Leita í fréttum mbl.is

Ný könnun SI kynnt - á sama tíma og krónan tekur dýfu!

Á vef S.I. segir: "Á félagsfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var rætt um Evrópumál. Á fundinum kynnti Vilborg Helga Harðardóttir nýja og ítarlega könnun meðal félagsmanna SI um afstöðu til Evrópumála. Auk þess hélt Kristján Vigfússon, aðjúnkt við HR erindi um stöðu umsóknarferlisins, stöðu og þróun ESB og stöðu Íslands.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að mjög skiptar skoðanir eru um hvort draga eigi umsókn um aðild að Evrópusambandinu tilbaka en u.þ.b. jafn margir eru fylgjandi og andvígir. Mun fleiri eru hlynntir því að ljúka aðildarviðræðum (44%) en eru hlynntir aðild að Evrópusambandinu (27%).

Tæplega 59% félagsmanna eru andvígir Evrópusambandsaðild og hefur þeim fjölgað um rúm 19 prósentustig frá árinu 2007. Tæp 69% félagsmanna myndu kjósa á móti ef Evrópusambandsaðild væri borin undir þjóðaratkvæði í dag. Viðhorf félagsmanna til upptöku Evru hefur ekki áður mælst jafn neikvætt og nú; um 36% hlynnt og 45% andvíg."

Þessi könnun kemur á sama tíma og fréttir berast þess efnis að krónan sé sá gjaldmiðill sem fallið hefur hvað mest gagnvart dollar, AF ÖLLUM GJALDMIÐLUM HEIMSINS. Með tilheyrandi hækkunum á verðbólgu, verðtryggðum lánum og svo framvegis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvorki þeir sem eru fylgjandi eða andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu geta eignað sér þá sem ekki svara í skoðanakönnunum, í þessu tilfelli um 37%, sem er mjög hátt hlutfall.

Það er ekkert annað en FÖLSUN að halda því fram að þeir sem ekki svara í þessari skoðanakönnun myndu svara könnuninni eins á þeir sem svöruðu henni.

Þorsteinn Briem, 29.3.2012 kl. 23:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var enginn að halda þessu fram, sem eru hér þínar ær og kýr að hugsa um, af því að þún átt svo erfitt með að kyngja þessu, sem þarna kom fram um það sem VITAÐ ER um afstöðu allra hinna!

Jón Valur Jensson, 30.3.2012 kl. 03:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Niðurstöður skoðanakannana eiga að endurspegla heildina.

"Fósturdeyðingar" eru þitt líf og yndi í grænum dal.

Þú hringir í 800 konur og spyrð hvort þær væru tilbúnar að fara í "fósturdeyðingu" en 300 þeirra vilja ekki svara spurningunni, sem er mjög hátt hlutfall, 37,5%.

Þú hefur engan rétt til að halda því fram að þessar 300 konur myndu svara spurningunni eins og þær 500 sem svöruðu henni og að þær síðarnefndu endurspegli heildina.

Þorsteinn Briem, 30.3.2012 kl. 11:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vertu ekki að þessu rugli, Steini Briem.

Jón Valur Jensson, 31.3.2012 kl. 06:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur bent til dæmis á þetta atriði þegar niðurstöður skoðanakannana eru túlkaðar.

Og það þarf nú ekki mikinn speking til að sjá að mjög miklu máli skiptir hversu stór hluti svarar ekki í skoðanakönnunum.

Því er ekki hægt að fullyrða nokkurn skapaðan hlut um heildina í þessari skoðanakönnun.

Hvað þá að þeir hafi skipt um skoðun sem ekki svöruðu könnuninni.

Þorsteinn Briem, 31.3.2012 kl. 08:38

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það vill svo til, að Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er ekki fósturverndar-andstæðingur eins og þú, Steini.

(Skrýtið að þurfa að ræða það mál hér, en Steini átti frumkvæðið, og mætti halda, að hann telji sig á einhvern hátt upphafinn vegna þeirrar göfugmennsku sinnar að vilja deyðingu hátt í 1000 ófæddra hér árlega! En vissulega er hann þar í samhljóman við ráðandi strauma í hinu ólánsama Evrópusambandi----en tekur ekki eftir hinu, að afleiðingin er sú, að aldurskúrfan er að snúast þar við með svo háskalegum hætti, að þar er fyrirséð, að skattaálag á vinnandi fólk til að halda uppi hjúkrunar- og vistþjónustu fyrir aldraðra hafi, þegar komið er fram undir miðja öldina, meira en tvöfaldazt miðað við það sem var um aldamótin.)

Jón Valur Jensson, 31.3.2012 kl. 11:28

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nenni ekki að lesa meira af þessu eilífa rugli þínu, Jón Valur Jensson.

Allt sem máli skiptir kom fram í athugasemdum mínum hér að ofan og er stutt af sérfræðingum í skoðanakönnunum.

En þú vilt að sjálfsögðu 100 athugasemdir um hvert einasta mál.

Þorsteinn Briem, 31.3.2012 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband