Leita í fréttum mbl.is

ASÍ leggur til Evrópusambandsaðild

Þingi Alþýðusambands Íslands lauk í gær, en þar var samþykkt tillaga um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þar sem ASÍ eru stærstu hagsmunasamtök launafólks á landinu þá verða þetta að teljast stórtíðindi sem ríkistjórnin getur ekki litið framhjá í aðgerðum sínum næstu vikur og mánuði. Í ályktun ASÍ segir;

Alþýðusamband Íslands [telur] afar mikilvægt að stjórnvöld fylgi lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir með því að tryggja stöðugan gjaldmiðil til framtíðar. Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. ASÍ telur að yfirlýsing um að stefnt verði að aðild að evrópska myntsamstarfinu (ERM II) á næstu 2 árum myndi leggja mikilvægan grunn að því að hægt yrði í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skapa nauðsynlegan trúverðugleika fyrir meiri festu í skráningu krónunnar á næstu árum þangað til full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu (EMU) og upptaka evrunnar næðist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þessi ályktun markar tímamót.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 13:02

2 identicon

Jæja... Í þessari yfirlýsingu er ekki ein einasta röksemdafærsla... hvað heldur ASÍ að gerist ef við göngum í ESB...?

Ef menn halda að Evran sé stöðugur gjaldmiðill þá hafa menn lítið vit á alþjóðlegaum gjaldeyrismörkuðum. Evran er fljótandi gjaldmiðill og hefur því ekkert fastsett verðmæti.

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það verður ekkert farið að vilja ASÍ í þessu máli frekar en farið verður að vilja þjóðarinnar, samtökum atvinnulífsins, samtökum iðnaðarins, verkalýðshreyfingarinnar eða lífeyrissjóðanna. Við megum bara hreinlega ekkert kjósa um ESB enda stjórnum við engu í þessu landi.

Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband