Leita í fréttum mbl.is

Göran Persson: Evran lifir ekki bara af - heldur eflist hún!

Göran PerssonGöran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svía var staddur á Íslandi þann 27.11 og hélt fjölmennan fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Sama dag birtist viðtal við hann í Morgunblaðinu og þar barst talið meðal annars að Evrunni. Grípum aðeins niður í viðtalið, þar sem blaðamaður spyr:

"- Svíar felldu fyrir áratug í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka upp evru, þvert gegn þínum ráðum. Lifir evran hremmingar sínar af?
»Ekki nóg með það heldur á hún eftir að eflast enn. Það er ástæðulaust að halda að áætlunin stöðvist vegna þess að þótt sum evruríkin eigi við vanda að stríða hafa önnur hagnast á samstarfinu. Af hverju ætti Þýskaland að binda enda á það? Það hefur reynst Þjóðverjum ákaflega vel.
Evran mun eflast. Lettar hafa nú sótt um aðild og þá bætist Svíum annar granni sem ætlar að nota þennan gjaldmiðil. Danir hafa lengi fest gengi krónunnar við evruna og í fyrra festu Svisslendingar gengi frankans við evru, ekki vegna þess að frankinn væri of lágur, gengi hans var of hátt! Kannski horfa fleiri lítil ríki með opið efnahagskerfi fram á sams konar vanda, sömu áhættu og þeir.«
- Hvað með Ísland?
»Krónan varð á sínum tíma of sterk og það olli ykkur erfiðleikum. Gjaldmiðill getur orðið vandamál í sjálfu sér og þá verðið þið að gera eitthvað."

Svona rétt til að minna á: Ísland er með minnsta sjálfstæða gjaldmiðil í heimi í gjaldeyrishöftum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Göran Persson var ekki treyst til að vera forsætisráðherra Svíþjóðar.Kjósendur hans höfnuðu honum.Síðan hefur efnahagur Svíþjóðar skánað.Hann talaði fyrir því að svíar tækju upp evru.Svíar höfnuðu því.Það hefur bjargað þeim.Ekki stendur til að taka upp evru í Svíþjóð.Svo kemur þessi maður og fer að kenna íslendingum efnahagsmál.Það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2012 kl. 20:52

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta eru aumustu skrif sem ég hef séð hérna á netinu. 

Af hverju ættu þjóðverjar að hætta með Evruna, þegar þeir græða sem mest á öðrum?

-Evran mun eflast? 

Sum ríki eiga við vanda með Evruna, sum hagnast og önnur ekki!

Hagvöxtur í ESB nánast  0, atvinnuleysi í hámarki og jafnvel þjóðverjar byrjaðir að kvarta yfir launum sínum, og hafa áhyggjur af ellinni!

"Gjaldmiðillinn getur orðið vandamál og þá verður að gera eitthvað" 

Frasar,frasar og aftur frasar.

Hvar eru lausnirnar hjá Göran Persson,eða hefur síðuhöfundar ekki skilið sænskuna sem hann talar eins vel og Svíar gerðu þegar þeir höfnuðu Evrunni.

Eggert Guðmundsson, 27.11.2012 kl. 20:53

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Göran Persson segir að íslendingar verði að aflétta gjaldeyrishöftunum.Hann segir það vegna þess að annars fær Ísland ekki inngöngusamning við ESB.Það skiptir hann minna máli að ef gjaldeyrishöftunum verður aflétt með þá greiðslustöðu sem ísland hefur við útlönd og þá krónueign sem íslendingar og útlendingar eiga,þá hrynur krónan um leið og höftunum verður aflétt.Þessi maður á að þegja þegar hann er staddur á Íslandi.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2012 kl. 20:57

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það bjargaði svíum að gerast aðili að EU. það er eins sumir íslendingar hafi akaflega slæmt minni. þeir muna ekkert eftir tímanum þegar svíar og finnar geruðust aðilar að EU. það bjargaði þessum löndum. Í framhaldi tók Finnland upp Evru en það varð tímabundin frestun í svíþjóð. Stuðningurinn að EU var nóg á þeim tíma.

það var bráðnauðsynlegt fyrir svía að gerast aðilar að Sambandinu. það sama gildir um Ísland. Sumir íslendingar vita ekkert um hvað þeiru að tala en eru annaðhvort alveg blindaðir af ofstækisþjóðrembingi eða alveg logandi hræddir við útlendinga að þeir þora ekki einu sinni að rétt skima útúr sínum hugarfarslegu torfkofum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2012 kl. 22:10

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það eru tvær þjóðir í Evrópu sem hafa verið kallaðar "herraþjóðin" af sínum nágrönnum.Óþarft er að tilgreina hvaða þjóðir það eru.Það vita það flestir.Íslendingar hafa ekki borið þann titil hingað til.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2012 kl. 22:19

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er líka allt í lagi að rifja það upp, hvað svíar og aðrar"Evrópuþjóðir" hjálpuðu okkur mikið þegar allt hrundi hér.Það var akkúrat ekkert,fyrr en íslendingar sendu rússum neyðarkall.Og það á okurvöxtum.En það voru tvær þjóðir´, pólverjar og færeyingar sem buðu fram aðstoð.Hvar var Göran Persson þá.Ekki heyrðist mikið til hans í Svíþjóð um að svíar ættu að aðstoða íslendinga.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2012 kl. 22:26

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vonandi hypjar þessi svíi sig heim sem fyrst.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2012 kl. 22:30

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er bara ein þjóð í evrópu sem ætlaði að stela Grænlandi. það er Ísland. þeir ætluu að stela Grænlandi alveg framundir 1960! Og eg er ekki að ljúga þessu. þetta hefur verið þaggað niður á seinni tímum af því menn skammast sín fyrir þetta sem vonlegt er. Ennfremur fóru íslendingar rétt fyrir aldamótin 1900 - og stálu landi af indíánum og öllum eigum þeirra. þetta hefur líka verið þaggað niður.

Með svíþjóð, þá er það vel þekkt staðreynd að EU aðild bjargaði svíum og Göran Persson hefur margsagt það td. 2008:

,,Göran Person, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann segir að Evrópusambandsaðild hafi skipt sköpum fyrir Svía til að vinna bug á kreppunni." (visir 2008)

,,Hann segir að Evrópusambandsaðild hafi skipt sköpum fyrir Svía til að vinna bug á kreppunni."

þetta er ekkert flókið. þeir bíða bara eftir svíarnir að taka upp evru við tækifæri. Gæti vel gerst mjög fljótt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2012 kl. 22:41

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér þykir INNLIMUNARSINNAR vera orðnir gamansamir...  

Jóhann Elíasson, 27.11.2012 kl. 23:38

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hann segir og hann segir.

Þetta er frábær málflutningur hjá þér Ómar. 

Hvað segir hann við Svía og Danmörk um niðurskurð hjá ESB vegna aukinna fjárútláta til styrkja.

Hvað segir hann við Englendinga um sama efni.

Hann hlítur að hafa einhverja skoðun sem þú getur endursagt til okkar. Eða er það ekki svo?

Eggert Guðmundsson, 28.11.2012 kl. 00:24

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hefir nokkur háttsettur maður eða útsendarar ESB Brusselsmann sagt einhvað annað en að á evru svæðinu er ekkert nema björt framtíð. Það eru bara góðar fréttir fyrir þá en ekki vil ég fórna Íslandi fyrir þá framtíð.

Valdimar Samúelsson, 28.11.2012 kl. 11:29

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar Kristjánsson getur þú sett mynd af þér með blogginu. Ég hef áhuga að sjá hvernig síðustu ESB sinnarnir líta út þeir eru nefnilega ekki margir eftir.

Valdimar Samúelsson, 28.11.2012 kl. 11:31

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Valdimar, Nýjustu verðbólgutölur benda til þess að ESB andstæðingar verði komnir í útrýmingarhættu á Íslandi innan nokkura mánaða.

Jón Frímann Jónsson, 28.11.2012 kl. 13:19

14 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Göran sagði--Göran sagði--- Göran sagði. Ómar er þessi Göran þinn, einhver  Dýrlingur í þínum augum. Er hann kannski þinn æðrimáttur!?

Eyjólfur G Svavarsson, 28.11.2012 kl. 14:06

15 identicon

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 15:02

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Valdimar. Ekki man ég hvað hann heitir gamli fyrrum embættismaður hjá ESB- og hátt settur þar - sem hérna var gestkomandi í fyrra. En hann sagði þá að líklega ættu allar þjóðir Evrópu að ganga í ESB NEMA Íslendingar. Þetta var reyndar áður en í ljós kom að stoðir sambandsins voru orðnar grautfúnar.

En það er mikilvægt að Þeir Ómar Bjarki og Jón Frímann láti ekki deigan síga við áróðurinn. Ekkert er okkur andstæðingum aðildar mikilvægara en háværar raddir heilaþveginna evrópudindla.  

Árni Gunnarsson, 28.11.2012 kl. 17:07

17 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég held að það sé nú almennt viðurkennt hér í Svíþjóð að hin gríðarlegi árangur í efnahagsmálum sem hægri stjórnin sænska stærir sig af sé ávöxtur efnahagsaðgerða sem jafnaðarmenn gripu til í tíð seinni ríkisstjórnar Ingvars Carlsson (þegar Göran Persson var fjármálaráðherra) og í eftir að Persson varð forsætisráðherra.

Anders Borg skreytir sig því stolnum fjöðrum og hefur sett sænska hagkerfið í stórhættu með hugmyndafræðilegri þrjósku sinni. Svíar hafa "free-rideað" á efnahagsaðgerðum annarra þjóða undanfarin ár og nú þegar helstu útflutningsmarkaðirnir eru að draga saman seglin er sænska hagkerfið ekki viðbúið áfalli. Efnahagsleg geta til þess að takast á við áfallið er til staðar en viljinn til að nýta hana ekki.

Hvað ESB-aðild Svía varðar eru flestir þeir sem ég hitti og ræði við um slík mál mjög hlynntir og sjá að Svíar hafa notið góðs af aðildinni.

Guðmundur Sverrir Þór, 29.11.2012 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband