Leita í fréttum mbl.is

Evrópa á döfinni

Ágæta áhugafólk um Evrópumál, Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og iðnaðarráðherra, skrifar áhugaverða grein um Evrópumál inn á heimasíðu Framsóknarflokksins í dag.

Þar segir Jón meðal annars: ,,Aðild að Evrópusambandinu kemur því aðeins til greina að hún sé liður í varanlegri framtíðarstefnu Íslendinga. Og hún getur því aðeins gengið að hún sé liður í þjóðarmetnaði okkar og tengist styrkleikum okkar, að við teljum okkur hafa eitthvað fram að færa á þessum vettvangi. Því munu frjálshyggjumenn og jafnaðarmenn ekki einir geta veitt þjóðinni forystu. Hér þurfa þjóðhyggjumenn líka að koma að máli."

Varðandi sjávarútvegsmálin segir hann; ,,Sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins hvílir á þeirri forsendu að ekki var skilgreindur eignarréttur varðandi fiskistofna og fiskimið. Fiskveiðistjórnarkerfi Íslendinga hefur sérstöðu með ákvæði um þjóðarsameign. Má vera að styrkja þurfi ákvæðið áður en til aðildarviðræðna yrði gengið. Í annan stað hvílir fiskveiðikerfi Evrópusambandsins á þeirri forsendu að um sé að ræða viðurkennda virka veiðireynslu, sömu veiðistofna, og samliggjandi fiskimið. Ekkert af þessu á við um Íslandsmið."

Í lokin segir Jón; ,,Það er ekki skynsamlegt að útiloka hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrirfram. Ákvörðun um aðild á að taka með þjóðaratkvæði. Þessa ákvörðun verður að taka í sókn og metnaði en ekki í uppgjöf eða vörn."

Þetta eru athyglisverðir punktar sem Jón segir því mjög skiptar skoðanir eru um Evrópumálin innan Framsóknarflokksins. En það er greinilegt að Jón vill að umræðan haldi áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ég er sammála nafna mínum hér. Innganga inn í ESB verður að fara í gegnum þjóðaratkvæði og íslendingar þurfa að setja upp miklu markvissari stefnumörkun um málið, fara í sókn og taka stjórn í málinu í staðinn fyrir að standa eins og þvara á meðan Evran læsir sig sjálfkrafa inn í íslensku efnahagslífi og Ísland þannig einhvern veginn rekur ósjálfbarga í faðm ESB.

Hins vegar þoli ég ekki þennan tón sem er alltaf notaður um ESB hér á Íslandi, "það á ekki að útiloka aðild að ESB" eða Forsetisráðherra talandi um að aðildarviðræður njóti ekki stuðnings eða álíka rugl. Það er alltaf talað um ESB eins og einhverskonar hlut sem fjarlægur íslenskum raunveruleika þegar staðreyndin er sú að það er bullandi stuðningur fyrir aðild.  

Hinsvegar bíð ég spenntur eftir því hvað Noregur geri, hvort þeir beiti neitunarvaldi eða ekki. Ég vona eiginlega að þeir beiti neitunarvaldinu, svo EES samningurinn verði felldur, þá eru íslendingar knúnir til að ganga inn. Það myndi allavega hafa hræðileg áhrif á íslenskt efnahagslíf ef við stöndum fyrir utan frjálsa markaðinn miðað við það hve stórt hlutfall af viðskiptum okkar fyrirtækja er erlendis. Mörg okkar stærstu fyrirtæki eru með kannski 5% af sínum tekjum hér heima. 

Jón Gunnar Bjarkan, 3.12.2007 kl. 20:01

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Væntanlega þykir mörgum áhugamönnum um Evrópumál athyglisvert það sem segir í greininni um aðildarsamning Maltverja, aðildarsamning Finna vegna Álandseyja, um fiskveiðistjórnun ESB, og um ákvæði aðalsamnings ESB um sjávarútveg og landbúnað Azoreyja, Kanaríeyja og Madeira; og hins vegar um fullveldismál og þar á meðal um ákvæði ESB um úrsagnarrétt aðildarríkja. (www.framsokn.is 26.nóv.)

Þetta ætti að gerbreyta umræðunni hér á landi ef menn vilja sjá þetta.Ég er hins vegar ekki sannfærður að allir vilji sjá þetta.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.12.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband