Leita í fréttum mbl.is

ESB-málið áfram rætt

RUV

Á RÚV segir:"Vinstri græn ætla að ræða við Samfylkinguna um hvernig beri að halda áfram samskiptum við Evrópusambandið. Sú umræða fer líka fram í þinginu og nefndum þess, segir formaður Vinstri grænna.

Margir í Vinstri hreyfingunni Grænu framboði eru andvígir aðild og aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Á flokksráðsfundi um helgi var þess þó ekki krafist að viðræðunum verði slitið en hvatt til þess að áfram verði rætt um samskipti Íslands og Evrópusambandsins.

„Þannig að við munum auðvitað halda okkar striki í því að ræða þetta mál bæði í okkar herbúðum og eftir atvikum taka það upp við samstarfsflokkinn og annars staðar þar sem það er á dagskrá í störfum þingsins og eftir atvikum í þeim nefndum og batteríuum sem koma að þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Steingrímur vill ekki greina frá kröfum Vinstri grænna í þessu. Ræða þurfi málið efnislega en niðurstaðan sé ekki gefin fyrirfram. „Ég held að það sé alveg ljóst að sumir hlutir í þessu hafa ekki gengið eins og við hefðum viljað, til dæmis hefur tímaþátturinn í þessu þróast öðruvísi. Það voru tafir á því að mikilvægir kaflar opnuðust við þurfum að fara yfir það og hvernig þetta svona horfir núna og hvernig við ætlum að halda á málinu í framhaldinu," segir hann."
 
Það er gott að ræða ESB-málið, sem lýkur síðan með aðildarsamningi og þjóðaratkvæðagreiðslu um hann. Það er fín áætlun! Hún er hinsvegar eitur í beinum einangrunar og nei-sinna! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband