Leita í fréttum mbl.is

Mogginn og fiskarnir...

ÞorskurÞað kemur ekki á óvart að með nýjum ritstjórum MBL blása vindar engra breytinga, eins og sést á öðrum leiðara blaðsins í gær, sem allt eins hefði getað verið skrifaður af gamla ritstjóranum, Styrmi Gunnarssyni. Eins og þeir sem sáu "magasín-moggann" um helgina birtist hann þar undir efnisþættinum Af innlendum vettvangi. Styrmir er sem kunnugt er mikill andstæðingur Evrópusambandsins, en hefur hinsvegar ávallt varið íslenska kvótakerfið með kjafti og klóm.

En aftur að leiðaranum, sem fjallar um ESB og fiskveiðimál. Er hér um að ræða viljandi eða óviljandi rangtúlkun MBL á orðum Joe Borg?

Í leiðaranum segir m.a:,, Joe Borg, fiskveiðistjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, viðraði nýlega hugmyndir um að sjávarútvegskerfi sambandsins yrði bylt og tekið yrði upp sóknarmarkskerfi. Í nýlegri ræðu Borg má sjá að hann áttar sig á að innan sambandsins verði ekki allir á eitt sáttir við að bylta kerfinu. Þar kæmu til áhyggjur af því að hinum svokallaða „hlutfallslega stöðugleika“ yrði varpað fyrir róða. Þetta þýðir með öðrum orðum að veiðireynsla hefði ekki lengur þýðingu."

Málið hefur komið til tals hér á landi vegna ummæla spænskra útgerðarmanna þess efnis að þeir vilji breyta kerfinu. MBL birti frétt um málið. Spænskir útgerðarmenn tala hinsvegar ekki fyrir spænsk stjórnvöld og eru ekki fulltrúar þeirra. Rétt eins og LÍÚ hér á landi! Þá er um það einhugur meðal annarra þjóða ESB að halda reglunni um hlutfallslegan stöðugleika.

Sé ræða Borg skoðuð nánar, sést hvað hann hugsar; ,,Some of you may now think “But what about relative stability?” The fact is that you could take today’s relative stability and transform it into effort. In doing so, the rights as apportioned between Member States would not be affected in any way." Veiðiréttindi myndu ekki skerðast samkvæmt Borg!

Það módel sem m.a. hefur verið litið til er kvótaframsals-módelið íslenska og einnig horfir ESB til Nýja-Sjálands.

Í leiðaranum er sagt að þessar hugmyndir hljómi ekki vel í eyrum LÍÚ, en hljóma einhverjar breytingar vel í eyrum LÍÚ?

Hvað með t.d. þá hugmynd að Ísland gæti fengið umtalsverð áhrif á fiskveiðimál innan ESB. Það blasti jú við Norðmönnum á sínum tíma.

Hvað með þá hugmynd að íslenskt hugvit og tækni gæti orðið enn frekari útflutningsvara frá Íslandi til ESB við mögulega aðild?

Í samningaviðræðum við ESB gildir fyrir Íslendinga að setja fram skýrar og afmarkaðar kröfur varðandi fiskveiðimálin og það er mikill misskilningur að Evrópusinnar vilji að Íslendingar missi forræðið yfir fiskveiðilögsögunni.Það er goðsaga!

En fiskveiðimál eru á nokkurs efa málaflokkur þar sem Íslendingar gætu látið mikið til sín taka!

Nú stendur yfir endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB og á henni að vera lokið árið 2012. Við þá vinnu nýtur ESB aðstoðar Stefáns Ásmundssonar, sérfræðings, en hann hóf störf þar í apríl síðastliðnum

Af hverju skyldi ESB sækjast eftir þekkingu og reynslu okkar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Evrópusambandi mun halda við hinum svokallaða stöðuleika og þá miða við veiðireynslu, sem kemur Íslandi til góða.  Auðvitað er LÍÚ á móti þessu, því þá væri allt kvótabrask úr sögunni, en á því lifa margar útgerðir á Íslandi í dag.  Við eigum óhrædd að ganga í ESB og komum til að hafa þar mikil áhrif á sjávarútvegsmálin.  Afstaða Morgunblaðsins þarf ekki að koma á óvart þar sem margar útgerðir eru í eigendahópi blaðsins.

Jakob Falur Kristinsson, 27.10.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er sjálfsagt að hafa vakandi auga með öllu sem varðar sjávarútveg. Það eru hvorki Mogginn né Styrmir sem setja reglurnar. Og ræða Borg's hefur ekki lagagildi heldur.

En hvað segir ESB um málið?

Í Grænbók ESB um sjávarútveg (frá 22. apríl 2009) er viðruð hugmynd um að þrjá möguleika í stað reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika, sem þýðir að hún myndi víkja.

  1. framseljanlegar veiðiheimildir
  2. halda reglunni og taka upp þjóðarkvóta "í samræmi við þarfir skiptaflota hverrar þjóðar" 
  3. að einkaréttur til veiða innan landhelgi nái aðeins að 12 mílum

Við þurfum að hafa áhyggjur af þessu, en ekki orðum manns sem trúlega lætur af embætti í næsta mánuði eða Moggaskrifum á Íslandi.

Haraldur Hansson, 27.10.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Las þetta hjá moggareyinu.  Og eg veit ekkert hvert var verið að fara í þessu.  Bara ekki neitt.

Vitnað í einhvern Adolf - sá vissi ekkert hvað hann væri að tala um.

Þetta var mjööög furðuleg grein.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 14:05

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. það er bara þannig að ef andsinnar skrifa eða fjalla um sjávarútveg og ESB í sögu grein ea sama erindi - þá er hægt að ganga útfrá því sem vissu að um 90% þvælu og um 10% þvaður sé að ræða.

Er bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 14:26

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps ps.  í rauninni alveg bráðfyndið hvernig moggin leggur útaf guðspjallinu.  Borg segir td.:

"This therefore raises the question as to what could be the best suited management system for our stocks? We have, of course, looked to other countries such as Iceland and New Zealand, where individually tradable rights are used to manage fish stocks with apparently good results. "

Og auðvitað lýst LÍÚ mjög illa á þetta !!

Haha alveg hillaríus bullið í andsinnum stundum.  Hillaríus.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband