Leita í fréttum mbl.is

Lena Espersen í FRBL: Bjartsýn á lausn helstu ágreiningsmála í ESB-viðræðum

Lene EspersenLene Espersen, formaður Evrópunefndar danska þingsins, var í athyglisverðu viðtali í FRBL, þann 27.6 og þar sagði meðal annars:

"Lene Espersen fer fyrir Evrópunefnd danska þingsins sem er í heimsókn hér á landi. Hún er bjartsýn á að viðunandi lausnir finnist á landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum Íslendinga í aðildarviðræðum við ESB. Hún segir aðild hafa gefið Dönum ótalmörg tækifæri og telur skynsamlegt fyrir Ísland að ganga í ESB til að taka þátt í ákvörðunum. Nú þurfi Ísland að fylgja ákvörðunum annarra ríkja í gegnum EES.

Evrópunefnd danska þingsins er stödd hér á landi, en hún hefur viðhaft þá venju að heimsækja öll umsóknarríki ESB á meðan á ferlinu stendur. Lene Espersen fer fyrir nefndinni, en hún gegndi eitt sinn embætti utanríkisráðherra Danmerkur. Hún segist bjartsýn á að lausn náist í helstu ágreiningsmálunum varðandi aðild Íslands, til dæmis málum sjávarútvegsins."

Lene er þingmaður fyrir danska Íhaldsflokkinn (Konservative), systurflokk Sjálfstæðisflokksins og var meðal annars dómsmálaráðherra Dana frá 2001-2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband