Leita í fréttum mbl.is

Rispaðar plötur!

Öskrað

Sumir forsprakka Nei-sinna eru eins og gamlar rispaðar vinyl-plötur, gargandi "brennandi hús" - "aðlögun - aðlögun" og svo framvegis!

Hafa menn ekki áttað sig á því að nútímavæðing Íslands er meira eða minna aðlögun að því sem gerst hefur í Evrópu? 

Það er jafnvel hægt að fara aldir aftur í tímann!

Er hægt að fá eintthvað nýtt á fóninn? T.d. ferskar tillögur í gjaldmiðilsmálum og um afléttingu gjaldeyrishafta? Um lækkun vaxta, minni verðbólgu, afnám verðtryggingar?

Menn úr þessum herbúðum hafa sagt; "...það er bara hægt að lækka vexti"!

Af hverju í ósköpunum er það þá ekki gert? 

Hvað segir "planlausa"-fólkið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í áróðri sínum fyrir að knýja Islendinga til að gerast hjú gömlu nýlenduveldanna með því að Ísland gangi í ESB, heldur ESB því jafnvel fram að Ísland hafi byrjað aðlögun að inngöngu í ESB, 1.des 1918, þegar Ísland varð fullvalda ríki og 17. júní 1944, þegar Ísland varð lýðveldi.Langt gengur ESB í bulláróðri sínum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 24.8.2012 kl. 05:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.8.2012 (í dag):

"Ísland er nægilega lítið land til að geta komist upp með að ábyrgjast ekki skuldir fjármálafyrirtækja sinna og láta áhættusækna erlenda kröfuhafa sitja uppi með tapið.

Sú ákvörðun hafði heldur ekki sýnilegar alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, líkt og sambærileg ákvörðun gæti gert hjá tugmilljóna þjóðum sem skulda margfalt meira í heildina en íslensku bankarnir.


Þó svo að Ísland hafi farið þessa leið, þjóðinni til blessunar, þá er óheppilegt að íslenskir ráðamenn eins og Steingrímur J. bendi öðrum þjóðum á að feta í fótspor Íslendinga – þær geta það ekki og mega það ekki.

Íslenska leiðin er ekki gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir; skuldaskil Íslendinga eru ekki æskileg til útflutnings.

Þetta sjónarmið, að Ísland sé fært um að kenna öðrum þjóðum hvernig eigi að endurreisa hrunið hagkerfi, lyktar af sams konar þjóðernisdrambi og sú mantra góðærisins að Íslendingar geti kennt öðrum þjóðum nútímabankastarfsemi og -viðskipti.
"

"Þjóð á eðlilega auðveldara með að ná sér eftir skuldafyllerí ef aðrir borga brúsann."

Þorsteinn Briem, 24.8.2012 kl. 13:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Dómurinn komst að því að Breivik væri sakhæfur þar sem hann skipulagði morðin af yfirvegun og út frá öfgafullri heimssýn sinni en ekki sturluðum ranghugmyndum."

Þorsteinn Briem, 24.8.2012 kl. 15:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.8.2012 (í dag):

""Ég vil að það komi skýrt fram að Grikkland er hluti af evrusamstarfinu og ég vil að það haldist þannig," sagði [Angela Merkel, kanslari Þýskalands]."

"Vitað væri að færa þurfti miklar fórnir fyrir áframhaldandi samstarfi og Þýskaland væri tilbúið að styðja við Grikkland í þessu máli.

Antonis Samaras
[forsætisráðherra Grikklands] sagði að Grikkland héti því að standa við öll loforð sem gefin hefðu verið alþjóðlegum lánardrottnum.

Ekki yrði óskað eftir frekari aðstoð, Grikkland þyrfti samt sem áður "smá tíma til að ná andanum" til að ná fram þeim niðurskurði sem þyrfti að fara í og endurskipulagningu.

Á morgun heldur Samaras til Parísar, þar sem hann mun hitta François Hollande, forseta Frakklands, en hann er talinn ætla að ýta á eftir því að slakað verði á kröfum um niðurskurð á næstu misserum.

Merkel ítrekaði að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, Evrópusambandið og evrópski seðlabankinn þyrftu að halda sig við áætlun um næsta skammt af 31,5 milljarða evra láni handa Grikklandi, sem hafði verið samþykkt með fyrirvara um að það stæði við sín loforð."

Merkel vill að Grikkland verði áfram með evru

Þorsteinn Briem, 24.8.2012 kl. 16:49

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar ég sá fyrirsögnina, þá hélt ég að einhverjir hefðu uppgötvað rispuna í forriti VG. En svo er víst ekki hjá nýju og "heiðarlegu" talsmönnum Íslands í dag.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.8.2012 kl. 20:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012 (í dag):

"François Hollande forseti Frakklands, sagði eftir fund með forsætisráðherra Grikklands í dag að Grikkir yrðu að vera áfram í evrusamstarfinu en yrðu fyrst að sanna að þeir ætluðu sér að lækka skuldir sínar.

"Grikkland er í evrusamstarfinu og Grikkland verður að vera áfram í evrusamstarfinu," segir Hollande.


Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, kom til fundar við Hollande í París í dag en hann er nú á ferð um Evrópu í þeim tilgangi að reyna að fá lengri frest fyrir gríska ríkið að standa við loforð sín um leiðréttingar á skuldavandanum.

Í gær hitti hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem er bjartsýn á að Grikkir muni standa við loforð sín og halda áfram í evrusamstarfinu."

Þorsteinn Briem, 25.8.2012 kl. 14:57

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012 (í dag):

"Ný staða verkefnisstjóra vöruþróunar hefur verið sköpuð hjá Mjólkursamsölunni. Breytingarnar eru m.a. þáttur í að styrkja framleiðslu á skyri með aukinn útflutning í huga.

Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að mikilvægt sé að skapa möguleika fyrir aukinn útflutning á unnum mjólkurvörum eins og skyri.

Mjólkursamsalan hafi verið að hasla sér völl á erlendum markaði, einkum í Bandaríkjunum og Evrópu.


Góður árangur hafi náðst
og nú ríði á að styrkja útflutningsmöguleikana enn frekar."

Þorsteinn Briem, 25.8.2012 kl. 15:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012 (í dag):

""Það er enginn vafi á því að það er slítandi að starfa í flokki þar sem slíkur andi er ríkjandi; þar sem fólk SÆTTIR SIG EKKI VIÐ AÐ VERA Í MINNIHLUTA MEÐ SÍN SJÓNARMIÐ, heldur lætur skammirnar dynja á félögum sínum við hvert tækifæri," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, þar sem hún gagnrýnir þann hóp innan VG sem talar hvað hæst gegn ESB-aðild."

"Sú ákvörðun að hefja viðræður hafi verið eitt SKILYRÐA Samfylkingarinnar um ríkisstjórnarsamstarf og Katrín segir það hafa verið nauðsynlegt að fallast á þá MÁLAMIÐLUN í því skyni að koma á vinstri stjórn í landinu.

"Er einhver hér hinni sem hefði frekar viljað áfram með sömu vondu stefnuna og leiddi til hrunins? Forsenda þess að svo yrði ekki var þátttaka okkar í ríkisstjórn.

Þegar við horfum á árangur ríkisstjórnarinnar og staðreyndir sem staðfesta hann þarf enginn efast um að þessi ákvörðun var rétt."

Deildar meiningar eru innan VG um ESB-aðild og skiptir Katrín flokksmönnum í þrjá hópa.

"Í fyrsta lagi er það meirihluti flokksmanna sem er andvígur aðild en VILL HALDA FERLINU ÁFRAM OG LÁTA ÞJÓÐINA EIGA LOKAORÐIÐ.

Í öðru lagi er það hópur flokksmanna sem vill að VG gerist "einsmálshreyfing" sem byggir afstöðu sína til allra mála á andstöðu við ESB-aðild.

Þessar raddir eru Í MIKLUM MINNIHLUTA, eins og fram hefur komið á hverjum flokksráðsfundinum á fætur öðrum, en eru engu að síður mjög háværar.

Því er það miður að margir í forystu hreyfingarinnar hafi þurft að sitja undir stöðugum svikabrigslum frá þessum hópi fyrir það eitt að fylgja eftir samþykktum flokksins og þeirri stefnu sem var mótuð þegar við gengum til samstarfs við Samfylkinguna 2009.

Það er enginn vafi á því að það er slítandi að starfa í flokki þar sem slíkur andi er ríkjandi; þar sem fólk sættir sig ekki við að vera í minnihluta með sín sjónarmið, heldur lætur skammirnar dynja á félögum sínum við hvert tækifæri og lætur aldrei staðreyndir hafa nein áhrif á sinn málflutning.

Þriðji hópurinn er síðan þeir sem eru hlynntir aðild að ESB
en hefur ekki látið mikið í sér heyra og hefur sætt sig við það að vera í minnihluta innan flokksins."

Katrín segist hafa verið SANNFÆRÐ um að sú leið sem hefur verið valin, að setja ESB í þann lýðræðislega farveg sem það er í, hafi verið  rétt ákvörðun."

Þorsteinn Briem, 25.8.2012 kl. 15:58

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012 (í dag):

"Flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal er lokið. Á fundinum var m.a. samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.

"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni.

"Flokksráð VG FAGNAR þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB OG HVETUR TIL AÐ HENNI VERÐI HALDIÐ ÁFRAM,“ segir ennfremur í ályktuninni."

Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili

Þorsteinn Briem, 25.8.2012 kl. 16:21

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012 (í dag):

""Með ræðu sinni hefur Katrín Jakobsdóttir blásið hressilega á allar hugmyndir manna um forystan hafi í hyggju að endurmeta ESB-ferlið og ESB-sinnar geta andað léttar.

Og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur hafið sinn kosningaundirbúning,"
skrifar Bjarni [Harðarson]."

Þorsteinn Briem, 25.8.2012 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband