Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Upptaka evru lækkar vexti

Aðalsteinn Leifsson skrifaði góða grein í Blaðið í síðasta mánuði um það hvernig upptaka evrunnar hefur fljótt áhrif til vaxtalækkunnar. Eins og segir í greininni; "Vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum frá viðskipabönkum til heimila á Írlandi, Spáni, Finnlandi, Portúgal og Þýskalandi voru á bilinu 19,05% (Portúgal) til 9,35% (Þýskaland) árið 1992 þegar ákvörðun um upptöku evrunnar er tekin. Tíu árum síðan þegar upptaka evru er að fullu lokið með tilkomu evruseðla og myntar eru vextir í Portúgal 5,02% og Þýskalandi 5,53%. Sama þróun varð í lánum til fyrirtækja."

Greinina má lesa í heild sinni hér; http://www.ru.is/?PageID=1349&NewsID=1627
mbl.is Ekki útlit fyrir lækkun stýrivaxta fyrr en á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorvaldur Gylfason Evrópumaður ársins

Á fundi Evrópusamtakanna fyrir skömmu var Dr. Þorvaldur Gylfson útnefndur Evrópumaður ársins. Þetta er fjórða skipti sem Evrópusamtökin veita þessa viðurkenningu en Þorvaldur fékk hana að þessu sinni fyrir elju sína að kynna Evrópumálin fyrir Íslendingum. Hann skrifaði sína fyrstu grein um mikilvægi þess að Íslendingar myndu ganga í Evrópusambandið árið 1987 og hefur verið óþreytandi síðan að skrifa og fjalla um þetta málefni.

Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Hann er einnig rannsóknarfélagi við Hagstjórnarfræðistofnunina (Centre for Economic Policy Research, CEPR) í London, Viðskipta- og hagfræðistofnun Bandaríkjanna og Japans (Center for U.S.-Japan Business and Economic Studies) við New York háskóla og Hagfræðistofnun Háskólans í München (Center for Economic Studies, CESifo). Eftir hann liggja fimmán bækur og rösklega 100 ritgerðir og kaflar í erlendum og innlendum tímaritum og bókum auk nálega 500 blaðagreina og annarra smágreina. Að loknu doktorsprófi frá Princetonháskóla

1976 starfaði hann sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington 1976-1981. Hann var rannsóknarfélagi við Alþjóðahagfræðistofnunina í Stokkhólmsháskóla 1978-1996 og gistiprófessor í Princetonháskóla 1986-1988. Meðal bóka hans eru Markaðsbúskapur (með öðrum, 1994), sem hefur komið út á sautján tungumálum, þar á meðal rússnesku og kínversku, og einnig ritgerðasöfnin Almannahagur (1990), Hagfræði, stjórnmál og menning (1991), Hagkvæmni og réttlæti (1993), Síðustu forvöð (1995), Viðskiptin efla alla dáð (1999), Framtíðin er annað land (2001) og Tveir heimar (2005).


Evrópusambandið á eitt vinsælasta myndbandið á YouTube

Eitt vinsælasta myndbandið á vefveitunni YouTube þessa dagana er myndband frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Myndbandið fjallar hins vegar ekki um landbúnaðarsáttamála þessu heldur er það samantekt af kynlífsatriðum úr evrópskum verðlaunabíómyndum. Myndbandinu er ætlað að fagna evrópskri kvikmyndagerð.

Framkvæmdastjórnin opnaði nýverið síðu á Youtube og setur þar inn alls konar myndbönd sem hún lætur framleiða fyrir sig. Þar á meðal myndbandið „Let's come together", sem gæti útlagst á íslensku sem „Komum saman."

Áhugasamir geta horft á myndbandið með því að smella hér.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband