valþór frændi minn, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, er víst enginn leigupenni í ykkar augum, enda "já-sinni". Fá þeir þó 230.000.000,oo krónur á þeim bænum (Athygli hf.) fyrir sína vikalipurð og þjónustu við Brusselkarlana til að hjálpa þeim að freista þess að fara fram hjá lögum okkar sem banna erlendum sendiráðum að taka þátt í pólitískum áróðri (hvað þá hæstpólitískum og sjálfstæðisógnandi). Annars verður þetta vitaskuld bannað um leið og þessi stjórn fellur, ef ekki fyrr, og það á Gunnar Hólmsteinn að vita eða hvað hann nú heitir.

Jón Valur Jensson, 30.12.2011 kl. 05:14

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Anna Sigríður

Ertu að halda því fram að þú ert með einhvern heilagan sannleika sem aðildarsinnar höndla ekki? Að þú ert að synda á móti straumnum og er einhverskonar dyrlingur?

Ég er bannaður hjá NEI sinnum á borð við Jón Vali, Örn Ægi og fleirum. Merkir það þá að ég sé að berjast fyrir einhverju göfugri málefni en aðrir?

Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 07:47

9 Smámynd: Andrés Pétursson

Páll Hannesson er vandaður maður þó ég sé ekki sammála honum í Evrópumálum. En að var að kalla hann málsvara verkalýðs eins og JVJ gerir er rangnefni. Hann hefur unnið sem málsvari opinberra starfsmanna og gert það með sóma. BSRB eru fín samtök en þau eru ekki verkalýður. Það er ekki rétt notkun á hugtakinu.

ASÍ er samtök verkalýðsfélaga og þau eru Evrópusinnuð eins og nánast öll þeirra systursamtök. Samtök opinbera starfsmanna hafa hins vegar flest verið frekar Evrópuskeptísk. Þau eru hins vegar miklu minni er verkalýðssamtökin

.

Andrés Pétursson, 30.12.2011 kl. 10:32

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einhvers staðar fóruð þið illilega yfir strikið, Sleggja og Hvellur, en ég man ekki hvernig og hef nú tekið ykkur út af bannlista.

Andrés, hann Páll talar fyrir verkalýðinn almennt í máli sínu, eins og því sem ég hlustaði á í Þjóðmenningarhúsinu, þú kemst ekkert fram hjá því og heldur ekki hinu, að yfirgnæfandi meirihluti meðlima ASÍ (sennlega yfir 70-75%) eru á móti því að Ísland verði sett inn í þetta Evrópusamband. Þetta er alveg augljóst af stéttskiptum skoðanakönnunum.

Svo er orð þitt "Evrópuskeptískur" gersamlega út í hött hér. Við fullveldissinnar erum Esb-skeptískir og meira en það, við erum ekkert minni Evrópumenn en þú, sem vilt koma okkur inn í stórveldi sem nær aðeins yfir 42,5% Evrópu.

Ég er að vísu skeptískur gagnvart þessu í Evrópu:

1) Evrópusambandinu og hættulegum vandræðagangi þess í efnahags-, gjaldmiðils- og skuldamálum, að sjálfsögðu.

2) Þeirri úrkynjun Evrópuþjóða sem birtist í því, að þær halda sér ekki við, tímgast ekki nóg, heldur minnkar þjóðamassinn stöðugt. Þetta á ekki hvað sízt við um Esb-löndin og Rússland, en í því síðarnefnda er þó verð að reyna að lagfæra þetta.

3) Galgopastefnu gagnvart lítt heftum innflutningi og fjölgun fólks sem er múslimatrúar. Evrópa á að varðveita betur samsemd sína, hitt horfir til meiri kynþátta- og stéttaátaka, eftir því sem líður á öldina.

Jón Valur Jensson, 30.12.2011 kl. 18:05

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

eg skil alveg þessi fjölmenningarrök. En þu veist það að við erum i schemgen og ees þannig að ekkert breytist varðandi þetta við esb aöild.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 18:50

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var ekki að tala um þessi þrjú síðustu atriði í innleggi mínu í sambandi við "aðild" (= innlimun), heldur sem almenn, uppúrstandandi vandræðamál í Evrópu allri (og 57,5% hennar eru EKKI í Esb.). – Meira seinna.

Jón Valur Jensson, 30.12.2011 kl. 21:58

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 30.12.2011 kl. 22:27

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Seinni heimsstyrjöldinni réðust Japanir, sem eru tiltölulega einsleit þjóð, á Bandaríkin.

Bandaríkin eru nú annað stærsta hagkerfi heimsins en Japan það fjórða stærsta.

Eftir Seinni heimsstyrjöldina hafa Japan og Þýskaland átt mikil viðskipti við önnur ríki og vegnað vel en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Fjöldinn allur af "kynþáttum" og trúarbrögðum eru í nokkrum af stærstu hagkerfum heimsins, til að mynda Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Kína, Rússlandi, Brasilíu og Indlandi.

Ísland og Noregur eru á Evrópska efnahagssvæðinu og eiga mest viðskipti við ríki í Evrópusambandinu.

Noregur og Bretland eru olíuríki og eru með sterka gjaldmiðla, norsku krónuna og breska sterlingspundið.

Og danska krónan, svo og gjaldmiðlar Lettlands og Litháens, eru bundnir gengi evrunnar.

Þorsteinn Briem, 31.12.2011 kl. 01:00

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk Steini Briem fyrir upptalninguna á gildandi lagaramma verðtryggingar. Það hefði komið sér vel ef ég væri ekki nýbúinn að vinna samantekt á nákvæmlega þessum lögum. Og fleiri reyndar, þú gleymir að nefna reglur seðlabankans um verðtryggingu, reglur FME um reikninsskil fjármálafyrirtækja (sem ber ekki saman við hinar fyrrnefndu), lög um lánasjóð námsmanna og húsnæðismál sem skylda stóran hluta af hagkerfinu inn í verðtrygginguna. Tókstu eftir því? Það eru lög sett af Alþingi Íslendinga og reglugerðir settar af íslenskum embættismönnum, sem Íslendingar eru þess umkomnir að breyta ef vilji er til þess. Afnám eða breyting þessara laga krefst engrar samvinnu við evrópsk yfirvöld, frekar en áður en þessi lög tóku gildi.

Og ég þakka þér líka ásamt Jóni Frímanni fyrir upprifjuna á hinni skelfilegu verðbólgusögu sem ég er nýbúinn að vera að lesa sem lið í heimildavinnu fyrir áðurnefnda samantekt. Þið þurfið reyndar ekki að leita aftur til barnæsku okkar til að finna svona dæmi, það er nóg að líta aftur til ársins 2007 þegar peningamagn í umferð tvöfaldaðist vegna atvika sem tíunduð eru í metsölubók síðasta árs, og hafði óhjákvæmilega í för með sér samsvarandi gengislækkun um helming og verðlagshækkanir í kjölfarið. Á þessu sama tímabili eru margir hlutir búnir að upplifa yfir 100% verðbólgu t.d. bílar og lánin á þeim enn meira, svo dæmi séu tekin.

Þið þurfið ekki að sannfæra mig um að verðbólga hafi oft verið há á Íslandi og að það sé mjög slæmt. Um þessi tvö atriði erum við sammála og getum sleppt öllum þrætum um þau. Það sem ég skil ekki er hinsvegar afhverju þið sem talið svona mikið um gallana við háa verðbólgu, eruð ekki að berjast fyrir afnámi hennar? Eða viljið þið kannski hafa verðbólguna? Ég verð að viðurkennna að þetta vefst dálítið fyrir mér.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.12.2011 kl. 02:29

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur Ásgeirsson,

Gengi íslensku krónunnar hefur fallið mikið undanfarin ár, til að mynda gagnvart evrunni, þar af leiðandi hefur verðbólgan hér á Íslandi AUKIST og er nú sú mesta í Evrópu.

Og undanfarna áratugi hefur verið hér fjöldinn allur af sérstökum GENGISFELLINGUM íslenskra stjórnvalda.

Þegar ég var barn var töluverð fjárhæð lögð inn á reikning minn í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík en ég tók þessa peninga aldrei út og þeir "brunnu upp" á verðbólgubálinu, fóru til þeirra sem fengu peninga að láni í sparisjóðnum.

Ef þessir peningar hefðu verið verðtryggðir ætti ég þá hins vegar ennþá og þeir lægju ekki til að mynda í íbúðarhúsi Dalvíkings.

Það var "löglegur" ÞJÓFNAÐUR.

Við Íslendingar eigum mest viðskipti við önnur Evrópuríki og höfum ENGA góða ástæðu til að skipta þeim evrum sem við fáum fyrir að selja öðrum Evrópubúum vörur og þjónustu í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi GRÍÐARLEGUM KOSTNAÐI.

Við eigum hins vegar stað fyrir ÞJÓFA sem kallaður er Litla-Hraun og margir Íslendingar eru á leiðinni þangað.

Þeir eru langfestir í Sjálfstæðisflokknum.

En þá ert greinilega AFAR þakklátur maður.

Þorsteinn Briem, 31.12.2011 kl. 03:44

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir eru langFLESTIR í Sjálfstæðisflokknum og blog.is segir að þeir séu þar langFESTIR.

Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verið við völd í 54 ÁR, RÚMLEGA 80%, af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér.

En þú ert greinilega AFAR þakklátur maður, Guðmundur Ásgeirsson.

Þorsteinn Briem, 31.12.2011 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband