Leita í fréttum mbl.is

Hvað erum við mikið í ESB?

Eitt stærsta ágreiningsmálið milli Evrópusambandssinna og þeirra sem vilja ekki ganga í Evrópusambandið á Íslandi er hversu mikinn þátt við erum að taka í samstarfinu nú þegar. Þegar Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra þá nefndi hann oft 80% töluna í því samhengi, en þegar Davíð Oddsson tók við utanríkisráðuneytinu þá breyttist talan skyndilega í 6,5%, sem er tala sem andstæðingar Evrópusambandsaðildar nota mjög mikið í umræðunni. Sú tala er fengin með því að taka allar tegundir lagagerða ESB yfir ákveðið tímabil og telja hversu margar af þeim verða á lögum á Íslandi, en það sem gleymdist að minnast á er að aðildarlönd Evrópusambandsins taka ekki sjálf upp allar þessar reglur - þannig að ef sama mælikvarða væri beitt á Svíþjóð þá eru Svíar aðeins þriðjungs aðildarþjóð að sambandinu.

Það er því ljóst að þessi talnaleikfimi er ekki að hjálpa okkur mikið að skilja að hversu stórum hluta Ísland er aðili að ESB - því þótt Ísland taki ekki upp 80% af reglugerðum ESB þá gera hin aðildarlöndin það ekki heldur. Það er þó merkilegt að skoða skrif Eiríks Bergmanns frá 2005 þar sem hann kemst að því að "okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum ESB sem Svíum er gert að innleiða", því þar er kominn samanburður sem setur hlutina í samhengi. Það gæti því verið að þessi 80% tala sé bara nokkuð nærri lagi þegar á heildina er litið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband