Leita í fréttum mbl.is

Opinber stefna Framsóknarflokksins - að taka upp Kanadadollar?

Canadian_billsElvar Örn Arason vekur athygli á Eyjubloggi sínu á ráðstefnu Framsóknarflokksins næstkomandi laugardag, þar sem gjaldmiðilsmálin verða rædd.

Yfirskriftin er: ER ANNAR GJALDMIÐILL LAUSNIN?

Eins og sagt hefur verið frá hér á blogginu hefur formaður hins mjög svo þjóðernissinnaða flokks, Framsóknarflokksins, farið til Kanada til þess að athuga þessi mál.

Elvar segir:  "Það verður fróðlegt að heyra svör sendiherra Kanada á Íslandi, sem er ópólitískur diplómat, við hápólitískum spurningum á ráðstefnu Framsóknarflokksins á laugardaginn."

Ekki er annað hægt en að taka undir orð Elvars. Og spurningin er þá: Er Framsókn búin að afskrifa krónuna og er stefnan núna sett á Kanadadollar? 

Tuttugu (Kanada)dollaraseðillinn prýðir Elísabet, drottning Englands, svo dæmi sé tekið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evrópumaðurinn, hár ljóshærður, hvítur var helsta tákn þjóðernisjafnaðarmanna,flokks sem trúði á hreint þjóðerni.Evrópumaðurinn er líka helsta forsenda fyrir ESB.Það fer Evrópusamtökunum illa að bendla lýðræðisflokkinn Framsókn, Sjálfstæðisflokk eða það fólk sem aðhyllist ekki inngöngu í ESB-stórríkið við Nazistastefnuna Evrópsku.Það heitir að kasta steinum úr glerhúsi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.2.2012 kl. 21:53

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

"Það fer Evrópusamtökunum illa að bendla lýðræðisflokkinn Framsókn, Sjálfstæðisflokk eða það fólk sem aðhyllist ekki inngöngu í ESB-stórríkið við Nazistastefnuna Evrópsku."

Sigurgeir: Nú ertu alveg búinn að tapa áttum, þetta eru staðlausir stafir og vísað til föðurhúsanna!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 1.3.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband