Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Ingvar Gíslason fyrrum ráðherra: Óskyldum málum blandað saman (ESB-Icesave)

Ingvar GíslasonGrein Ingvars Gíslasonar, fyrrum alþingismanns og ráðherra, um Icesave, í Fréttablaðinu í gær, hefur vakið athygli ritstjórnar. Ekki síst vegna þess að Ingvar er andvígur ESB-aðild og í samtökum þeirra sem tala gegn aðild.

Reynt hefur verið í umræðunni að splæsa saman ESB-málinu og Icesave. En það er einmitt þetta sem Ingvar gerir að umtalsefni sínu. Ingvar segir: "Ferill málsins sveigðist inn á þá braut að verða milliríkjamál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar svo er komið er langeðlilegast að gera út um slík mál með samningum. Sögulega séð hafa Íslendingar yfirleitt tekið samningaleið framyfir dómstólaleið í milliríkjadeilum."

Og í lokin segir Ingvar: "Ef samningaleiðin er farin hafa íslensk stjórnvöld vald á málsmeðferð með virkum hætti að sínu leyti, eða eins og gerist í samningaviðræðum. Núverandi samningur í Icesavemálinu felur í sér viðunandi lausn deilunnar, tryggir góð málalok. — Fráleitt er að túlka samninginn sem "aðgöngumiða að Evrópusambandinu". Þar er blandað saman óskyldum málum."

Kannski dæmi um það þegar menn geta vegið og metið málin með skynsamlegum hætti - þrátt fyrir að vera á móti ESB.

(Leturbreyting, ES-bloggið). Mynd: Visir.is


Áhugavert um lífræna ræktun í Evrópu og tækifæri

Eygló Björk ÓlafsdóttirÞað sem af er viku hafa nokkrar ESB-greinar birst í blöðunum, í Morgunblaðinu eru menn til dæmis enn fastir í (og fá þar að bulla um) "innlimun" Íslands í ESB! Það er ekki fyndið hvaða vitleysa ratar á síður þess blaðs um ESB-málið! Kynni maður sér málið kemst maður fljótt að því að engin lönd hafa verið innlimuð í ESB. Það er hinsvegar "sena" sem er til í Morgunblaðinu - en skelfing er þetta er orðið þreytt!!

Áhugaverðasta greinin er hinsvegar úr Fréttablaðinu og er eftir Eygló Björk Ólafsdóttur (mynd), en hún skrifar fína grein um lífrænan landbúnað í Evrópu og tækifæri til framtíðar. 

Eygló skrifar:"Eftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" 

Í lok greinarinnar segir Eygló: "Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða."

Öll greinin  (Mynd af www.visir.is)


Össur: Lilja/Atli hafa ekki áhrif á ESB-málið

Össur SkarphéðinssonÞær pólitísku hræringar sem átt hafa sér stað eftir brotthvarf Lilju Mósesdóttir og Atla Gíslasonar hafa engin áhrif á ESB-ferlið, samkvæmt viðtali við Össur Skarphéðinsson, sem birtist á mbl.is. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að ESB-umsóknin í "í öngstræti."

Málið er að ESB-málið er algjörlega í því ferli sem það á að vera, vinnan við það er í eðlilegum farvegi og gengur samkvæmt áætlun.

Fyrir þá sem eru alfarið á móti ESB-ferlinu hlýtur það að vera óþolandi. Atli Gíslason er einn af þeim.

Það er talað um að hjólin þurfi að fara ð snúast hér í atvinnulífinu.

Mikilvægur þáttur í því er að losna við gjaldeyrishöft, fá nothæfan gjaldmiðil og koma samskiptum Íslands/Íslendinga við erlenda aðila í eðlilegt horf! 

(Mynd: DV) 


Ný nálgun á fiskveiðistjórnun í ESB - EcoFishMan verkefnið

Sveinn MargeirssonDr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, fjallar um verkefnið EcoFishMan en Evrópusambandið væntir þess að í EcoFishMan verkefninu verði þróuð ný aðferðafræði sem nýtist við breytingar og umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu.

Lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla. 

Verkefnið er þverfaglegt  og nýtir upplýsingar sem eru byggðar á vistfræðilegum, félagslegum, hagfræðilegum og stjórnunarlegum þáttum. Að EcoFishMan verkefninu koma alls 13 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í átta Evrópulöndum, þar á meðal Háskóli Íslands og Háskólinn í Tromsø í Noregi. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 3,7 milljónir evra á þremur árum og nemur styrkur ESB 3 milljónum evra.  

Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, situr ásamt henni í vísindanefnd verkefnisins.

Föstudaginn 25. mars 2011, Lögberg 101, frá kl. 12 til 13.  

Allir velkomnir.


Þorsteinn um gjaldmiðilsmál og fleira

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson ritaði pistil í Fréttablaðið um síðustu helgi og hugleiddi þar meðal annars gjaldmiðilsmál og bryjann hann svona: "Íslandsbersi staðhæfði á sínum tíma að víxlarar á Englandi vildu heldur falsaða peninga en íslenska. Í þessum skáldskap Halldórs Laxness var beitt ádeila fyrir fjörutíu árum fyrir þá sök að allir vissu að í honum var sannleikskorn. Af því korni hefur nú vaxið veruleiki sem á ekki lengur neitt skylt við skáldskap og margir telja reyndar helstu gæfu þjóðarinnar.

Fjármálaráðherra sagði tvennt í byrjun vikunnar um íslensku krónuna sem hefur afgerandi pólitíska þýðingu. Í fyrsta lagi fullyrti hann að krónan hefði verið til mikillar gæfu fyrir útflutningsgreinarnar og skaðlegt væri að tala hana niður. Í annan stað upplýsti hann að engin framtíðarstefna yrði mótuð af hálfu ríkisstjórnarinnar nema krónan yrði þar jafn kostur á við aðra.

Ummæli fjármálaráðherra féllu á Alþingi. Enginn sem þar á sæti bað ráðherrann að færa fram rök fyrir gengisfellingargæfukenningunni. Það var eins gott fyrir hann því allir helstu hagvísar sýna að þremur árum eftir hrun ríkismyntarinnar bólar ekki enn á vexti í útflutningi. Gæfukenning fjármálaráðherrans og margra annarra leiddi hins vegar fjölmörg heimili og fyrirtæki í gjaldþrot. Þannig varð til afgangur í vöruviðskiptum með minni kaupmætti og stöðvun fjárfestinga.

Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi og iðnaði gera upp reikninga sína í erlendri mynt. Árið 2009 höfðu nærri fjörutíu úr hópi þrjúhundruð stærstu fyrirtækja landsins yfirgefið krónuna. Nærri lætur að velta þeirra innanlands hafi samsvarað tveimur þriðju hlutum landsframleiðslunnar og hildarvelta þeirra hafi verið fjórðungi meiri. Hvernig rýmar þessi veruleiki við kenningu ráðherrans?"

Allur pistill Þorsteins 


Jafnréttismálin rædd!

Konutáknið"Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Snærós Sindradóttir, námsmaður og varaformaður Ungra vinstri grænna ræddu það hvort í ESB-aðild fælist tækifæri eða ógn fyrir kvennabaráttuna hér á landi á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar. Fundurinn var haldinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þeim hundraðasta í röðinni.

Sigríður Ingibjörg sagðist í upphafi erindis sins hafa gerst Evrópusinni í aðdraganda inngöngunnar í EES: “Ég sá þá, og sé enn, mikil tækifæri í aðild að Evrópusambandinu. Eins og allir hér vita er Evrópusambandið friðarbandalag sem vinnur að velsæld í Evrópu og vinnur með markvissum og öguðum vinnubrögðum að langtímaáætlun um félagslegar og efnahagslegar framfarir. Þetta þótti mér eftirsóknarvert fyrir Ísland árið 1991, nú 20 árum síðar hef ég styrkst í þessari sannfæringu minni.”

Lesið meira hér 

Á morgun mun Þórunn Sveinbjarnardóttir ræða loftslagsmálin á Sólon og byrjar fundurinn klukkan 12. 


Svíþjóð: Internetið stærra en landbúnaður og byggingariðnaðurinn

Í Dagens Nyheter birtist í síðustu viku frétt þess efnis að "internetbransinn" er orðinn stærri en bæði landbúnaðurinn og byggingariðnaðurinn. Starfsemi og þjónusta í kringum internetið er nú um 6.6% af vergri landsframleiðslu (VLF) Svía  (eða um 25 milljarðar dollara = 3000 milljarðar ísk). Internetið í Svíþjóð er því um tvöföld landsframleiðsla Íslands.

Samkvæmt þessari könnun, sem gerð var fyrir Google er því spáð að Internetbransinn verði kominn í 7.8% af VLF árið 2015.

Um 92% Svía eru með internettengingu og um 80% segjast versla á netinu eða komi til með að gera það.

 


Könnun MMR í ESB-málinu

ViðskiptablaðiðÍ Viðskiptablaðinu segir: "Í könnun MMR sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið um viðhorf almennings til inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB) kemur í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 56%, er andvígur aðild á meðan tæpur þriðjungur þjóðarinnar er hlynntur því að ganga í ESB. Tæp 15% eru hvorki fylgjandi né andvíg."

Frétt VB 


FRBL: Ólafur Stephensen um Jón Bjarnason og stóru orðin

Ólafur StephensenÓlafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar öflugan leiðara í dag og veltir fyrir sér þætti Jóns Bjarnasonar, ráðherra í ESB-málinu. Ólafur skrifar í byrjun leiðarans: "Alþingi hefur samþykkt að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin hefur slíka aðildarumsókn á stefnuskrá sinni. Hún ber jafnframt ábyrgð á því að ljúka aðildarviðræðum með þeim hætti að sem beztur aðildarsamningur náist. Þannig mætti ætla að ráðherrarnir sem skipa ríkisstjórnina líti á málið. Það gera þeir þó ekki allir.

Á fundi samningahóps Íslands um landbúnaðarmál með samningamönnum ESB í Brussel fyrir skömmu lýsti Sigurgeir Þorgeirsson, formaður hópsins og ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, því yfir að Ísland féllist á sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sem grundvöll viðræðnanna. Slíkt liggur beint við; það var Ísland sem sótti um aðild að Evrópusambandinu en ekki öfugt. Ráðuneytisstjórinn starfar í umboði og á ábyrgð landbúnaðarráðherrans, Jóns Bjarnasonar, og ætla mætti að sú afstaða sem hann setti fram væri afstaða ráðherrans.

Það er hins vegar öðru nær. Eftir fundinn sagði Jón Bjarnason hér í blaðinu að íslenzk lög ættu ávallt að ráða tilhögun landbúnaðar hér á landi og lýsti þannig í raun ráðuneytisstjórann sinn ómerking."

Allur leiðari Ólafs 


Össur á Rás 2 um ESB málið og fleira

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var í ítarlegu viðtali á Rás 2 á þriðjudaginn (síðdegis). Þar ræddi hann meðal annars ESB-málið og stöðu þess.

Þar kom fram að málið er algjörlega á áætlun, bæði tímalega og peningalega. Og að stjórnsýslan ræður fullkomlega við málið, öfugt við það sem ýmsar úrtöluraddir hafa hamrað á.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband