Leita í fréttum mbl.is

Ræðum ESB-málið af alvöru!

Á MBL.is stendur: "Steinar Harðarson telur að Vinstri grænir eigi að skoða þann valkost að fylgja eftir aðildarviðræðum í Evrópusambandið. Þar sé lýðræði og mannréttindi í öndvegi.

Slíkt sé hlutverk sem Vinstri græn eigi að líta til. Þá sé Evrópusambandið í forsvari fyrir umhverfismál. Eins sé mikilvægt að styrkja stöðu Íslands á norðurslóðum. Telur hann að aðild geti bætt pólitíska hagsmuni á alþjóða vettvangi. Þetta kom fram í almennum stjórnmálaumræðum á landsfundi Vinstri grænna sem nú stendur yfir."

Yfirskrift fréttarinnar er: ESB-aðild á að ræða af alvöru.

Þessu erum við fyllilega sammála. Staðreyndin er samt sú að hér á landi eru sterk öfl sem vinna gegn því að það sé hægt og vilja málið útaf borðinu. Það eru hinsvegar sterkir almannahagsmunir sem gera það nauðsynlegt að ræða málið til enda og kjósa um aðildarsamning. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

VG er fyrst og fremst flokkur umhverfisöfga og ríkisstarfsmanna.Það kemur þar af leiðandi ekki á óvart að rödd þar innandyra vilji komast á Evrópuþingið til að standa við hlið Evu Joly í að berjast gegn íslenskum fiskveiðum, hvalveiðum, selveiðum, virkjunum og jafnvel gegn íslenskum landbúnaði.Umhverfisöfgaflokkurinn VG,réttara væri að kalla hann sama nafni og flokk Evu Joly,flokk Græningja,sem er alþjóðlega heitið,vill koma í veg fyrir olíuvinnslu á Drekasvæðinu.Innan Evrópusamtakanna hefur ekki verið gerð nein samþykkt um að styðja slíkan málstað.Undirritaður sem meðlimur Evrópusamtakanna, leggur til að þeim sem heldur fram slíkum málstað á síðu samtakanna verði ekki falið að rita leiðara fyrir hönd Evrópusamtakanna í framtíðinni.Nóg er samt af ruglu sem veltur fram í leiðaraskrifum samtakanna.Evrópusamtökin mættu gjarnan taka viðtal við Donald Tusk sem forsætisráðherra Póllands sem lýst hefur því yfir að Pólland muni ekki taka upp evru í framtíðinni.Evrópusamtökin eiga að hafa það að markmiði að vera með upplýsta umræðu í stað trúaröfga á ESB.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.2.2013 kl. 10:09

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Engin "samningur"sem hægt er að kjósa um er í sjónmáli.Það eru því hreinar lygar Evrópusamtakanna þegar þau halda því fram að hægt sé að kjósa um einhvern"samning", því hann er ekki til og ekkert útlit er fyrir að hann verði til á næstu árum.En vissulega er hægt að setja ESB tvo kosti.Annaðhvort veri gengið frá umsókn Íslands á næstu 12 mánuðum ,ellegar kosið verði um það á Íslandi hvort viðræðurnar verði settar í frost um ófyrirséða framtíð og þær verði ekki settar af stað aftur fyrr en þjóðarvilji íslendinga standi til þess að undangengnum kosningum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.2.2013 kl. 10:19

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nýjasta útspil öfgaumhverfissambandsins ESB er að setja reglur um olíuvinnslu á norðurslóðum, reglur á svæðum sem komar sambandinu ekki við. Fýla ESB vegna þess að olíusvæðin eru ekki innan lögsögu ESB eru nú að koma í ljós.Gömlu nýlenduveldin halda að þau ráði enn heiminum.Að sjálfsögðu auðveldar svona frekja asíuþjóðum aðgengi að samningum við Rússa, Grænlendinga,íslendinga og Bandaríkjamenn um olíuvinnslu.Ríkisstjórn Hitlers hafði innanborðs fyrsta umhverfisráðherrann.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 23.2.2013 kl. 10:50

4 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

ég er sammála VG eru umhverfis og mannréttindaflokkur og hugmyndir þeirra passa vel við hugmundyr ESB í þeim efnum fyrir uta að í ESB fengju þau risa vetvnag til að berjast fyrirb áhugamálum sínum í samvinnu við sterka samstæða flokka í stað þess að vera ein að gauf hér á landi

Guðmundur Ingólfsson, 24.2.2013 kl. 01:11

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, við í meirihlutanum viljum ESB-málið "útaf borðinu". Og ég er sammála landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að loka eigi Evrópu[sambands]stofu. Eins má Summa sendiherra fara heim til sín, ef hann hættir ekki að predika um ESB í landsbyggðarferðum sínum. Allt þetta hátterni og 230 milljóna fjárausturinn í áróður samrýmist ekki skyldum ríkja og sendiráða skv. Vínarsáttmálanum, sbr. skrif Tómasar Inga Olrich sendiherra þar um. Nei við ESB.

Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 04:33

6 Smámynd: The Critic

VG talar af meira viti um ESB málið en Sjálfstæðisflokkurinn.
Andstaða við ESB er mikið tilkomin vegna fáfræði og lygaáróðurs sem haldið er uppi hér í fjölmiðlum af stekum öflum. Þessi sömu öfl ætla sér svo að láta loka Evrópustofu, afhverju? Jú því almenningur má ekki komast að sannleikanum um ESB, sterku öflin ætla sér að ljúga áfram í þjóðina og heilaþvo hana af lygaáróðri og rangfærslum um ESB.

The Critic, 24.2.2013 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband