Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Norrænu utanríkisráðherranir á fundi í Reykjavík

Af vef UTN:

8.6.2009

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna funda í Reykjavík á morgun, 9. júní. Á meðal umræðuefna verður Stoltenberg-skýrslan svonefnda um utanríkis- og öryggismál, sem Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, vann að beiðni ráðherrannna. Á fundi þeirra verður ennfremur rætt um stöðu alþjóðamála, málefni Mið-Austurlanda, Afganistan og Pakistan, Sri Lanka og Norður-Kóreu, loftslagsmál, efnahagskreppuna og Evrópumál, en Svíar taka við formennsku í Evrópusambandinu í byrjun júlí.

Heimild


Úrslit/niðurstöður Evrópukosninga

Gordon BrownEvrópukosningum er lokið og varð talsverð hægrisveifla í þeim. Þjóðernissinnar unnu á, en einnig umhverfisflokkar. Þátttaka var um 43% sem er um tveimur prósentum lægra en 2004. Í nokkrum löndum jókst þátttaka, t.d. í Póllandi, Lettlandi og Eistlandi. Í Danmörku kusu 60% nú miðað við 48% 2004. Fleiri Svíar kusu einnig nú en síðast og munaði þar sjö prósentum. Lægst var þátttaka í Slóvakíu, 20%, mest í Lúxemborg og Belgíu, rúm 90%.

Á vef Evrópuþingsins má sjá úrslitin, skiptingu þingsæta o.sfrv:

http://www.elections2009-results.eu/en/index_en.html

Þrátt fyrir breytingar á samsetningu sagði Joaquin Almunia, einn framkvæmdastjóra ESB, að ákvörðunarferlið og ákvarðanataka myndi ekki verði erfiðari nú en á fyrra þingi.

Mikil athygli hefur beinst að Bretlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn hafnaði í þriðja sæti, á eftir Breska sjálfstæðisflokknum (UK Independence Party, UKIP). Gordon Brown hefur nóg að gera þessa dagana.


Merckel, Sarkozy, Berlusconi í góðum málum

Samkvæmt SKY-fréttastöðinni geta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Sarkozy forseti Frakklands og Berlusconi, forsætisráðherra á Ítalíu, verið sátt við útkomu Evrópukosninganna. Menn bíða spenntir eftir niðurstöðunum í Bretlandi, eftir undagengin hneykslismál og afsagnir fjölda ráðherra í ríkisstjórn Gordons Brown. Samkvæmt fyrstu fréttum munu miðju og hægriflokkar halda meirihluta á Evrópuþingiinu.

Útgönguspá í Svíþjóð-Evrópukosningar og úrslit (með rauðu)

SVT-2Sænska ríkissjónvarpið, SVT, birti fyrir skömmum útgönguspá með 10.000 þátttakendum vegna Evrópukosninganna. Svartar tölur eru útgönguspá, en þau rauðu er opinber úrslit.

Moderaterna: 18,5 %  (Hægriflokkurinn) 18.8%
Centerpartiet: 5,8 % (Miðflokkur) 5,5%
Folkpartiet liberalerna: 11,4 % (Frjálslyndir) 13.6%
Kristdemokraterna: 5,1 % (Kristilegir) 4.7%

Socialdemokratiska Arbetarepartiet: 25,1 %  (Jafnaðarmenn) 24.5%
Vänsterpartiet: 5,7 % (Vinstriflokkur) 5.6%
Miljöpartiet de gröna: 11,5 % (Umhverfisflokkurinn) 10.9

Piratpartiet 7,4 % (Sjóræningjaflokkurinn) 7.1%

Junilistan 3,6 % (Júnílistinn) 3.6%

Feministiskt initiativ: 3,2 % (Kvennaframtakið) 2.2%

Sverigedemokraterna: 2,4 % (Þjóðernissinnar) 3.3%

,,Rakettan" í þessari könnun er ,,Sjóræningjaflokkurinn," sem býður fram í fyrsta sinn. Flokkurinn berst meðal annars fyrir algjöru frelsi á internetinu og frelsi til að ná í hvaða efni sem er, ,,frjálsu niðurhali," osfrv. Þeir fá mann/menn inn á Evrópuþingið. Umhverfisflokkurinn fær einnig góða kosningu og bætir verulega við sig, en flokkurinn sneri nýlega við blaðinu og vill ekki lengur að Svíþjóð segi sig úr ESB. Báðir þessir flokkar höfða sterkt til ungra kjósenda, segja fréttaskýrendur.

Athyglisvert er að Vinstriflokkurinn, sem á fulltrúa á sænska þinginu og vill að Svíþjóð segi sig úr ESB, fær aðeins 5,7 prósent. Útkoma Hægriflokksins er mun lakari kosningunum en í síðustu þingkosningum og útkoman er einnig vonbrigði fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Júnílistinn, sem kom sterkur inn í síðustu ESB-kosningum í Svíþjóð, dettur út. Þátttaka jókst í Svíþjóð, var um 38% árið 2004, en var nú um 44%.

Heimild


Norsku Evrópusamtökin 60 ára

Paal FrisvoldNorsku Evrópusamtökin fagna 60 ára afmæli sínu um þessar mundir. Héldu samtökin landsfund í Olsó um helgina og var Andrés Pétursson, formaður íslensku Evrópusamtakanna, sérstakur gestur. Hann færði norskum evrópusinnum fréttir af Evrópuumræðunni á Íslandi.

Norsku samtökin voru stofnuð í lok maí 1949 og hafa barist fyrir samvinnu Noregs við önnur Evrópuríki æ síðan. Það er markmið samtakanna að Noregur gerist aðili að ESB. ,,Nú höldum við baráttunni áfram fyrir því að Noregur fái sinn rétta stað í Evrópu," sagði Greta Berget, ritari samtakanna í hátíðarræðu sinni.

Nýr formaður var kosinn, sem og stjórn. Formaður var kosinn Paal Frisvold, einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði Evrópumála. Hann hefur m.a. sérhæft sig í EES-samningnum.

PF http://www.thebrusselsoffice.eu/Default.aspx?tabid=197

Heimasíða samtakanna: www.jasiden.no


Opið fyrir umsagnir um ESB-málið

AlþingiUtanríkismálanefnd Alþingis hefur auglýst eftir skriflegum athugasemdum við tvær þingsályktunartillögur er varða umsókn um aðild að, ESB,  Evrópusambandinu. Nefndin hefur þær til umfjöllunar. Í tilkynningu frá nefndinni segir m.a.:

,,Nefndin veitir viðtöku umsögnum og erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum á netfangið esb@althingi.is en óskað er eftir að undirritað frumrit umsagnar berist nefndinni jafnframt bréflega. Umsagnir og erindi þurfa að berast nefndinni fyrir 15. júní nk. Ekki er hægt að tryggja úrvinnslu umsagna sem berast eftir þann tíma. Tillögurnar tvær eru á vef Alþingis á vefslóðunum:

http://www.althingi.is/altext/137/s/0038.html

og http://www.althingi.is/altext/137/s/0054.html.

Utanáskrift til nefndarinnar er:

Utanríkismálanefnd Alþingis- Skrifstofa Alþingis – nefndasvið

Austurstræti 8-10,150 Reykjavík.


Handhægir bæklingar um ESB

Hjá fastanefnd ESB gagnvart Íslandi er hægt að fá kynningarefni um ESB. Nýr bæklingur fastanefndarinnar ber heitið, Stutt um Evrópusambandið, og fjallar á einfaldan og aðgengilegan hátt allar mikilvægustu stofnanir ESB og það helsta í starfsemi þess. Hægt er að hlaða niður bæklingnum hér (PDF skjal, um 3 mb).

Með ESB í vasanum.

Vasabrotsbæklingur um ESB fæst með því að hlaða honum niður með því að smella hér.

Á vefsíðu fastanefndarinnar, www.esb.is, er að finna meira af góðu efni um sambandið.

 

 


Percy hættir, János tekur við

MBL, birti þessa frétt í dag:

,,Ungverjinn János Herman mun frá og með næsta hausti taka stöðu sem sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi og Noregi. Hann mun taka við af Svíanum Percy Westerlund sem mun þá fara á eftirlaun."

 Öll fréttin: www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/06/04/nyr_sendiherra_esb_a_islandi/


Grounded in Iceland?

airplanesESB-málið er viðkvæmt. Viðbrögð við ferð Össurar Skarphéðinssonar til Möltu (og síðar fleiri landa) sýnir það. Upplýsingar eru mikilvægar í jafn stórum málum og ESB-málinu. Fín aðferð við að afla upplýsinga er að hitta menn persónulega, tala í ró og næði um málefnin. Það er einmitt það sem Össur er að gera. Gerðar hafa verið athugasemdir við ferð Össurar, en nú er ESB-málið í nefnd og verður þar næstu vikur. Á þá Össur bara að vera heima? ,,Grounded in Iceland." Ber honum skylda til þess samkvæmt lögum, eða er það bara eitthvað sem hluta af þingheimi finnst æskilegt? Finnst það bara! Þarf Össur sérstakt flugleyfi?

Formaður Evrópusamtakanna til Noregs

AndresPAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, verður gestur á landsfundi norsku Evrópusamtakanna, sem fram fer í Osló um helgina. Í kjölfar hinnar miklu umræðu hérlendis höfðu samtökin samband við íslensku Evrópusamtökin og óskuðu eftir fulltrúa á fundinn. Norsku samtökin, sem berjast fyrir aðild Noregs að ESB, hafa mikinn áhuga á að kynna sér umræðuna sem fram fer hér á Íslandi. ,,Það verður fyrst og fremst markmið mitt að gera einmitt það, ég ætla að segja frá því sem hefur verið að gerast,” sagði Andrés í samtali.

Hann segir það mikinn heiður fyrir sig og jafnframt fyrir Evrópusamtökin að tækifæri til þess að heimsækja norsku samtökin.

Ný frétt um Ísland: http://www.jasiden.no/Nyheter/visArtikkel/67363

Fleiri ,,íslenskar" fréttir: http://www.jasiden.no/Tema/Island/56926


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband