Leita í fréttum mbl.is

Össur: Tvísýnt að klára ESB-viðræður fyrir kosningar 2013

Össur SkarphéðinssonVisir.is segir frá: "Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur hæpið að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið fyrir þingkosningar á næsta ári.

Össur lét þessi orð falla á opnum nefndarfundi með utanríkismálanefnd í gær eftir spurningu frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks. Utanríkisráðherra sagði að vissulega hefði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýst því yfir að hennar markmið hafi verið að ljúka viðræðum fyrir kosningar.

„Ég hef áður sagt að það þurfi að ganga rösklega til þess að það sé hægt að ljúka viðræðum fyrir kosningar og tel ákaflega hæpið að ná því.“ Hann vísaði í því sambandi til kaflanna um sjávarútveg og landbúnað. Össur bætti því þó við að fyrst og fremst væri litið til gæða en hraða í viðræðunum. Aðspurður um hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna sagði Össur að hann teldi heilladrýgst að ljúka viðræðunum og leggja samninginn svo fyrir þjóðina."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB meinar íslendingum að kjósa um ESB aðild.Taglhnýtingur ESB Össur Skarphéðinsson hefur komið þeim skilaboðum til Íslands.

Sigurgeir Jónsson, 28.3.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband