Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Kraftaverkið í Dunkirk: 70 ár síðan

Hermenn flýja frá DunkirkUm þessar mundir eru liðin 70 ár frá ,,kraftaverkinu í Dunkirk" í Seinni heimsstyrjöldinni. Þá tókst að bjargar um 340.000 hermönnum bandamanna (mest Bretar) undan hernaðarmaskínu Adolfs Hitlers, sem þá ruddist yfir Frakkland, sem féll skömmu síðar. En fjöldi hermanna lést, týndist, eða voru teknir höndum af Þjóðverjum á þessu tímabili.

Sérfræðingar meta það svo að ef þetta hefði ekki tekist, hefði gangur stríðsins mögulega orðið annar og að mögulega hefðu Bretar gefist upp fyrir Hitler. Í þessum stóra hópi var nefnilega um að ræða bestu hermenn Breta, það sem hét "British Expeditionary Force."

Fleiri hundruð skip og bátar sigldu með hermenn frá Dunkirk í Frakklandi, yfir til Bretlands á tímabilinu frá 24.maí til 6. júní.

Um 700, s.k. "litlir bátar" tóku þátt í aðgerðinni og áttu þeir stóran hluta í þessari stórkostlegu aðgerð, þar sem þeir gátu siglt nánast upp í land, til að ná í hermennina.

Þessa atburðar er nú minnst um þessar mundir í Bretlandi og Frakklandi.

BBC er með síðu um þetta, sem og Wikipedia


Eyjan: Landhelgin fyllist EKKI af erlendum togurum við ESB-aðild! Beint frá sjávarútvegsnefnd ESB.

Freri RE"Íslendingar þurfa ekki að óttast að erlend fiskiskip leiti á Íslandsmið, gangi Ísland í Evrópusambandið. Jafnvel þótt Ísland gangist undir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB, þá munu fiskveiðiheimildir byggjast á veiðireynslu, sem Íslendingar einir hafa í íslenskri fiskveiðilögsögu.

Þetta kom fram á fundi Giorgio Gallizioli og Armando Astudillo, sem sitja í sjávarútvegsnefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með fréttamönnum í Brussel í dag, en blaðamaður Eyjunnar var á fundinum."

Þannig byrjar frétt á Eyjunni sem birtist í gær, en eins og fram kemur í tilvitnuninni, var blaðamaður Eyjunnar á fundinum. Síðar í fréttinni segir:

“Í prinsippinu gætu spænsk eða bresk skip siglt á Íslandsmið, en þau hafa ekkert þangað að gera því þau munu ekki geta krafist veiðiheimilda, sem verða byggðar á veiðireynslu. Of langt er um liðið síðan þessar þjóðir veiddu á Íslandsmiðum og því munu þær ekki geta krafist veiðiréttar,” sagði Astudillo.

Sagði hann þetta eiga við um alla helstu fiskistofna á Íslandsmiðum. Mögulegt væri þó að íslensk skip hefðu ekki nýtt sér einhverja smærri stofna, svo sem einhverja flatfiska, en þetta væru smáir stofnar sem hefðu ekki mikla þýðingu fyrir íslenskan efnahag.

“Íslendingar hafa ekkert að óttast við að ganga í Evrópusambandið, hvað fiskveiðar varðar,” sagði Astudillo.

Þar að auki sagði hann andstöðu Íslendinga við fjárstyrki ESB vegna fiskveiða óskiljanlega. Ekki væri eingöngu um að ræða styrki til fiskveiða, heldur gætu íslenskar sjávarbyggðir sótt þangað stuðning til að viðhalda sjávarbyggðum og fiskvinnslu." (Leturbreyting: ES-blogg)

Í ummælum tengdum við fréttina var töluvert rætt um s.k., kvótahopp. Í sambandi við það bendum við á:

a) Grein eftir Úlfar Hauksson, okkar helsta sérfræðing um sjávarútvegsstefnu ESB, en þar segir m.a.:

,,Ef Íslendingar sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu er ljóst að hlutfallslegi stöðugleikinn myndi tryggja að svo til allur sá kvóti, sem heimilt yrði að taka úr sjó við Ísland, félli okkur í skaut. Í norska aðildarsamningnum - frá 1994 - er meginreglan sú að aflahlutdeild ESB innan norskrar lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiðireynslu áranna 1989 til 1993. Í samningnum er kveðið á um að samningsaðilar mega hvorki auka sókn í vannýtta stofna í lögsögu hvor annars, né auka veiðar á þeim tegundum sem ekki sæta ákvörðun um leyfilegan hámarksafla. Norðmönnum tókst því að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart ESB frá því sem var í fiskveiðisamningnum í tengslum við EES-samkomulagið.

Norðmönnum var mikið í mun að tryggja að eignarhald á fiskveiðiheimildum yrði bundið við þegna viðkomandi aðildarríkis þannig að hlutfallslegu jafnvægi yrði ekki raskað með „kvótahoppi.“ Einungis norskir ríkisborgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi og vildu Norðmenn halda þessu fyrirkomulagi eftir inngöngu í ESB. Þetta stangast á við grundvallarreglu ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis og var hafnað á þeirri forsendu. Í samningnum var gert ráð fyrir að Norðmenn fengju þriggja ára aðlögunartíma í þessum efnum og í sameiginlegri yfirlýsingu var áréttuð nauðsyn þess að tryggja hagsmuni þeirra svæða sem háð eru fiskveiðum. Með sameiginlegu yfirlýsingunni og áliti Evrópudómstólsins töldu Norðmenn tryggt að þeir gætu komið í veg fyrir „kvótahopp.“

Norðmenn, líkt og Bretar hafa gert með góðum árangri, hefðu því geta tryggt efnahagsleg tengsl fiskiskips undir norskum fána við Noreg með lögum og þannig komið í veg fyrir „kvótahopp.“ Að sjálfsögðu gætu Íslendingar gert slíkt hið sama ef til aðildar kæmi."

b) Grein eftir Gunnar Þórðarson,af vef Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, en þar segir m.a.:

,,Fyrir liggur að Íslendingar myndu fá nánast allan veiðikvóta við Ísland, og þyrfti ekki að semja sérstaklega um það. Til að tryggja að fiskveiðiarðurinn renni til Íslendingar væri hægt að semja um sérreglur í anda þess sem Bretar gerðu. Slíkt er í anda ESB en í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að aðildarsamningur getur ekki gengið gegn fjórfrelsinu og þar með má ekki mismuna fólki eftir þjóðerni innan ESB. Íslendingar gætu því ekki haldið í kröfu sína um að banna íbúum annarra ESB ríkja að fjárfesta í Íslenskum sjávarútveg."

Í ljósi þessara orða Gunnars hér í lokin má velta því fyrir sér hversu megnugur íslenskur sjávarútvegur er um þessar mundir til fjárfestinga, en skuldir greinarinnar eru um 500 milljarðar, eða um það bil 1/3 af þjóðarframleiðslu Íslands!

LÍÚ birtir í dag frétt um skuldastöðu íslenskra sjávrútvegsfyrirtækja í árslok 2008.

 


Styrkist krónan eða veikjast aðrir gjaldmiðlar?

EvraÁhugavert er að varpa fram þeirri spurningu í sambandi við gjaldmiðilsmál hvort þannig sé staðan í raun að krónan sé að styrkjast?

Vísir skrifar frétt um þetta í dag og þar segir m.a.: ,,Tæknigreining bendir til þess að krónan sé í styrkingarfasa og horfur séu á áframhaldandi styrkingu. Þetta kemur fram í vikulegum Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa."

Hvað þýðir þetta á mannamáli? Hvað er t.d. ,,tæknigreining"?

Svo má velta því fyrir sér hvort það sé eitthvað að gerast í íslensku efnahagslífi sem er að styrkja krónuna, eða hvort þetta séu fyrst og fremst erlendir þættir sem eru að verki?T.d. lækkun Evrunnar og nú aukin spenna á Kóreuskaga?

Nokkur umræða hefur verið um styrk Evrunnar, sumir segja að hún hafi verið of sterk. Er hún þá að leita í átt til ,,leiðréttingar" ?

 


Hera var klassi!

Hera BjörkSjálfsagt er að óska Heru Björk og félögum hjartanlega til hamingju með að komast í úrslitakeppni Júróvisjón, sem fram fer á laugardaginn! Þetta var klassi!

Júrósvisjón er jú keppni sem eiginlega allir hafa skoðun á og margir elska að hata, en flestir gleðjast jú þegar okkar fólki gengur vel! Áfram Hera!

Meira: http://www.ruv.is/frett/minnti-a-operudivu


ESB-fýla Morgunblaðsins

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins skrifar pistill um ESB-fýlu Morgunblaðisins á bloggi Sterkara Íslands. Hann segir m.a.:

,,Ólund Morgunblaðsins vegna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu vex stöðugt. Enginn er hissa á því sem sagt er um þau mál í þeim hlutum blaðsins þar sem skrifað er nafnlaust í leiðurum, Staksteinum og Reykjavíkurbréfi. Ekkert er við það að athuga að ritstjórarnir, annar eða báðir, sjái rautt þegar aðild Íslands ber á góma. Hitt er verra þegar fréttaflutningur blaðsins er farinn að draga dám af skoðunum ritstjóranna.

Þeir virðast hafa verið fljótir að gleyma hátíðlegum loforðum um annað í bréfi til stórs hluta áskrifenda blaðsins sem sagði upp áskrift að blaðinu þegar þeir tóku við blaðinu og óskuðu eftir að fá að sanna sig með hlutlausum fréttaflutningi."

Lesa má alla færsluna hér


...þegar stíflur bresta...!

Hoover-stíflan í BandaríkjunumMikið fjaðrafok hefur orðið hér á landi þegar fréttist að mögulega, við endurtökum; MÖGULEGA, verði tekin sú ákvörðun að formlega hefja aðildarviðræður Íslands og ESB, þann 17. júní næstkomandi, í Brussel.

Það sem gerir mál þetta sérstakt er að ályktun sem snertir þetta mál, var samþykkt í Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur!

ÍTR hefur ekki beint verið þekkt fyrir að álykta um utanríkismál og sýnir þetta ef til vill að vegir þess eru órannsakanlegir!

Bloggheimar loga! Það er líkt og stífla hafi brostið! Og talandi um stíflur, það er akkúrat það sem gerðist þann 17. júní fyrir 51 ári. Þá brast stífla hér á landi. Um þann atburð má lesa á stórskemmtilegu bloggi Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings.

Svo er það þetta með storminn og vatnsglasið?


Gunnar á Hlíðarenda Grikki?

Jón Karl HelgasonSkemmtilegar pælingar Jóns Karls Helgasonar, bókmenntafræðings, um evrópska menningararfleifð okkar Íslendinga, er að finna á www.herdubreid.is. Hann veltir því m.a. fyrir sér hvort Gunnar á Hlíðarenda hafi verið grískur!

Vill MBL að Evran hrynji?

Varðliðar UngverjalandsMorgunblaðið heldur áfram að dreifa ESB-andúð sinni á síðum blaðsins. Nú síðast í leiðara dagsins í dag, undir yfirskriftinni Áhyggjur ESB. Leiðarahöfundurinn, annhvort Davíð eða Haraldur segja þar t.d. frá ,,myntinni sem er að molna sundur" og eiga þar að sjálfsögðu við Evruna.

Það má lesa á milli línanna að það er næstum eins og leiðarahöfundar MBL nánast óski einskis annars en að Evran hrynji, með öllum þeim ósköpum sem því myndu fylgja, efnahagslegum og pólitískum glundroða. Er það vilji eða ósk leiðarahöfunda Morgunblaðisins? Þeim ætti að vera kunnugt hvaða afleiðingar það hefur þegar gjalmiðlar hrynja! Hvað þá á efnahagssvæðisvæði sem telur um 330 milljónir manna!

Pólitísk upplausn og glundroði hefur farið afar illa með Evrópu og leitt til hluta á borð við tilkomu fasisma og nasisma. Ýmislegt bendir til þess að hægri-öfgamenn séu nú, t.d. í Ungverjalandi, að komast á skrið. Vill Morgunblaðið það líka?

Nei, það er miklu nær að reyna að laga og betrumbæta það kerfi sem fyrir er, að standa fyrir svokölluðum umbótum. Upplausn er ekki það sem Evrópa (og umheimurinn) þarf um þessar mundir.

Og ef Morgunblaðið kynnir sér málin, þá er hið mikla atvinnuleysi á Spáni t.d. ekki ESB að kenna! Þar skipta miklu máli reglur á vinnumarkaði, sem Spánverjar hafa sjálfir sett sér! Spánverjar eru frjáls þjóð og geta sett sínar eigin reglur, t.d. varðandi vinnumarkað. Það skín nefnilega í gegnum málflutning MBL að þar er látið í veðri vaka að ESB stjórni bara öllu sem gerist í Evrópu!

Slíkt er hinsvegar langt frá sannleikanum. En það er kannski ekki algjört lykilatriði hjá Morgunblaðinu og et.v. er lögð meiri áhersla á að koma með s.k. ,,Mogga-sannleika."


Aukið aðhald á fjármálamörkuðum

Bandaríska þingiðÍ kjölfar fjármálakreppunnar hafa beggja megin Atlantshafsins komið fram reglur eða tillögur um aukið aðhald og reglur á fjármálamörkuðum. ESB setti nýlega fram tillögur um reglur varðandi áhættu og vogunarsjóði.

Í fréttum í dag kom svo fram að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt hertar reglur um fjármálamarkaði. Það fer nefnilega lítið fyrir því í umræðunni, en það er staðreynd að í bandarísku samfélagi eru stífar reglur á ýmsum sviðum.

Það er því ljóst að breytingar eru í farvatninu hvað varðar fjármálamarkaði.


Júró!

Abba sló í gegn á Júróvisjón, með laginu WaterlooStundum er nauðsynlegt að hvíla sig á pólitíkinni. Hvað er þá betra en að horfa á Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva! Júróvisjón!! Evrópa er jú mikið menningarsvæði og þar á popptónlistin sínar rætur.

Á heimsíðu Júrósvisjón er að finna ALLT um keppnina og keppendur. Keppnin fer fram í Noregi að þessu sinni, en fréttir hafa m.a. borist af því að Norðmenn muni ekki halda hana aftur, þó að þeir vinni! Keppnin hefst á þriðjudaginn.

Bendum einnig á nýja netútvarpsstöð, sem bara sendir Júróvisjón-lög, www.Eurorasin.is

Svo er það bara spurningin: Hvernig gengur Íslandi?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband