Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Þ. um VG og ESB í FRBL

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri FRBL, skrifaði góðan leiðara um VG og ESB-málið þann 28.8. Leiðarinn birtist hér í heild sinni:

" Vinstri hreyfingin – grænt framboð samþykkti ögn torskiljanlega ályktun um alþjóðamál á flokksráðsfundi sínum um síðustu helgi. Þar fagnar flokksráðið „þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB og hvetur til að henni verði haldið áfram."

Í ályktuninni segir líka að VG telji að „grundvöllur alþjóðlegs samstarfs eigi að vera lýðræðisleg vinnubrögð og barátta fyrir friði og öryggi í heiminum." Flokkurinn er sömuleiðis á því að til að Ísland geti tekið fullan þátt í alþjóðasamstarfi þurfi að fara fram umræða í samfélaginu um hvernig slíku samstarfi skuli háttað, „hvaða hagsmuni ber að verja og hvaða hagsmunir eru til þess fallnir að styrkja tengsl Íslands við alþjóðasamfélagið."

Það er fagnaðarefni að VG vilji fara í umræðu um samskipti Íslands og ESB á þessum forsendum, því að stundum virðist eins og flokkurinn sé fyrir löngu búinn að loka þeirri umræðu með einni, skýrri niðurstöðu; að hann sé alveg á móti aðild að ESB og ekki þurfi að ræða kosti hennar og galla neitt frekar.

Ætli VG hafi velt ESB-aðildinni fyrir sér út frá áherzlu sinni á frið? Að baki Evrópusamstarfsins liggur öflug friðarhugsjón fólks sem hafði upplifað hörmungar tveggja heimsstyrjalda – sem áttu upptök sín í erjum Evrópuríkjanna – og sór þess dýran eið að til slíks skyldi aldrei koma aftur. Hefur VG metið velgengni ESB sem friðarbandalags?

Evrópusambandið er líka bandalag lýðræðisríkja. Væntanlegum aðildarríkjum eru sett skýr skilyrði um lýðræðislega stjórnarhætti og virðingu fyrir mannréttindum. Bent hefur verið á „lýðræðishallann" í stjórnkerfi sambandsins sjálfs, sem felst í því að ákvarðanir eru teknar langt frá almenningi í aðildarríkjunum og flókið er að láta þá sem taka þær sæta lýðræðislegri ábyrgð. En væri VG til í að skoða einföldustu lausnina á lýðræðishallanum; að efla völd Evrópuþingsins sem er kosið beint af almenningi í aðildarríkjunum; eða teldi flokkurinn það andstætt þjóðernispólitík sinni? 

Og hvað finnst VG um hinn tvöfalda lýðræðishalla sem felst í aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu? Við tökum upp óbreytta löggjöf ESB, sem sumir telja ekki hafa orðið til með nægilega lýðræðislegum hætti. Alþingi hefur engin áhrif á hana og enginn þarf að svara fyrir lagasetninguna gagnvart íslenzkum kjósendum. Finnst VG að við eigum að segja upp EES-samningnum til að rétta þennan halla?

Það er líka forvitnilegt að velta fyrir sér spurningunni um hvaða hagsmuni eigi að verja. Vill VG verja hagsmuni framleiðenda og atvinnurekenda í landbúnaði og sjávarútvegi, sem vilja alls engar breytingar sjá á rekstrarskilyrðum sínum eða samkeppnisumhverfi, eða vill flokkurinn standa með neytendum, lántakendum og nýjum og vaxandi atvinnugreinum, sem myndu njóta góðs af lægri tollum, lægri vöxtum og sameiginlegum gjaldmiðli með aðild að ESB?
Kannski meinti flokksráð VG eitthvað allt annað með tali sínu um lýðræði, frið og hagsmuni. En þetta eru samt spurningar sem flokkurinn þarf að svara í umræðunni sem er fram undan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er að sjálfsögðu ekki hægt að tala hér um "góðan leiðara um VG og ESB-málið" nema þá fyrir hagsmuni Brussel-báknsins. Afleitur málstaður ritstjórans Ólafs kemur skýrt fram í allsherjar-krufningu minni á þessum leiðara hans hér: Esb-Fréttablaðsritstjóri freistar vinstri grænna með falsrökum.

Jón Valur Jensson, 29.8.2012 kl. 03:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012:

""Það er enginn vafi á því að það er slítandi að starfa í flokki þar sem slíkur andi er ríkjandi; þar sem fólk SÆTTIR SIG EKKI VIÐ AÐ VERA Í MINNIHLUTA MEÐ SÍN SJÓNARMIÐ, heldur lætur skammirnar dynja á félögum sínum við hvert tækifæri," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, þar sem hún gagnrýnir þann hóp innan VG sem talar hvað hæst gegn ESB-aðild."

"Sú ákvörðun að hefja viðræður hafi verið eitt SKILYRÐA Samfylkingarinnar um ríkisstjórnarsamstarf og Katrín segir það hafa verið nauðsynlegt að fallast á þá MÁLAMIÐLUN í því skyni að koma á vinstri stjórn í landinu.

"Er einhver hér hinni sem hefði frekar viljað áfram með sömu vondu stefnuna og leiddi til hrunins? Forsenda þess að svo yrði ekki var þátttaka okkar í ríkisstjórn.

Þegar við horfum á árangur ríkisstjórnarinnar og staðreyndir sem staðfesta hann þarf enginn efast um að þessi ákvörðun var rétt."

Deildar meiningar eru innan VG um ESB-aðild og skiptir Katrín flokksmönnum í þrjá hópa.

"Í fyrsta lagi er það meirihluti flokksmanna sem er andvígur aðild en VILL HALDA FERLINU ÁFRAM OG LÁTA ÞJÓÐINA EIGA LOKAORÐIÐ.

Í öðru lagi er það hópur flokksmanna sem vill að VG gerist "einsmálshreyfing" sem byggir afstöðu sína til allra mála á andstöðu við ESB-aðild.

Þessar raddir eru Í MIKLUM MINNIHLUTA, eins og fram hefur komið á hverjum flokksráðsfundinum á fætur öðrum, en eru engu að síður mjög háværar.

Því er það miður að margir í forystu hreyfingarinnar hafi þurft að sitja undir stöðugum svikabrigslum frá þessum hópi fyrir það eitt að fylgja eftir samþykktum flokksins og þeirri stefnu sem var mótuð þegar við gengum til samstarfs við Samfylkinguna 2009.

Það er enginn vafi á því að það er slítandi að starfa í flokki þar sem slíkur andi er ríkjandi; þar sem fólk sættir sig ekki við að vera í minnihluta með sín sjónarmið, heldur lætur skammirnar dynja á félögum sínum við hvert tækifæri og lætur aldrei staðreyndir hafa nein áhrif á sinn málflutning.

Þriðji hópurinn er síðan þeir sem eru hlynntir aðild að ESB
en hefur ekki látið mikið í sér heyra og hefur sætt sig við það að vera í minnihluta innan flokksins."

Katrín segist hafa verið SANNFÆRÐ um að sú leið sem hefur verið valin, að setja ESB í þann lýðræðislega farveg sem það er í, hafi verið rétt ákvörðun."

Þorsteinn Briem, 29.8.2012 kl. 14:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012:

"Flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal er lokið. Á fundinum var m.a. samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.

"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni.

"Flokksráð VG FAGNAR þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB OG HVETUR TIL AÐ HENNI VERÐI HALDIÐ ÁFRAM,“ segir ennfremur í ályktuninni."

Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili

Þorsteinn Briem, 29.8.2012 kl. 14:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2012:

""Með ræðu sinni hefur Katrín Jakobsdóttir blásið hressilega á allar hugmyndir manna um forystan hafi í hyggju að endurmeta ESB-ferlið og ESB-sinnar geta andað léttar.

Og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur hafið sinn kosningaundirbúning,"
skrifar Bjarni [Harðarson]."

Þorsteinn Briem, 29.8.2012 kl. 14:04

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fréttablaðið og ritsjóri þess eru kominn í kosningaham fyrir inngöngu íslands í ESB. Það er hið besta mál.Það er best að allir íslendingar viti að það verður kosið um örlög Íslands til framtíðar í næstu kosningum.Kosið um það hvort Ísland eigi að vera fátækt  hjáríki gömlu nýlenduveldanna í Evrópu, eða fullvalda og efnahagslega frjálst ríki sem fær að hafa viðskipti við allan heiminn án kúgunar ESB.Vonandi heldur ritstjórinn áfram, fram að næstu Alþingiskosningum að skrifa áróðursgreinar um ESB.Meðan hann gerir það gleymir fólk ekki að Alþingiskosningarnar snúast fyrst og síðast um að fólk fær þar, að kjósa  um hvort það vill að Ísland gangi í ESB eða ekki.ESB og aftaníossar þess, þar á meðal FRéttablaðið hafna því að íslendingar fái að kjósa um ESB aðild.Það verður ekki hægt að meina íslendingum að kjósa um það í Alþingiskosningunum eftir átta mánuði.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.8.2012 kl. 20:38

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er alveg sama hvað ESB flokkurinn VG gerir úr þessu.Örlög hans eru ráðinn.Framsóknarflokkurinn verður að gera það upp við sig hvort hann ætlar að fylgja ESB flokkunum eða ekki.Þess vegna er þingsályktunartillaga Jóns Bjarnasonar um að aðlögunarviðræðunum um inngöngu Íslands í ESB verði slitið, nauðsynleg.Prófkjör flokkanna um uppstillingu á lista nálgast og best er að þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem nú sitja á þingi, komist ekki upp með að ljúga sig inn á þing aftur.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.8.2012 kl. 20:46

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Átti að vera "þeir þingmenn Framsóknarflokksins, sem styðja inngöngu Íslands í ESB og nú sitja á þingi". Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.8.2012 kl. 20:49

8 Smámynd: K.H.S.

Var það ekki meirihluti í VG sem sagði fyrir kosningar og hlaut útá atkvæðin ófá. ESB nei nei aldrei ekki ef við fáum nokkru ráðið.

Bara skoða pínulítið, kíkja í skjóðuna sagði svo  Fláráður eftir kosningar til að fá að vera memm með útrásardraslinu í Samfó.

Hvaðan kemur Kata litla, af hvaða fjöllum.

K.H.S., 29.8.2012 kl. 20:59

9 Smámynd: K.H.S.

Flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal er lokið. Á fundinum var m.a. samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri

Nú efast ei neinn. Það er búið að álykta um ágætið.

K.H.S., 29.8.2012 kl. 21:11

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:

"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í  þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.

Utanríkisráðherra mun leggja fram á  Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.

Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.

Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.

FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma."

Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 29.8.2012 kl. 22:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 29.8.2012 kl. 22:17

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu er landið NÚ ÞEGAR 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið!


Þeir sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu því að leggja áherslu á, til dæmis með undirskriftum, að landið segi nú þegar upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Það gera þeir hins vegar ekki og hvernig stendur á því?!


Það er algjörlega MARKLAUST tal að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem landið tæki þátt í að semja lög sambandsins, en berjast EKKI með undirskriftum gegn aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 29.8.2012 kl. 22:20

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012 (í dag):

"Finnar kunna vel að meta skyr frá Íslandi og hefur skyrgámur farið þangað nánast í hverri viku allt þetta ár.

Fleiri sýna skyrinu áhuga og útlit er fyrir að skyr verði flutt út eða framleitt erlendis samkvæmt sérstöku leyfi FYRIR HÁLFAN MILLJARÐ KRÓNA Á ÞESSU ÁRI."

"Leikarinn Russell Crowe lýsti skyrfíkn sinni eftir dvöl á Íslandi í sumar og lagði Mjólkursamsalan drög að því að koma til hans skyrbirgðum."

Skyrgámur í hverri viku til Finnlands

Þorsteinn Briem, 30.8.2012 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband