Leita í fréttum mbl.is

Stefán Haukur um stöðu viðræðnanna við ESB

Í tilkynningu frá Evrópustofu segir: "Sjöundu ríkjaráðstefnunni í aðildarviðræðum Íslands og ESB er nýlega lokið í Brussel og af því tilefni ætlar Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, að sitja fyrir svörum á opnum fundum Evrópustofu; þriðjudaginn 30. október kl. 17-18 í Reykjavík og fimmtudaginn 1. nóvember kl. 12-13 á Akureyri.


Á ríkjaráðstefnunni í Brussel í síðustu viku voru opnaðir þrír samningskaflar til viðbótar í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og hefur nú alls 21 kafli verið opnaður af þeim 33 sem semja þarf um. Samningum er lokið um 10 kafla og hefur þeim verið lokað aftur til bráðabirgða. Enn á eftir að opna 12 kafla í viðræðunum en næsta ríkjaráðstefna er fyrirhuguð í lok desember á þessu ári. Meðal kafla sem hafa ekki verið opnaðir eru kaflarnir um sjávarútveg og landbúnað, sem ýmsir telja að geti orðið erfiðir.


Fundurinn með Stefáni Hauki í Reykjavík fer fram í húsnæði Evrópustofu að Suðurgötu 10 en fundurinn á Akureyri verður á veitingastaðnum RUB23 í Kaupvangsstræti 6. Báðir fundirnir eru opnir almenningi, veitingar verða í boði og allir velkomnir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband