Leita í fréttum mbl.is

Leiðari FRBL í framhaldi af danskri heimsókn

Leiðari FRBL þann 28.6 fjallar um ESB-málið og heimsókn Evrópunefndar danska þingsins hingað til lands. Ólafur Þ. Stephensen ritar:

"Hófsamir íhalds- og hægriflokkar á Norðurlöndum eru undantekningarlítið hlynntir Evrópusambandsaðild og hafa barizt eindregið fyrir henni. Þar kemur ýmislegt til; hagsmunir viðskipta- og athafnalífs sem þessir flokkar hafa löngum haft í fyrirrúmi, tengsl Evrópusamstarfsins og annars vestræns öryggis- og varnarsamstarfs, sem þeir hafa ekki síður staðið vörð um, og sú skoðun að lítil ríki eins og þau norrænu séu sterkari og hafi meiri áhrif við samningaborðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur en á jaðrinum, utan við kjarna Evrópusamstarfsins.

Sjálfstæðisflokkurinn er eina undantekningin í þessum hópi flokka. Hvers vegna hagsmunir Íslands eru svo ólíkir hagsmunum hinna norrænu ríkjanna að við eigum ekki erindi í Evrópusambandið, hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins aldrei útskýrt almennilega fyrir okkur. Þeir geta vissulega bent á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, en ekkert liggur fyrir um að ekki verði hægt að koma til móts við hana í aðildarviðræðunum við ESB. Sjálfstæðisflokkurinn vill hætta þeim viðræðum áður en það kemur í ljós."

Síðar segir Ólafur: "Upp á síðkastið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vaxandi mæli haft í frammi fullveldisrök gegn ESB-aðild, meðal annars þau að til að ná tökum á ríkisfjármálum í ESB neyðist aðildarríkin til að koma á nánara samstarfi, sem Ísland eigi ekki erindi í. Náið, yfirþjóðlegt samstarf þarf hins vegar ekki að vera slæmt. Meiningin er ekki að stofnanir Evrópusambandsins skipti sér af því hvernig skattfé í einstökum ríkjum er varið, heldur að settar verði reglur um að ekki megi reka ríkissjóði með gegndarlausum halla eða safna of miklum skuldum. Af hverju finnst íslenzkum íhaldsmönnum það slæmt? Finnst þeim hallarekstur og skuldasöfnun spennandi?

Athyglisvert var að lesa viðtal við Lene Espersen, þingmann danska Íhaldsflokksins og fyrrverandi dómsmála- og utanríkisráðherra Dana, í Fréttablaðinu í gær. Hún segist vera íhaldskona og þess vegna með sterka, jákvæða þjóðerniskennd eins og margir Íslendingar. „Fyrir mér snýst fullveldi, það að taka ákvarðanir um eigin framtíð, einnig um það að sitja við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar," segir Espersen."

Allur leiðarinn: http://visir.is/ihald-og-fullveldi/article/2012706289955

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Sjávarútvegsmál:


"Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við Evrópusambandið varðandi sjávarútveginn.

Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna."

"Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í framtíðinni."

"Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.

Meiri hlutinn telur að raunhæf leið til að tryggja forræði íslenskra stjórnvalda með framangreindum hætti innan íslenskrar efnahagslögsögu sé að lögsagan verði til dæmis skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði.

Þannig verði réttindi ekki til staðar fyrir erlend fiskveiðiskip til veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu úr staðbundnum íslenskum stofnum.
"

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 02:01

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

 Þið haldið áfram með lygina. Össur er komin lagnt út fyrir nefndarálit utanríkismálanefndar alþingis það var einungis ætlað til heimabrúks:

„Ísland verður reiðubúið að uppfylla niðurstöður viðræðnanna,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á blaðamannafundi í Brussel síðastliðinn föstudag spurður að því hvort Íslendingar væru reiðubúnir að opna efnahagslögsögu sína fyrir sjómönnum frá Evrópusambandinu í viðræðum um inngöngu í sambandið. Össur svaraði spurningunni þannig hvorki játandi né neitandi en sagði erfitt fyrir hann sem stjórnmálamann að svara spurningu sem byggðist á tilgátu.
" Þá sagði Össur fyrr á blaðamannafundinum að aðildarferlið yrði að byggjast á löggjöf Evrópusambandsins og engu öðru."

Á heimasíðu Evrópusambandsins er að finna myndskeið frá fundinum

Örn Ægir Reynisson, 29.6.2012 kl. 13:09

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Landhelgisstríðin sem trojuhestar ESB hér á landi reyna með undirlægjuhætti og blekkingum að eyðileggja árangurinn af . Enn og aftur burt með ríkisstjórnina og niður með Evrópusambandið!http://www.youtube.com/watch?v=aKjhq2a18io&feature=player_embedded

"Ætli það sé heppilegt fyrir Ísland að menn sem tala út og suður séu fulltrúar þess í mikilvægum alþjóðasamskiptum?"

Örn Ægir Reynisson, 29.6.2012 kl. 13:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 13:59

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Semsagt samkvæmt ykkar framtíðarmarkmiðum Ísland yrði lokað eins og hundur í búri Evrópusambandsins algörlega háð dyntum ríkja sem eru á leiðini aftur til Sovétríkjana efnahagslega og lýðræðislega! Nei Takk!

Örn Ægir Reynisson, 29.6.2012 kl. 14:10

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sama hvað Evrópusambandið mun múta mörgum stjórnmálamönnum hér mun Íslenska þjóðin aldrei ganga í Evrópusambandið!

Örn Ægir Reynisson, 29.6.2012 kl. 14:13

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Þú minnir mig á bónda einn á Norðurlandi sem hélt því fram að allir Reykvíkingar væru hinir verstu menn.

Hann hafði einu sinni komið til Reykjavíkur, fjörutíu árum áður en hann lét þessi ummæli falla.

Var þar í einn dag.

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 14:31

8 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Efnahagsböðlar og lygamerðir verði seint taldir til bestu manna.

Bólan sem hér var mynduð, fjármögnuð byltingin sem æst var til þegar hún sprakk og ríkistjórnin sem kom í framhaldinu allt saman vel skipulagt í samráði við undirheimadeild Evrópusambandsins af trojuhestum þeirra hér innanlands.

Þetta vita flestir Íslendingar í hjarta sér.

Örn Ægir Reynisson, 29.6.2012 kl. 16:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örn Ægir Reynisson,

Það er rétt hjá þér að þú þarft ekki að hafa neina sérstaka þekkingu á þessum málefnum til að gapa hér út í það óendanlega.

Heldur því til að mynda fram að forsetakosningarnar á morgun snúist um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þér er að sjálfsögðu frjálst að halda það og mér er nákvæmlega sama hvaða skoðun þú hefur á hinu og þessu.

Þú heldur því til dæmis fram að allir Íslendingar sem eru fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu séu í sama stjórnmálaflokknum.

Reyndin er hins vegar allt önnur og þingmenn í öllum stjórnmálaflokkum, sem sæti eiga á Alþingi, greiddu atkvæði með því að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.

Ég hef menntun hvað þessi málefni varðar, til að mynda í Evrópurétti, stjórnskipunarrétti og hafrétti.

Hef einnig unnið hér á Íslandi í landbúnaði, iðnaði og sjávarútvegi, bæði til sjós og lands.

Og ég skrifaði fréttir daglega í Morgunblaðið í mörg ár um sjávarútveg, fiskveiðar, fiskvinnslu og sölu á sjávarafurðum, auk þess að gefa þar vikulega út sérblað um sjávarútvegsmál við annan mann.

Við fórum til fjölmargra landa í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu til að kynna okkur þar sjávarútveg og markaðsmál.

En þú klórar þér í afturendanum og þykist vita allt betur en þeir sem kynnt hafa sér málin af eigin raun og hafa á þeim þá þekkingu sem nauðsynleg er til að geta fjallað um þau af skynsamlegu viti á opinberum vettvangi.

Ég hef þvi engan áhuga á að kynna mér frekar þá ræpu sem frá þér kemur.

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 18:06

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það er spurning hvað margir hægri flokkar eiga uppruna sinn í sjálfstæðisbaráttu? Fortíð Sjálfstæðisflokksins og gott geng hans að jafnaði síðan 1931 má ekki síður þakka þessum "sjálfstæðisstimpli" sem hann hefur haft frá upphafi.

Þessi "sjálfstæðishugsjón" kjósenda Sjálfstæðisflokksins kom sterkt fram á síðasta landsfundi þar sem forystan, sem hefur tapað tengslum við kjósendur flokksins, var jörðuð í Evrópumálum.

Það er komin tími til að Evrópusinnar geri sér grein fyrir því að Íslendingar eru ekki á þeim buxunum að ganga í meginland Evrópu.

Afstaða Dana er skiljanleg þar sem þeir eru jú litið annað en hérað í Þýskalandi og getur varla talist fyrirmynd Íslendinga.

Eggert Sigurbergsson, 29.6.2012 kl. 18:14

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland varð SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki 1. desember 1918 og fékk þá í hendur æðsta vald Í ÖLLUM málum sínum, þar á meðal utanríkismálum. En samið var um að Danir færu með utanríkismálin í umboði íslensku ríkisstjórnarinnar."

Meðferð utanríkismála - Utanríkisráðuneytið

Ísland var ekki í konungsríkinu Danmörku frá 1. desember 1918 til 17. júní 1944, heldur var það konungsríkið Ísland sem fékk nýja stjórnarskrá árið 1920 til að endurspegla þær miklu breytingar sem höfðu orðið á stjórnskipun þess. Og sú stjórnarskrá var kölluð Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands.

Eina raunverulega breytingin
sem varð hér 17. júní 1944 var að þá kom forseti  í stað kóngs eða drottningar en íslenska þjóðin kaus þó ekki forseta fyrr en árið 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forseti. Sveinn Björnsson varð fyrsti sendiherra Íslands árið 1920 og varð hér ríkisstjóri árið 1941.

Bók um sambandslögin frá 1918 eftir Matthías Bjarnason, FYRRVERANDI RÁÐHERRA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

"Í formála bókarinnar er það rifjað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti Íslands féllst á þann sama dag, samþykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti.

Þjóðaratkvæðagreiðsla
fór fram 19. október og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999. 43,8% kjósenda greiddu atkvæði. [...] Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 18:30

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Teljið nú upp fyrir mig þá íslensku stjórnmálaflokka sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Ísland er 70% í Evrópusambandinu án þess að hafa þar nokkur áhrif!!!

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 18:32

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Danmörk er hérað í Þýskalandi hvað eru þá Færeyjar og Grænland?!

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 18:35

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Danmörk, sem er í Evrópusambandinu, er sjálfstætt og fullvalda ríki og öll ríki sambandsins líta á sig sem sjálfstæð og fullvalda.

Færeyjar og Grænland eru hins vegar EKKI sjálfstæð og fullvalda ríki og heldur EKKI í Evrópusambandinu.

Danmörk tekur þátt í að semja lög og reglur Evrópusambandsins og getur hvenær sem er sagt sig úr sambandinu.

Íslenska ríkið tekur hins vegar upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 18:37

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2012 (í dag):

"Gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands 22. júní síðastliðinn gefur til kynna að enn gangi mjög hægt við lausn aflandskrónuvandans.

Dregið hefur í sundur með aflands- og álandsgengi krónunnar
, sem bendir til þess að vandamálið sé síður en svo að minnka."

Vandamálið síður en svo að minnka

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 18:53

16 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Íslendingar eru ekki á leið í Evrópusambandið eða Evruna, skiptir þá engu hvað rjúpan reynir oft við staurinn. 

Hagsmunir Danmerkur liggja klárlega með hagsmunum meginlandsþjóðanna en ekki eyþjóðunnum hvort sem þær eru fullvalda eða ekki. Danir sýndu Færeyingum puttann með því að "sitja hjá" þegar Evrópusambandið lagði grunnin að því að setja reglur til að geta beitt Færeyinga efnahagslegum árásum.

Eggert Sigurbergsson, 29.6.2012 kl. 19:04

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 21:06

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.

"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
"

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 21:07

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

FÆREYJAR.

"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."

The Faroe Islands

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 21:10

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

GRÆNLAND.

"About HALF of public spending on Greenland is funded by block grants FROM DENMARK which in 2007 totalled over 3.2 billion kr.

Additional proceeds from the sale of fishing licences and the annual compensation FROM THE EU represents 280 million DKK per year."

Greenland

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 21:11

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Grænland og Færeyjar eiga bæði tvo þingmenn á danska þinginu, Folketinget.

"Folketinget består af 179 medlemmer valgt for maksimalt fire år. Heraf er to valgt på Færøerne og to valgt på Grønland."

"Dagens rigsfællesskab er et uofficielt begreb der ikke nævnes i nogen lov.

Det er ikke et samarbejde mellem flere ligestillede enheder sådan som det britiske Commonwealth eller den gamle union mellem kongerigerne Danmark og Norge. Det er heller ikke en forbundsstat.

Færøerne og Grønland er ifølge Grundloven dele af det danske rige
og underlagt dansk myndighed, men Folketinget har uddelegeret ansvarsområder til hjemmestyret i de to områder.

Der er altså tale om én stat, hvor de særlige færøske og grønlandske myndigheder har meget store beføjelser, mens regionale myndigheder i det egentlige Danmark har ret begrænset magt."

Rigsfællesskabet


Statsministeriet - Rigsfællesskabet

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 21:14

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Meirihlutinn ítrekar að öll aðildarríki Evrópusambandsins njóta almennrar viðurkenningar sem sjálfstæð og fullvalda ríki á alþjóðavettvangi.

Því er ekki um það að ræða að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu feli í sér að landið hafi glatað stöðu sinni sem sjálfstætt og fullvalda ríki.


Má raunar benda á að síðustu áratugi hefur sjálfstæðisbarátta margra ríkja beinst að því að öðlast alþjóðlega viðurkenningu á fullveldi einmitt til að geta sem frjáls og fullvalda ríki tekið þátt í alþjóðasamstarfi annarra frjálsra og fullvalda ríkja.

Á þetta ekki síst við um sjálfstæðisbaráttu ríkja í Evrópu síðustu tvo áratugina. Einnig er á stundum vísað til þess að mikilvægt sé fyrir ríki að endurheimta og treysta fullveldi sitt til þess að taka þátt í alþjóðasamstarfi á eigin fótum."

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 21:20

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi
97,5%."

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 21:22

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 21:23

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Gengi evrunnar hefur hins vegar EKKI hrunið og því síður Evrópusambandið.

Hér á Íslandi hafa nú verið GJALDEYRISHÖFT Í FJÖGUR ÁR og þau verða Í MÖRG ÁR Í VIÐBÓT ef Seðlabanki Evrópu aðstoðar ekki Seðlabanka Íslands við að aflétta þeim á næstunni.

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 21:38

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 22:41

27 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Örn Ægir Reynisson, 30.6.2012 kl. 04:49

28 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Alltaf hafði Davíð rétt fyrir sér!

Örn Ægir Reynisson, 30.6.2012 kl. 04:50

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, BER ÁBYRGÐ á því að Ísland er 70% í Evrópusambandinu, ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞAR NOKKUR ÁHRIF!!!

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt það til að Ísland segi upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu?!

HVAÐA
íslensku stjórnmálaflokkar hafa lagt það til?!

Sjálfstæðisflokkurinn
hefur heldur EKKI lagt það til að Kanadadollar eða Bandaríkjadollar verði gjaldmiðill okkar Íslendinga.

Og HVAÐA íslensku stjórnmálaflokkar hafa lagt það til?!

Þorsteinn Briem, 30.6.2012 kl. 11:07

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!

Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!

Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!

Þorsteinn Briem, 30.6.2012 kl. 11:09

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995

12.1.1993:


Evrópskt efnahagssvæði - Frumvarpið samþykkt: 33 sögðu já en 23 nei og 7 greiddu ekki atkvæði.


Af þeim 33 sem samþykktu frumvarpið um Evrópska efnahagssvæðið voru 23 sjálfstæðismenn, eða 70% þeirra sem samþykktu frumvarpið.


Já sögðu:


Árni R. Árnason
, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Egill Jónsson, Eiður Guðnason, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Hermann Níelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Karl Steinar Guðnason, Lára Margrét Ragnarsdóttir, María E. Ingvadóttir, Pálmi Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Svanhildur Árnadóttir, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þuríður Pálsdóttir og Össur Skarphéðinsson.

Og Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu, ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum, 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.


Schengen
-samstarfið


Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. apríl 1995 - 28. maí 1999

Þorsteinn Briem, 30.6.2012 kl. 11:11

32 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Engin ESB pelabörn hvorki á Bessastaði né Alþingi Íslendinga!

Inngangan á evrópska efnahagssvæðið var til að fá betri aðgang að mörkuðum með vörur okkar hún var ekki hugsuð til þess af okkar hálfu(nema kannski kratana) að markaðurinn sem við seldum vörurnar okkar á yfirtæki landið miðin, auðlindirnar sem margar er ekki farið að nýta enn , fyrirtækin og ákvörðunavaldið í stærstu málum þess vegna verðum við að fara að spyrna við fótum til varnar sjálfstæði Íslands annars verður landið hirt af okkur innan nokkurra áratuga. Við verðum að losa okkur við ESB pelabörnin af alþingi íslendinga Evrópusambandið er að breytast í ríki sem mun lognast útaf hægt og rólega, það var aldrei ætlunin hjá þjóðinni að láta innlima Ísland í erlent ríki.

Enn og aftur hefur Davíð rétt fyrir sér og hefur haft allan tíman:

" Því sá tími mun koma að einstakar þjóðir skynja að valdarán hefur átt sér stað með markvissum hætti. Allt í smáum stíl í hvert sinn, en alltaf gengið lengra í sömu átt. Þegar það mun renna upp fyrir þjóðunum þá spyrna þær við fast. Það segir sagan, og hún hefur enga sérstaka ástæðu til að segja ósatt um það."

Gamla góða Ísland aftur takk fyrir! Ekki ESB pelabörn hvorki á alþingi né Bessastaði, þóru kynslóðina sem við hin borguðum skólagönguna fyrir með sköttunum okkar, öll vel menntuðu ESB pelabörnin sem fengu bankastjórastöður ,yfirumsjón með peningamarkaðssjóðum, markaðssérfræðingana, fjölmiðlafólk og stjórnmálafólk sem skólakerfið ungaði út og tók þátt í bólunni og sett þjóðina á hliðina og gerði næstum gjaldþrota!

Ekki meira af 2007 ESB pelabörnum í stjórnkerfi Íslendinga!

Örn Ægir Reynisson, 30.6.2012 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband