Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur um gjaldmiðilinn

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, bloggari fer mikinn í nýjasta pistli sínum í dag á Eyjunni. Nú tekur hann gjaldmiðilinn fyrir undir fyrirsögninni "Ónýtur gjaldmiðill" en þar segir Guðmundur m.a.:

,,Verðbólga í nágrannalöndum okkar er og hefur verið umtalsvert lægri en hér og sveiflur eru margfalt minni. Það hefur leitt til þess að vextir þar eru margfalt lægri og ekki þörf á verðtryggingu eða greiðsludreifingu á vaxtagreiðslum. Verðlag þar er lægra og stöðugra. Vextir á húsnæðislánum og langtímalánum á bilinu frá 2,4% - 5%. Þar er fólk ekki að tapa eignum sínum vegna ónýts gjaldmiðils, ofurvaxta og verðtryggingar. Þar getur fólk selt eignir sínar og flutt þær, t.d. til annarra landa. Hér í krónuumhverfinu er hvorugt hægt. Hér verða ellilífeyrisþegar að éta það sem úti frýs undir lakri stjórn stjórnmálamanna."

Og síðar segir Guðmundur: ,,25% af launum íslendinga fara í aukakostnað vegna krónunnar. Til þess að hafa svipuð laun og annarsstaðar á Norðurlöndunum þurfum við að skila 25% lengri vinnuviku. Hvergi hefur eignatap einstaklinga orðið eins mikið og hér, það er vegna hruns krónunnar. Stór hluti af verðfalli eigna lífeyrissjóða og sjóða þar sem fólk geymir sparifé sitt er vegna þessa kerfisfalls krónunnar og þessi hluti stefnir í að verða langstærsti þátturinn í verðfallinu.

Krónan heldur íslendingum í efnahagslegum þrælabúðum."

Allur pistillinn

(Mynd DV)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi sjáfskipaði verkalýðsforstjóri ætti nú að gaspra minna og ekki að gaspra niður gjaldmiðil þjóðarinnar þegar ekkert annað er í boði næstu 10 til 15 árin og alls ekki Evran jafnvel þó við gengjum nú þegar strax inní ESB apparatið.

Það er akkúrat enginn rökstuðningur fyrir þessum fullyrðingum og gífuryrðum forstjórans.

Það þarf nú ekki krónuna til, til þess að brenna eigur fólks og valda hörmungum og kjaraskerðingu. Sjálfur bý ég nú í ESB/EVRU landinu Spáni og hér er atvinnuleysistölur nú rétt um 20%. Atvinnuleysisbætur mun lægri en þær eru á Íslandi og reglur allar miklu þrengri um það hverjir eigi kost á þeim. Þannig að í raun er atvinnuleysið talsvert meira. Atvinnuleysi ungs fólks er u.þ.b. 35% sem sagt meir en þriðji hver ungur maður eða kona eru án atvinnu.

Er það ekki gríðarleg kjaraskerðing almennings að búa við svona hörmungar.

Húsnæðisverð hefur hrunið um hátt í 50% og lánin eru nú miklu hærri é Evrum heldur en fæst fyrir húsin. Þannig hefur sparifé fólks sem oft var bundið í eigið fé í húsnæðinu algerlega brunnið upp.

Hér er fólk mjög svartsýnt á ástandið og ferðamannaiðnaðurinn hefur dregist verulega saman en þar er um að kenna almennt krísunni og svo háu gengi EVRUNNAR sem þannig veldur stærsta atvinnuvegi Spánverja gríðarlegum búsyfjum og atvinnuleysi. Bretar og Norðurlandaþjóðirnar sem enn búa við sína eigin gjaldmiðla en hafa verið stór hluti ferðafólksins hér, fer frekar til annarra landa þar sem þeir þurfa ekki að greiða fyrir vörur og þjónustu í allt of hárri Evru.

Ég tel að krónan sé að vinna mjög gott verk á Íslandi núna og að einmitt með okkar eigins sveigjanlega gjaldmiðli munum við komast mun fyrr útúr kreppunni heldur en mörg þau EVRU ríkin sem sitja föst og helfrosinn í viðjum EVRUNNAR og geta sig hvergi hreyft.

Gunnlaugur I., 29.12.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband