Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Bandalag ystu aflanna!

Morgunblaðið mærir í dag í leiðara Ragnar Arnalds, fyrrum formann Nei-samtakanna hér á Íslandi. Ragnar skrifaði grein um Írland og fiskveiðimál í gær, en ekki verður farið nánar út í hana hér.

Þetta er hinsvegar aðeins enn ein staðfesting þess að ysta-vinstrið og ysta-hægrið hafa gengið í eina sæng í ESB-málinu.

Allir vita jú að skoðanir Morgunblaðsins á ESB-málinu koma jú að stórum hluta til frá aðila sem aðhyllist taumlausa frjálshyggju í anda afskiptaleysisstefnu.

Og margir vita eflaust að Ragnar Arnalds var formaður gamla Alþýðubandalagsins frá 1968-1977, sem var lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum og athvarf helstu kommúnista þessa lands.

Í sambandi við uppunalega útgáfu þessarar færslu skal tekið fram að hamarinn og sigðin sem fylgdu með sem myndskreyting pössuðu kannski ekki alveg. Það skal viðurkennt. 

Því má svo bæta við í framhaldinu að þetta mynstur er þekkt víða í Evrópu, þ.e. að öfl lengst til hægri og vinstri í stjórnmálum séu á móti ESB.


Norðanmaður um hugsjónir ESB

Þorlákur Axel JónssonÞorlákur Axel Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri skrifar grein um ESB-málið í Fréttablaðið í dag og segir þar meðal annars:

"ESB hefur verið ófeimið við að gefa eftir í landbúnaðarmálum gagnvart Finnlandi og í sjávarútvegsmálum gagnvart Noregi. Það sem ESB getur ekki gefið eftir er hugmundin um Evrópusamband og þess vegna getur sambandið ekki leyft viðræðunum að mistakast. Hagsmunir ESB eru að viðræðurnar gangi vel og að Íslendingar vilji gerast aðilar. Gefi allir svolítið eftir af sérhagsmunum sínum eflist heildarhagur. Árangursrík samvinna lýðræðisríkja Evrópu undanfarna áratugi er fyrirmynd um allan heim að þessu leyti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni íslenskra alþýðuheimila af aðild með lægri vöxtum, lægra matarverði og raunverulegum gjaldmiðli. Sama gildir um alþýðuheimili í öðrum löndum þar sem stjórnvöld þora að lifa í samræmi við yfirlýstar hugsjónir sínar."

Öll greinin


Mörður Árnason um "lambakjötsmálið": Gamaldags pólitík!

LambakjötLambakjötsumræðan hefur blossað upp. Jón Bjarnason segir ekki koma til greina að flytja inn erlent lambakjöt frá Evrópu (eða annarsstaðar), en það er hið besta mál að hans mati og ekkert óeðlilegt að íslenskir bændur geti óhindrað flutt út lambakjöt og grætt á tá og fingri á því!

Mörður Árnason, þingmaður telur eðlilegt að lambakjöt verði flutt inn og á www.visir.is segir: "Það er ekki hægt að hafa íslenska neytendur í fangamúrum frá evrópskum lambakjötsmarkaði þegar íslenskir bændur eru virkir þáttakendur á honum segir þingmaður Samfylkingarinnar.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi ekki bjóða út innflutningskvóta á lambakjöti til að standa vörð um íslenska lambakjötsframleiðslu. Þetta hafa meðal annars Samtök verslunar og þjónustu gagnrýnt í bréfi til umboðsmanns Alþingis.

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé eðlilegt að leyfa innflutning á lambakjöti þar sem verð á erlendum mörkuðum hefur mikil áhrif á verð og framboð á lambakjöti hér á landi.

„Staðan er núna sú að forysta bænda og landbúnaðarráðherra vilja nýta sér kosti frjálsrar verslunar í útlöndum, en koma í veg fyrir að neytendur nýti sér kosti frjálsrar verslunar á Íslandi. Þetta auðvitað gengur ekki og er gamaldags pólitík sem þarf að fara að hætta,“ segir Mörður.

Auka þurfi samkeppnina hér á landi í hag neytenda. „Það á auðvitað ekki að vera lógískt að erlent lambakjöt sé ódýrara en íslenskt lambakjöt. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að það sé þannig, en kannski er það svo að þegar við erum orðin hluti af þessum evrópska markaði í lambakjöt sem að forysta bænda vill vera að þá verður íslenska markaðssvæðið að vera það líka. Það er ekki hægt að hafa Ísland í fangamúrum út af þessu,“ segir Mörður.

Öll fréttin

Fleiri klippur sem tengjast málinu:

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVB6D5DCD9-300C-4952-B505-B4A51434269E

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVAF38134F-EC16-44DA-98CC-3B889E08C44B


DV-viðtal við Stefán Hauk

dv-logoDV birti um daginn ítarlegt viðtal við aðalsamningamann Íslands gagnvart ESB, Stefán Hauk Jóhannesson. Í því var komið inn á helstu álitamál í þessu stóra máli, en viðtalinu lauk með þessum orðum:

Nú er ljóst að almenningsálitið á Evrópusamstarfinu hefur sveiflast mikið á undanförnum misserum. Eina stundina virðist sem meirihluti Íslendinga styðji aðild en í næsta mánuði gæti meirihlutinn verið andvígur. Óttast Stefán að vinnan sem samninganefndin hefur unnið verði að lokum til einskis? "Aðalatriðið er það að við höfum fengið ákveðið hlutverk. Alþingi ályktaði um að sótt skyldi um aðild og það er umboð Alþingis sem við förum með. Það er þjóðin sem ákveður hvort verði fallist á aðildarsamning eður ei. Þetta er mikil vinna, það er rétt, en hún mun eftir sem áður gagnast okkur. Við höfum lært heilmikið um ESB og sömuleiðis hefur ESB lært mikið um okkur. En við vinnum eftir lýðræðislegu umboði og okkar hlutverk er einfaldlega að skila af okkur eins góðu starfi og mögulegt er."

Hvað breytist?

Flestir Íslendingar sem velta Evrópusamstarfinu fyrir sér langar ef til vill að vita hvað komi til með að breytast í daglegu lífi hér á landi, verði af aðild. Getur Stefán bent á einhverjar breytingar?

„Ætli það séu ekki fyrst og fremst efnahagsmálin. Hvort aðildin leiði ekki til meiri efnahagslegs stöðugleika. Afnám verðtryggingar og mögulega lægri vextir í kjölfarið sem verði merkjanlegar breytingar. Svo er rétt að minnast á að með aðild fáum við loksins sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Til þessa höfum við fylgt ákvæðum EES-samningsins en aðeins með því að geta haft takmörkuð áhrif á þær reglur sem við þurfum að taka upp í landsrétti. Það myndi auðvitað breytast."

Ps. Gaman væri að fá allt viðtalið á netið, því með því er að finna mjög góða skýringarmynd af aðildarferlinu!


Neikvæðar horfur!

Evrópa-myndÁ RÚV segir: "Matsfyrirtækið Moody´s metur horfur í íslensku efnahagslífi enn neikvæðar og telur lánshæfismat íslenska ríkisins óbreytt eða í flokkinum Baa3.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu fyrirtækisins um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Moody´s segir hinar neikvæðu horfur aðallega byggjast á erfiðleikum stjórnvalda í ríkisfjármálum og vanmætti til að takast á við einstök áföll í fjármálaheiminum." 

Þá kemur einnig fram í fréttinni að gjaldeyrishöftin séu hluti af þessu.

Þarf ekki Ísland að blása til stórsóknar á evrópskum mörkuðum með íslenskar vörur og þjónustu?

Það er hefð fyrir útflutningi á íslenskum vörum til Evrópu og Evrópumenn hafa keypt vel af okkur í gegnum tíðina.

Evrópa er liðsmaður Íslands!


Áhugavert um Evrópuþingið

EvrópuþingiðKlemens Ólafur Þrastarson skrifaði áhugaverða úttekt á Evrópuþinginu í Fréttablaðið þann 9. júlí síðastliðinn. Hlutverk þess hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, en einnig er það svo að hér á landi er þekking á störfum þess nokkuð takmörkuð. Greinar af þessu tagi koma því í góðar þarfir.

Í greininni segir meðal annars: "Evrópuþingið er fordæmalaus tilraun til að skapa lýðræðislegt löggjafarvald utan um umsvifamikið milliríkjasamstarf, eða sjálfa alþjóðavæðinguna eins og hún birtist í Evrópusamstarfinu. Þing kjörinna fulltrúa án ríkis.

Þótt hvert aðildarríki Evrópusambandsins hafi þar ákveðinn fjölda þingmanna eiga þeir ekki að gæta hagsmuna eigin ríkis fyrst og fremst heldur ganga í pólitíska Evrópuþinghópa í samræmi við hugsjónir.

Hingað til hafa sérhagsmunir einstakra þjóða ekki mikil áhrif haft á afstöðu þingmanna en önnur einstök mál geta klofið stjórnmálahópa, sérstaklega vegna afstöðu til Evrópusamstarfsins almennt: meiri samruna eða minni. Þingið þykir þó í heildina afar samrunasinnað, langt umfram kjósendur sína.

Sígild vinstri-hægri aðgreining á við á Evrópuþinginu eins og víðar en Evrópumál eru þeirrar náttúru að passa ekki alltaf inn í hana. Sum stefnumál einkenna Evrópuþingið umfram önnur því það hefur lagt sérstaka rækt við umhverfismál og mannréttindi.

En öll ákvarðanataka innan þingins, og raunar ESB sem slíks, er afrakstur mikils karps og samningagerðar. Í takt við það, og þar sem engri ríkisstjórn þarf að steypa, greiða þrír stærstu stjórnmálahóparnir (EPP, S&D og ALDE) samhljóða atkvæði í 75 til 80 prósent tilvika. Samvinna þessi styrkir þingið sem sjálfstæða stofnun ESB."

Síðar segir: "Það fer eftir eðli máls hverju sinni hversu mikil áhrif Evrópuþingið getur haft. Í sumum málum hefur það neitunarvald, í öðrum getur það í mesta lagi tafið mál og allt þar á milli. Þingið getur ekki átt frumkvæði að lagasetningu heldur þarf að biðja framkvæmdastjórnina um það. Í heildina er ljóst að þingið hefur töluverð áhrif á lagasetninguna, þótt það hafi engin völd yfir ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu."

Fram kemur í greininni að verði Ísland aðili að ESB verði hver íslenskur Evrópuþingmaður með um 52.000 kjósendur á bakvið sig, en þýskur er t.d. með um 860.000 á bak við sig.

Lesa má alla greinina hér.


Læri,læri, tækifæri?

LambLambakjöt hefur verið á milli tannanna á fólki að undanförnu, aðallega vegna þeirra hækkana á kjötinu sem heimilaðar frá sláturleyfishöfum til bænda.

Menn velta því fyrir sér hvort þessar mögulegu hækkanir muni fara síðan út í verðlagið, en "hefðin" er sú hér á Íslandi að það gerist.

En hversvegna þessi hækkun? Jú, það gengur svo vel að selja íslenska lambið til útlanda, takið eftir; ÚTLANDA! Fjögur af hverjum tíu lambalærum sem framleidd eru, fara til útlanda nú um stundir.

Í MBL í dag er fréttaskýring eftir Egil Ólafsson um málið og þar segir: "Möguleikar sauðfjárbænda til að selja lambakjöt á erlenda markaði hafa gerbreyst á síðustu árum. Frá ársbyrjun 2008 hefur verðið hækkað um 135%. Þar af má skýra um 80% hækkunarinnar með breytingu á gengi en heimsmarkaðsverð á lambakjöti hefur á þessu tímabili hækkað um 50%. Þessi mikla hækkun á heimsmarkaði styrkir stöðu sauðfjárbænda á innlendum markaði og þeir vonast því eftir mikilli hækkun á verði í haust. Verðið hefur þegar hækkað um 14% til bænda frá síðustu sláturtíð."

Ergo: Bændur græða á viðskiptum við útlönd!

Einnig segir: "Öfugt við það sem margir halda ríkir mikið frelsi í framleiðslu og verðlagningu á lambakjöti. Sauðfjárbændur mega framleiða eins mikið og þeir vilja því ekkert kvótakerfi er í sauðfjárrækt. Algjört frelsi ríkir líka í verðlagningu á lambakjöti og það breytist í takt við almenna stöðu á kjötmarkaði. Þar skiptir miklu hvernig verð á svínakjöti og kjúklingum þróast. Ríkissjóður styrkir hins vegar sauðfjárræktina árlega um 4,3 milljarða króna og tollar verja greinina fyrir innflutningi."

Ergo: Í skjóli milljarða styrkja mega bændur framleiða eins mikið lambakjöt og þá lystir, en þurfa ekki að hafa áhyggjur af nokkurri samkeppni! Og ef verðið er gott, þá græða þeir vel.

Samkvæmt Sindra Sigurgeirssyni, formanni landssamtaka sauðfjárbænda er útlit fyrir að verð verði hátt fyrir lambakjöt á næstu árum. Því vaknar eðlilega sú spurning hvort lambakjöt komi áfram til með að hækka og að neytendur þurfi bara áfram að sitja í þeirri (kjöt)súpu?

Sindri kemur líka með áhugverðan vinkil á umræðuna um heimildina til verðhækkana sem gefin hefur verið:

"Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði að ákvörðun um að nýta þessa heimild væri tekin af aðalfundi sauðfjárbænda. Hann sagði að í ljósi umræðu síðustu daga mætti auðvitað velta því upp hvort ástæða væri fyrir bændur að birta viðmiðunarverð. Viðbrögðin hefðu verið yfirdrifin. Enginn hefði t.d. sagt neitt þó að Íslandspóstur hefði hækkað gjaldskrá fyrir bréf um 20% í júní."

Okkur hér á ES-blogginu er spurn: Hverjir borða bréf? Er þetta sambærilegt? Meðal-Íslendingurinn sendir jú aðeins örfá bréf á ári og hefur bréfasendingum fækkað stórkostlega með tilkomu tölvunnar, en sami Íslendingur borðar sennilega lambakjöt oftar en hann sendir bréf!

En hvernig tengist þetta ESB-málinu? Jú, með tollum! Með aðild að ESB myndu allir tollar á landbúnaðarafurðir TIL og FRÁ landinu falla niður!

Möguleikar bænda til aukinnar sölu á íslenskum afurðum til ESB myndu aukast, sem og möguleikar íslenskra neytenda á að njóta erlendra afurða á móti!

Er það ekki kallað "win-win-situation" á ensku?

Gefur þetta tilefni til þess að samgleðjast bændum og sýnir þetta fram á að þeir eru að framleiða góða og eftirsótta vöru. Hvervegna þá þessi hræðsla, varnarlínur og hvaðeina?

Hvað um sóknarlínur?

Er sókn besta vörnin fyrir íslenska bændur?

 


Baldur Þórhallsson: Er ESB betra en EES?

Baldur ÞórhallssonDr. Baldur Þórhallsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni: Er ESB betra en EES? Grein Baldurs hefst á þessum orðum: "Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn.

Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins."

Öll greinin


Hvaða grein las Evrópuvaktin?

william_hague400.jpgÞað er magnað að lesa hvernig Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni (les: Evrópuvaktinni) tekst að fara með sannleikann!

Í dag (17.júlí) segja þeir frá grein eftir utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, þar sem hann ræðir málefni ESB, Evrusvæðis og svo framvegis.

Evrópuvaktin passar sig á að taka allt það neikvæða úr greininni sem hægt er og segja svo þetta:

"Hague sjálfur er talinn í fararbroddi þeirra innan Íhaldsflokksins, sem hafa efasemdir um aðild Bretlands að ESB og blaðið segir að tveir ónafngreindir ráðherrar hafi lýst þeirri skoðun að bezt fari á því að Bretland yfirgefi ESB. Þá segir í frétt blaðsins, að a,m.k. einn nánustu samstarfsmanna Camerons sé sömu skoðunar."

Sé sjálf greinin lesin kemur hinsvegar allt annað í ljós: "My core views on Europe have not changed: we should be in the EU but not run by the EU. Despite everything that is wrong with it, and there is a great deal that is, the European Union offers a lot for Britain: free markets across Europe that are of great benefit to our businesses, the means to work together closely in foreign affairs to our mutual advantage and the spread and entrenchment of freedom, the rule of law, prosperity and stability across Europe."

Í lauslegri þýðingu er þetta svona: Grunnsjónarmið Hague hafa ekki breyst og það er skoðun hans að Bretland ("we") eigi að vera með í ESB en ekki láta stjórnast af ESB. Hann segir að ESB sé ekki gallalaust en að sambandið hafi margt að bjóða Bretum; frjálsan markaðsaðgang og nánasamvinnu við aðrar þjóðir á sviði lýðræðis, lögum og reglu, og að stuðla að hagsæld og stöðugleika í Evrópu."

Ritstjórn ES-bloggsins er spurn: Hvaða grein las Evrópuvaktin?

Margt annað áhugavert kemur fram í grein Hague, en Evrópuvaktin er ekkert að hafa fyrir því að koma því til skila. Tilgangurinn helgar jú meðalið, að draga upp efasemdarmynd af ESB og því sem það gerir.

Skorum við á lesendur að bera saman "frétt"  Evrópuvaktarinnar og grein William Hague, sem meðal annars segir:

"We must be constantly alert to opportunities to advance our interests. It means that we must forge close partnerships not just with the biggest players but appreciate the importance of every country in the EU, from Malta to Finland, something the last government far too often did not."

Snarað: Við verðum að vera stöðugt á var'bergi yfir möguleikum okkar, við verðum að stuðla að nánu samstarfi, ekki bara við þá stóru, heldur verðum við einnig að virða mikilvægi allra landa í ESB, allt frá Möltu, til Finnlands, nokkuð sem fyrri stjórn gerði ekki."

Þetta er fín grein eftir William Hague og ekki annað að sjá annað en að þar fari maður sem hefur raunverulega Evrópusamvinnu að leiðarljósi.


Um tolla á vef Neytendasamtakanna

Af því að við höfum verið að ræða málefni bænda, tolla og annað slíkt hér á síðum þessa bloggs er vert að benda á áhugaverða frétt á vef Neytendasamtakanna um þessi mál. Þar segir meðal annars:

"Tollvernd á landbúnaðarvörum
Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi verndarstefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi.

Tollar á ostum
Innfluttir ostar bera háa tolla, eða 30%, auk þess sem lagt er 430 – 500 kr. gjald á hvert kíló. Það þarf því ekki að koma á óvart að úrvalið af innfluttum ostum er afar lítið. Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Þessi kvóti er hins vegar boðinn út og því bætist útboðskostnaður við innkaupsverðið. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa leið og lagt til að kvótanum verði úthlutað samkvæmt hlutkesti. 

Tollasamningar gilda ekki á Íslandi
Samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skal hvert aðildarland heimila innflutning á 3 – 5% af innanlandsneyslu, í þeim tilgangi að tryggja ákveðinn lágmarksaðgang erlendra landbúnaðarafurða á lægri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru þessir lægri tollar miðaðir við ákveðna krónutölu sem lagðist á hvert kíló við innflutning og var um tiltölulega lága upphæð að ræða. Með reglugerð landbúnaðarráðherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónutölu í prósentu (úr magntollum í verðtolla) og eru tollarnir nú 182%-193% á ostum og 216% á smjöri. 

Tollar á kjöti
Innflutt kjöt ber háa tolla en þó er munur á þeim eftir því hvort kjötið kemur frá löndum innan Evrópusambandsins eða utan. Þannig er 18% tollur á innfluttum kjúklingabringum sem framleiddar eru í ESB-löndum, auk 540 króna magntolls á hvert kíló, en ef kjúklingabringurnar koma lengra að er tollurinn 30% og magntollurinn 900 krónur. Nautalund innflutt frá ESB-landi ber 18% toll auk 877 króna magntolls en komi hún frá landi utan ESB er tollurinn 30% og magntollurinn 1.462 krónur. Það sama gildir um svínakjöt en svínalund frá ESB ber 18% toll auk 717 króna magntolls en annars 30% toll og 1.195 króna magntoll.

Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af  nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti og 200 tonn af alifuglakjöti án tolla. Rétt eins og með ostana er þessi kvóti boðinn út hér á landi og bætist því útboðskostnaður við innkaupsverðið." Öll fréttin

ESB snýst jú mikið um tolla og hér má lesa heilmikið um það!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband