Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

ASÍ: Mikilvægt að ljúka viðræðum við ESB - ná hagstæðum samningi

Eins og fram kom í fréttum, var fertugasta þing ASÍ haldið um síðustu helgi. Þar var samþykkt eftirfarandi ályktun um Evbrópumál:

"40. þing Alþýðusambands Íslands telur mikilvægt að ljúka viðræðum Íslands og ESB svo fljótt sem kostur er með það að markmiði að ná eins hagstæðum samningum og unnt er. Það verði síðan íslenska þjóðin sem taki afstöðu til samningsniðurstöðunnar og aðildar að ESB í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
ASÍ hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hagsmunum Íslands og íslensks launafólks sé best borgið með aðild að ESB, en hefur skýra sýn á hvaða markmiðum þurfi að ná í aðildarviðræðunum til þess að hægt verði að leggja endanlegt mat á kosti og galla fullrar aðildar."


Benedikt Jóhannesson endurkjörinn formaður Sjálfstæðra Evrópumanna

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirSjálfstæðir Evrópumenn héldu góðan aðalfund síðdegis þann 23.október. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum sté Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fyrrum ráðherra í pontu og hélt þar ræðu um meðal annars stjórnmálaástandið og Evrópumálin. Fékk ræða hennar mjög góðar viðtökur og spunnust líflegar umræður í kjölfarið.

Þorgerður benti meðal annars á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið drífandi þátttakakandi í öllum stórum árkvörðunum á sviði utanríkismála hér á landi frá stofnun lýðveldis. Hún taldi það sama ætti að eiga við um ESB-málið og telur það fráleita hugmynd að slíta aðildarviðræðum.

Hún sagði einnig að það þyrfti að leggja mikla áherslu á það að halda Sjálfstæðisflokknum sem breiðu og víðsýnu stjórnmálaafli hér á landi.

Hún lagði einnig á það mikla áherlsu að fram þyrfti að fara skynsamleg og málefnaleg umræða um Evrópðumálin, sem ekki væri byggð á upphrópunum og gífuryrðum. Fundarmenn tóku undir þetta.

Eins og sagt var hér að framan spunnust skemmtilegar umræður í framhaldi af ræðu Þorgerðar og fór fjöldi manns í pontu.

BenediktÁ fundinum var Benedikt Jóhannesson, endurkjörinn formaður Sjálfstæðra Evrópumanna til næstu tveggja ára. 


Fróðlegt viðtal við Michel Rocard

RÚVViljum vekja athygli á mjög fróðlegu viðtali sem Egill Helgason áttið við Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, í Silfri Egils, þann 14.10. síðastliðinn. Viðtalið hefst c.a. á 38 mínútum í klippinu af vef RÚV.

ESB reiðubúið í nýja kafla - viðræðurnar rúlla

Í frétt á vef Utanríkisráðuneytisins segir:

"Íslenskum stjórnvöldum hefur borist staðfesting frá formennskuríki Evrópusambandsins, Kýpur, þess efnis að sambandið sé reiðubúið til að hefja viðræður um samningskafla 3 um staðfesturétt og þjónustufrelsi og kafla 4 um frjálsa fjármagnsflutninga.

Upphaflega hafði framkvæmdastjórn ESB gert ráð fyrir því að þau atriði þessara tveggja kafla sem snúa að sjávarútvegi yrðu hluti af viðræðum um kafla 13 um sjávarútvegsmál en frá því hafa aðildarríki ESB horfið.

Því munu viðræður um takmarkanir í íslenskum lögum á stofnsetningu í sjávarútvegi og aðgang erlendra fiskiskipa, skráðum í ríkjum sem Ísland hefur ekki gert samninga við um flökkustofna, að þjónustu og höfnum, fara fram undir formerkjum kafla 3.

Um fjárfestingar í sjávarútvegi verður að sama skapi fjallað í viðræðum um kafla 4. Evrópusambandið óskar eftir samningsafstöðu Íslands fyrir þessa tvo tilteknu kafla og verður hún í kjölfarið birt á viðræður.is líkt og samningsafstaða allra kafla hingað til."


Berlín í verðlaun

EvrópustofaEvrópustofa er með léttan leik í gangi á Fésbókarsíðu sinni, þar ferð til Berlínar er í verðlaun. Takið þátt með því að smella hér.

Heimdellingar brutu lög til að vekja athygli á gjaldeyrishöftunum

dv-logoDV skrifar: "Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, keypti gjaldeyri á Lækjartorgi í dag fyrir íslenskra krónur.

Kemur fram í tilkynningu frá félaginu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði keyrt framhjá og fylgdist með viðskiptunum án þess að stöðva þau. „Þó svo að þau séu bönnuð,“ segir í tilkynningu frá Heimdalli.

Í ályktun stjórnar Heimdallar kemur fram að henni þykir brýnt að stjórnvöld afnemi gjaldeyrishöft sem allra fyrst."

Síðar segir í fréttinni um ályktun frá Heimdalli: "Það er sjálfsögð krafa í vestrænu lýðræðisríki að hægt sé að eiga viðskipti með gjaldeyri á frjálsum markaði. Gjaldeyrishöft fela í sér gífurlega frelsisskerðingu og gerir Íslendinga að föngum í eigin landi.

Frelsi ungs fólks til athafna, m.a. að flytja eða ferðast úr landi, á ekki að vera háð geðþótta stjórnmálamanna eða embættismanna Seðlabankans. Því er mikilvægt að afnema gjaldeyrishöftin sem allra fyrst.

Með því að halda krónunni áfram er aðeins verið að reisa hærri girðingar á þá frelsisskerðingu sem Íslendingar búa nú við. Kostnaðurinn mun að lokum enda á yngri kynslóðum. Þjóðargjaldmiðill skerðir frelsi einstaklinga, af þeirri einföldu ástæðu að hann er ekki til fyrir fólkið heldur fyrir stjórnvöld til að fela agaleysi í ríkisfjármálum."

Höftin eru skelfing!

Til "gamans" er hér svo nýtt skjáskot af www.m5.is sem sýnir gengissveiflur krónunnar, en gengsivísitalan fór í 223 stig síðastliðinn föstudag.

krona-russibani2


Hinn blákaldi fáránleiki gjaldmiðilsmálanna

Í þætti sínum, Sprengisandi, sunnudaginn, 21.október, spilaði Sigurjón M. Egilsson mjög áhugavert viðtal við Sigurjón Haraldsson, rekstrarhagfræðing í Danmörku, sem neitaði að borga af íslenska námsláninu. Og hafði betur, eins og segir í tilkynningu á vef þáttarins.

Viðtalið sýnir meðal annars fram á hinn blákalda fáránleika gjaldmiðilsmála á Íslandi, sem og sláandi mun þess að búa í landi, þar sem ekki þarf að notast við verðtryggingu.

Hlustið hér


Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna þriðjudaginn 23.október

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna verður haldinn í Skipholti 50a klukkan 17.10, þriðjudaginn 23. október.

Dagskráin er sem hér segir:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Erindi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um stjórnmálaástandið

3. Umræður.

Í tilkynningu kemur fram að reiknað er með að fundurinn standi í um einn og hálfan tími.


Opnunarviðmið í landbúnaði uppfyllt

ESB-ISL2Á vefnum www.vidraedur.is stendur: "Opnunarviðmið sem sett var fyrir samningakaflanum um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda. Framkvæmdastjórn ESB óskaði á sínum tíma eftir því að Ísland legði fram ítarlega og tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig undirbúningi á sviði landbúnaðar- og dreifbýlisþróunar verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Íslensk stjórnvöld luku við gerð áætlunarinnar í júlí s.l. og afhentu framkvæmdastjórn ESB til umfjöllunar. Niðurstaðan er sú að áætlunin er fullnægjandi lýsing á því með hvaða hætti Ísland hyggst haga undirbúningi sínum. Opnunarviðmiðið er því uppfyllt. Samningahópur um landbúnaðarmál vinnur nú að mótun samningsafstöðu"

Lesið meira hér.


Ólafur Þ. Stephensen um friðarverlaunin og ESB

Í leiðara Fréttablaðsins þann 16.október skrifaði Ólafur Þ. Stephensen um þá staðreynd að friðaverðlaun Nóbels voru veitt Evrópusambandinu fyrir skömmu. Hann ræðir í byrjun meðal annars þá gagnrýni sem komið hefur fram vegna þessa, en segir svo:

"Sumt af þessari gagnrýni ber einkenni þeirrar öfgakenndu og vanþroskuðu Evrópuumræðu sem við erum orðin svo vön; Evrópusambandinu er stillt upp sem einhvers konar andlýðræðislegu og lítt friðelskandi skrímsli. Það er eins og sumir gleymi því að í ESB eru öll nánustu vina- og bandalagsríki bæði Íslands og Noregs, sem eru líkust okkur af löndum heims og við eigum nánust samskipti við. Ef Evrópusambandið er svona vont, hlýtur það að segja sína sögu um jafnnáin samstarfsríki þess – eða hvað?

Tímasetning verðlaunaveitingarinnar hefur verið gagnrýnd; að einmitt nú þegar ESB sé í kreppu fái það klapp á bakið fyrir afrek sín í fortíðinni. Staðreyndin er hins vegar að þetta er rétti tímapunkturinn til að minna á stórmerkilegan árangur Evrópusamstarfsins. Þeir sem gera lítið úr honum virðast hafa gleymt því að um aldabil var Evrópa álfa sífellds ófriðar. Friðurinn sem ríkt hefur undanfarna sex áratugi er langt frá því sjálfgefinn.

ESB snýst ekki bara um efnahagsmál. Upprunalegt markmið hinna evrópsku stofnana sem síðar urðu að ESB var að samtvinna efnahagslíf aðildarríkjanna svo rækilega að stríð þeirra á milli yrði óhugsandi. Engum dettur nú lengur í hug að Þýzkaland og Frakkland fari í stríð eina ferðina enn og taki álfuna alla með sér.

ESB gaf síðar ríkjum, sem hafa kastað af sér oki einræðis herforingjastjórna eða kommúnísks alræðis, fyrirheit um efnahagslegan ávinning af samstarfi á forsendum frjáls markaðar, en setti um leið skýr skilyrði um lýðræðislega stjórnarhætti og virðingu fyrir mannréttindum. Fyrir hálfri öld hefði fáa dreymt um að Suður- og Austur-Evrópuríkin yrðu sameinuð Vestur-Evrópuríkjunum í jafnnánu og friðsamlegu samstarfi og raun ber nú vitni."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband