Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Björgvin G. Sigurðsson um hlekki krónunnar

Björgvin G. SigurðssonÍ nýjum Pressu-pistli skrifar Björgvin G. Sigurðsson um gjaldmiðilsmál og segir:

"Inngangan í ESB og upptaka Evru er stóra tækifærið til þess að komast út úr því sem Styrmir Gunnarsson kallaði svo eftirminnilega „ógeðslegt þjóðfélag“ undirselt tækifærismennsku og sérhagsmunum. Agnarsmár gjaldmiðillinn er tangarhaldið og valdatækið sem stjórnvöld og valdastéttin hefur gagnvart almenningi. Um leið er hann upphafinn af varðmönnum sérhagsmunanna sem ein af táknmyndum fullveldis og frelsis landsmanna. Líkt og Eiríkur Bergmann Einarsson rekur vel í nýrri og merkilegri bók sinni; Sjálfstæð þjóð, trylltur skríll og landráðalýður. Þegar staðreyndin er sú að með honum eru landsmenn í efnahagslegum hlekkjum.
 
Yfirspenntur og allt of sterkur gjaldmiðill er birtingarmynd á kerfisbresti sem hlóð upp skelfilegum aðstæðum sem enduðu með ósköpum eftir nokkurra ára falskt góðæri. Hagfræðingar hafa lengi haldið því fram að það þurfi að lágmarki 3-4 milljónir manna til að standa undir kostnaði við eigin gjaldmiðil. Án þess baklands sé sjálfstæð mynt í alþjóðlegu hagkerfi eins og hvert annað áhættuvíti sem er undirselt braski og gróðabralli gengisspákaupmanna. Á kostnað hins almenna skuldara og sparifjáreiganda.
 
Þetta eru staðreyndirnar sem blasa við okkur eftir dýrkeypta reynslu. Hverjar eru leiðirnar út? Eftir áralanga umræðu um einhliða upptöku annarra þjóða mynta liggur svarið fyrir: innganga í ESB og upptaka Evru eða króna í höftum og verðtryggingu."

Allur pistill Björgvins 
 


Umfjöllun um bók Eiríks Bergmanns í DV

Sjálfstæð þjóð-trylltur lýðurEins og fram hefur komið, gaf Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, út bókina Sjálfstæð þjóð, trylltur skríll og landráðalýður, um daginn.

Þar tekur Eiríkur fyrir umræðuna um veigamestu málin á sviði utanríkismála hér á landi. Þar með talið afstöðuna til Evrópu og þróun mála á því sviði.

Jóhann Hauksson fjallar um bókina í DV og þá umfjöllun má lesa hér:

http://www.dv.is/kritik/2011/5/24/oflaeti-thjodrembunnar/


Ratko Mladic handtekinn - mikilvægt skref fyrir Serbíu

Ratko MladicSerbnesk stjórnvöld tilkynntu í dag handtöku Ratko Mladic, fyrrum yfirherforingja Bosníu-Serba og ábyrgðarmann á hinum grimmilegu fjöldamorðum á um 8000 varnarlausum karlmönnum og drengjum í bænum Srebrenica, í júní árið 1995. Þá geisaði hið grimmilega "upplausnarstríð" í Júgóslavíu. Morðin eru skilgreind sem þjóðarmorð.

Frá þessu er m.a. greint á vef BBCog þar kemur fram það sjónarmið að Mladic hafi haldið serbnesku þjóðinni í einskonar gíslingu, með því að gefa sig ekki fram.

Nokkuð ljóst er að Mladic verður framseldur til alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, en þar fyrir er leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadzic, sem einnig er ásakaður um stríðsglæpi.

Serbía er umsóknarríki að ESB, en það var m.a. ein af kröfum ESB að serbnesk stjórnvöld myndu leita að og finna Ratko Mladic. Það hefur nú gerst og er mikilvægt skref fyrir Serbíu og forsætisráðherrann, Boris Tadic.

Fyrir aðstandendur þeirra þúsunda sem myrtar voru með köldu blóði sumarið 1995 hlýtur þessi dagur að vera merkur.


Sjálfstæðir Evrópumenn álykta

Í Fréttablaðinu í dag segir: "Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins á framboðslistum í hverju kjördæmi verði Evrópusinnar.

Í ályktun fundarins, sem haldinn var í gær, segir að kannanir sýni að á bilinu fjórðungur til þriðjungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins styðji aðild Íslands að Evrópusambandinu. Helmingur flokksmanna vilji ljúka viðræðum um aðild og leggja aðildarsamning í þjóðaratkvæði. Með því að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins í hverju kjördæmi sé fulltrúi þessara sjónarmiða getur forysta flokksins tryggt að flokkurinn gangi heill til kosninga, segir í ályktuninni.

Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn er félagskapur sjálfstæðismanna sem vilja stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Með aðild vilja félagsmenn standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika."

Stórir systurflokkar Sjálfstæðisflokksins á Norðurlöndum hafa lengi verið fylgjandi aðild að ESB og sjá þar til dæmis möguleika á aukinni verslun og viðskipta milli landa. Ef til vill er sænski Moderaterna besta dæmið, en þeir eiga forsætisráðherra Svía um þessar mundir, Fredrik Reinfelt, sem og utanríkisráðherra landsins, Carl Bild, sem er mikill Evrópusinni.

Og ekki sneri breski Íhaldsflokkurinn við blaðinu í Evrópumálum, þegar hann komst til valda, heldur lagði ríka áherslu á Evrópusamvinnu strax að loknum kosningum.


Gott að hafa gjaldmiðil til þess að gengisfella!

A-CoughlanAnthony Coughlan, írskur hagfræðingur og vinstri-sinni, hélt fyrirlestur um Írland og Evruna í Odda (H.Í.) í dag í boði Nei-samtaka Íslands. Áhugaverð staðreynd er að fundarstjóri var Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og mikill hægrimaður!

Fyrirlestur Coughlan snerist að vísu mest um samsæriskenndar hugmyndir um tilurð og þróun Evrópusambandsins í þá veru að; a) það hefði verið stofnað til þess að sætta Frakka við endurhervæðingu Þýskalands í lok seinni heimsstyrjaldar og b) að Evran hefði verið sett á fót til þess að Frakkar sættu sig við sameiningu Þýskalands á sínum tíma! Verður að teljast afar sérkennileg söguskýring!

En hvað um frið og uppbyggingu, sátt og samvinnu í kjölfar hinna hörmulegu átaka í seinni heimsstyrjöld? Ekki fær það mikið pláss í hugmyndum Anthony Coughlan!

Lýsing Coughlan á "Evru-vandræðum" Íra hljómaði hinsvegar eins og lýsing á banka og stjórnmálakreppu, fremur en gjaldmiðilskreppu og kepptist Coughlan við að segja að Írum hefði verið "ýtt út í" hitt og þetta, taka lán og svo framvegis!

Írar höfðu hinsvegar fullt frelsi til að segja nei við þeim lánum sem þeim stóð til boða! Það höfðu líka fleiri þjóðir í Evrópu á sínum tíma!

Lausnir Anthony Coughlan voru fáar;nema kannski helst að það væri gott að hafa gjaldmiðil sem væri gott að geta gengisfellt!

Einmitt, akkúrat lausnin sem við Íslendingar þurfum, eða hitt þó heldur!

Minna má á að andvirði íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku eru nú um hundrað sinnum minna en það var árið 1939 eða eins og Þorvaldur Gylfason bendir á í grein:

"Krónan styðst nú við ströng gjaldeyrishöft og myndi hrynja, væri höftunum aflétt. Krónan hefur frá 1939 veikzt um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni. Verðbólgan,sem var bæði orsök og fylgifiskur gengisfallsins, gróf undan efnahagslífinu."

Varla geta fræði Anthony Coughlan talist skynsamleg lausn fyrir Íslendinga!


Össur "utanríkis" í ESB - Nei eða Já? á fimmtudaginn

esb-nei-jaÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra verður næsti gestur í þættinum ESB Nei eða já, fimmtudaginn 25. maí milli kl. 17 til 18. Þáttastjórnendur eru Jón Baldur Lorange og Elvar Örn Arason.

Þar mun ESB-málið væntanlega verða fyrirferðamikið, en þeir Elvar og Jón hafa vakið athygli fyrir þátt sinn, sem hefur verið lengi á dagskrá Útvarps Sögu. 


Jón Frímann fyrstur með gosfréttina

Jón Frímann JónssonJón Frímann Jónsson er ekki bara eldheitur Evrópusinni, heldur líka mikill áhugamaður um jarðfræði og eldgos. Morgunblaðið birtir í dag frétt þess efnis að Jón Frímann hafi verið "fyrstur með fréttirnar" af eldgosinu í Grímsvötnum, sem nú er að öllum líkindum lokið (þó ekki sé hægt að fullyrða það.

Frétt MBL um frétt Jóns Frímanns hefst svona: "Rétt eftir klukkan sex á laugardagskvöld birti Jón Frímann Jónsson færslu á vefsvæði sínu undir yfirskriftinni „Eldgos líklega að hefjast í Grímsfjalli.“

Jón Frímann byggði skrif sín á gögnum Veðurstofu Íslands sem hann fylgist grannt með daglega. Færslan vakti athygli blaðamanns fréttavefjar Morgunblaðsins, mbl.is, sem grennslaðist fyrir um málið hjá Veðurstofu Íslands og kl. 18:45 birtist á mbl.is frétt um að eldgos væri að hefjast. Um stundarfjórðungi síðar sendu almannavarnir út tilkynningu sama efnis.

Jón Frímann hefur um árabil haldið úti vefsvæði um jarðskjálfta og eldhræringar á Íslandi. Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli fann hann fyrir miklum áhuga útlendinga og hefur upp frá því skrifað á ensku. Hann hefur safnað um sig miklum fjölda fylgismanna en heimsóknir á hverjum mánuði eru um fimmtíu þúsund, þ.e. þegar lítið sem ekkert er að gerast. Frá því gos hófst í Grímsvötnum hafa heimsóknir verið um og yfir þrjátíu þúsund á sólarhring."

Öll frétt MBL um Jón Frímann


Stefán Haukur um ESB-málið og stöðu þess á Útvarpi Sögu

Stefán JóhannessonÍ þættinum ESB - Nei eða Já? á Útvarpi Sögu síðastliðinn fimmtudag var Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB, gestur þáttastjórnenda. Þar ræddi hann stöðu málsins. Hlustið hér.


Sören Holmberg í Speglinum

Sören HolmbergEinn helsti stjórnmálafræðiprófessor Svíþjóðar, Sören Holmberg, ræddi aðild Svía að ESB í Speglinum í gær. Svíar hafa verið í ESB frá 1995 og hefur jákvæðni þeirra gagnvart ESB aldrei verið meiri.

Hlusta má á viðtalið hér, en á undan Holmberg er fjallað um gosið í Grímsvötnum.


Össur ótrauður í ESB-málinu í Silfri Egils

RUVÍ Silfri Egils síðastliðinn sunnudag, var Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í ítarlegu viðtalið. Lunginn úr viðtalinu fór í ESB-málið og greinilegt að engan bilbug er að finna á Össuri í sambandi við það. Sem er gott!

Horfið hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband