Leita í fréttum mbl.is

Kýpur neitaði neyðarláni - en enn unnið að lausn

Þingið á Kýpur sagði nei við láni frá ESB og ASG, sem landið bað sjálft um í júní á síðasta ári. Þetta vegna skilyrðanna sem sett eru af hálfu lánveitendanna (sem enn standa við boð sitt um að lána Kýpur).

Á Kýpur er fjármálageirinn um sjö sinnum stærri en þjóðarframleiðslan og minnir ástandið því verulega á það sem uppi var hér á landi fyrir hrunið 2008.

Rússar og rússnesk fyrirtæki eiga gríðarlega fjármuni á Kýpur, sem með virkum hætti hefur lokkað til sín allt þetta fjármagn. Talið er að allt að 5000 milljörðum ÍSK sé í eigu Rússa, eða um þriðjungur allra innistæðna á Kýpur. Kýpur er einn stærsti fjárfestingaraðilinn í Rússlandi í gegnum fyrirtæki skráð þar, en sem eru í eigu rússneskra aðila.

Kýpur hefur haft það orðspor á sér að vera skatta og peningaparadís og það er ekkert leyndarmál að hluti þess fjármagns sem er í kýpverska kerfinu er "óhreint".

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble sagði í viðtali við þýsku ZDF-stöðina að Kýpur hefði beðið um aðstoð og þar þyrfti að gera raunhæfa áætlun fyrir Kýpur að koma aftur inn á alþjóðlega fjármálamarkaði.

Íbúar Kýpur eru um 1 milljón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þyskaland mun ekki bjarga Kýpur.ESB ekki heldur.En Kýpverjar eru orðnir þrælar ESB.Kanski verður Kýpur sameinuð undir fána Tyrklands.Fólk í norðurhluta eyjarinnar mun ekki hafa það verra í framtíðinni en fólk í suðurhlutanum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 20.3.2013 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband