Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Meira IPA....frá AK-72

Smugan_lógóÁhugaverður pistill um IPA-styrkina á Smugunni byrjar svona: "

Það var yfirlit yfir IPA-styrkina umdeildu í Fréttablaði dagsins.

Sem ESB-andstæðingar lögðust gegn af miklum þunga og töluðu um að væru mútur frá ESB.

Gengu meira að segja sumir svo langt að tala um að með viðtöku styrkjanna væri verið að fremja landráð.

Með því að þiggja styrki sem færu í kortagerð, endurbóta á útreikningum Hagstofunnar, tækjakaupum til matvælarannsókna, starfshæfniseflingar fólks með litla menntun o.fl. í þeim dúr.

Semsagt mestallt ósköp venjuleg verkefni sem yfirleitt hefði þurft að sækja um styrki fyrir og berjast fyrir að fá fjármagn í innan kerfis.

Og maður veltir fyrir sér ósjálfrátt hvað ætli þessu fólki sem froðufellir svona yfir þessum styrkjum sem eru veittir án skilyrða um aðild, finnist um allar þær umsóknir Íslendinga í rannsóknasjóði, kvikmyndasjóði, nýsköpunarsjóði og allt það, sem eru sendar á ári hverju.

Ætli þeim finnist það vera landráð?

Eða finnst þeim það allt í lagi?

Það er spurning."


IPA styrkir til margvíslegrar starfsemi

Visir.is/FRBL segja frá: "Sjö verkefni eru í startholunum eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um IPA-styrki frá Evrópusambandinu. Alls koma tæpir 2 milljarðar króna inn í hagkerfið. Matvælaeftirlit og jarðvangur á meðal verkefna.

Hvað fæst fyrir IPA-styrkina?
Tæplega tveir milljarðar króna af IPA-styrkjum Evrópusambandsins verða nýttir á næstu þremur árum í sjö ólík verkefni. Ljóst er að styrkirnir munu gerbreyta landslaginu hjá þeim stofnunum sem fá þá. Á meðal verkefna sem verða að veruleika er jarðvangur á Eyjafjallajökulssvæðinu.

Alþingi samþykkti á mánudag heimild fyrir ríkisstjórnina um að undirrita rammasamning um styrkina. Búist var við þeirri samþykkt í vor, en drátturinn hefur þó ekki afgerandi áhrif á starfsemina. Alls er um 12 milljónir evra að ræða, eða rúmlega 1,9 milljarða króna á núverandi gengi.

Styrkirnir eru óafturkræfir. Þó upp úr viðræðum við ESB slitni eða aðild verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, standa greiðslurnar. Skiptir þá engu þótt sjálfum rammasamningnum verði sagt upp, samningur hvers verkefnis stendur."

Þau verkefni sem sagt er frá í FRBL/á Visir.is eru:

" Náttúrufræðistofnun
Fær 3 milljónir, 685 þúsund evrur, ásamt Landmælingum og fleiri, til að kortleggja vistkerfi og fuglalíf á Íslandi. Auðkennd verða svæði sem þarfnast verndar.


Skrifstofa landtengiliðs
1,5 milljón evra fara í landtengilið sem annast samræmingu, stjórn og eftirlit með stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar.


Háskólafélag Suðurlands
Fær 560 þúsund evrur til að vinna að verkefninu Katla jarðvangur. Ætlunin er að vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið og uppbyggingu á þekkingarsetri fyrir svæðið.


Óákveðið (Matís)
1,9 milljónir evra fara til að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi sem þegar hafa verið innleiddar í gegnum EES. Markmiðið er að tryggja matvælaöryggi og styrkja neytendavernd. Bæta þarf tækjabúnað og þjálfun starfsfólks. Styrkurinn var eyrnamerktur Matís en andstaða þáverandi ráðherra, Jóns Bjarnasonar, veldur því að nú er hann óskilgreindur.


Þýðingarmiðstöð
Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og Háskóli Íslands fá 1,5 milljóna evra styrk til að þýða regluverk ESB á íslensku. Hluti fer í tækjakaup við nýja námsbraut fyrir ráðstefnutúlka í HÍ.


Hagstofan
Fær 825 þúsund evrur til að endurbæta gerð þjóðhagsreikninga, en skortur á mikilvægum hagtölum er talinn valda erfiðleikum við að meta stöðu einstakra atvinnugreina. Styrkurinn gerir Hagstofunni kleift að fjölga starfsmönnum sem er forsenda verkefnisins.


Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Fær 1.875 þúsund evrur til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þróað verður raunfærnimat sem nýtist við mat í framhaldsskóla.

 

 


Írland plumar sig vel-kaupmáttur í góðu lagi þar!

ÍrlandRitari rakst á áhugaverð frétt um (Evrulandið) Írland, þess efnis að landið var með fjórðu hæstu þjóðarframleiðslu (VLF) meðal ESB-ríkjanna árið 2011 og kaupmáttur Íra er svipaður og hjá Hollandi, Lúxembúrg og Austurríki (öll með Evru!).

Þetta þrátt fyrir hrun á Írlandi!

Írland er heilum 27% fyrir ofan meðaltalið í VLF meðal ESB-ríkjanna.

Kaupmáttur Íslendinga hrapaði hinsvegar um tugi prósenta í kjölfar hruns krónunnar.

Fréttir undanfarið segja til um styrkingu krónunnar, en enginn reiknar með því sem stöðugu ástandi. Þar stendur hnífurinn í kúnni; viðvarandi sveiflur gjaladmiðilsins!


Ætla Nei-sinnar að skila styrkjum?

VínylplataNei-sinnar  þessa lands (og samtök þeirra) klifa stöðugt á því að draga beri umsókn Íslands að ESB til baka. Samtök þeirra hafa þegið styrki til kynningar og annarrar starfsemi, rétt eins og hin ýmsu JÁ-samtök.

Lýðræðisleg staða fylkinganna er því jöfn, en Nei-sinnar eru hinsvegar eins og gömul og rispuð plata: "Draga til baka, draga til baka...hætta við, hætta við!!!"

Ef svo færi, ætla þá Nei-sinnar að borga alla styrki til baka, sem þeir hafa fengið?

Varla, en þeim virðist fyrimunað að geta tekið þeirri áskorun að kljást lýðræislega um málið og þeim það virðist fara mjög í taugarnar á þeim að landsmenn eigi að fá að kjósa um málið!

Hvað er að beinu lýðræði?


Samningaviðræður við ESB: Þrír kaflar opnaðir í vikunni

ESB-ISL2RÚV greinir frá: "Viðræður hefjast um þrjá nýja kafla, eða málaflokka, í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið í lok vikunnar. Þá verður byrjað að ræða um flutningastarfsemi, félags- og vinnumál og fjárhagslegt eftirlit.

Tveir fyrstnefndu málaflokkarnir falla undir EES-samninginn en í samningsafstöðu Íslands er farið fram á nokkrar sérlausnir varðandi flutningastarfsemi."

Síðar segir í fréttinni:

"Fjárhagslegt eftirlit fellur ekki undir EES-samninginn en ekki er óskað sérlausna á því sviði. Að þessu loknu munu viðræður hafa hafist um átján kafla aðildarsamnings af þrjátíu og þremur en vonir ráðamanna, bæði hérlendis og í Brussel, standa til að viðræður um alla kaflana geti hafist fyrir árslok."

Eftir því sem kláruðum köflum fjölgar, því styttra er í aðildarsamning - sem þjóðin fær svo að kjósa um.


IPA-styrkir fengu grænt ljós

RÚVÍ frétt á RÚV segir: "Alþingi samþykkti í kvöld tillögu um svokallaða IPA styrki eða samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þetta þýðir að Ísland mun taka við þeim styrkjum sem umsóknarríki fær."

Fram kemur að 30 þingmenn ríkisstjórnarinnar, Hreyfingarinnar og utan flokka  hafi samþykkt tillöguna 18 þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og utan flokka  greitt atkvæði gegn henni.

Fjórir þingmenn sátu hjá, en það voru stjórnarliðarnir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Ögmundur Jónasson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokks. 


Útlit fyrir samsteypustjórn í Grikklandi, jafnvel á morgun (19.6)

Frá GrikklandiSamkvæmt nýjustu fréttum lítur út fyrir að jafnvel verði hægt að mynda nýja samsteypustjórn í Grikklandi á morgun (19.6).

Eins og fram hefur komið kusu Grikkir til þings síðastliðinn sunnudag og með sigur af hólmi fór Antonio Samaras og flokkur hans Nýtt lýðræði (Íhaldsflokkur).

Grikkir kusu "Evrópuveginn" að mati fréttaskýrenda, þ.e. að halda áfram samstarfi við ESB og AGS í efnhagsmálum landsins.

Markaðir tóku þessum úrslitum vel og Grikkir eru s.s. EKKI á leið út úr Evrunni og ekki úr ESB.


Þjóðhátíðarkveðja: Framkvæmdastjóri Nei-sinna kallar Steingrím J. vanvita og lygara!

Nei-sinnar þessa lands lúta framkvæmdastjórn manns sem er með þeim orðljótari á blogginu.

Ósjálfrátt leiðist hugurinn að orðinu "jafnvægi."

Í færslu á þjóðhátíðardaginn, sjálfan 17.júní, segir framkvæmdastjórinn:

"Fyrir nokkrum dögum gerði Steingrímur J. sig að valkvæðum vanvita sem veit ekkert um starfsemi Evrópustofu. Í dag þykist hann tala fyrir endurmati á ESB-umsókninni undir formerkjum ábyrgðar.

Síljúgandi Steingrímur J. er ásamt Jóhnnu Sig. helsta auglýsingin fyrir siðlausa stjórnmálamenn."

Þá má lesa á opinberu bloggi Nei-samtakanna:

"Vinstrihreyfingin grænt framboð sveik kjósendur sína og studdi þingsálylktun Össurar Skarphéðinssonar 16. júlí 2009 um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Fremstur í flokki svikaranna er Steingrímur J. Sigfússon formaður VG."

Kannski ekki nema von að málflutningur og rökræðuhefð Nei-sinna sé jafn slæm og raun ber vitni!

(Leturbreyting: ES-bloggið)

 


Samdráttur í Bretlandi

LondonBúist er við að þriðji ársfjórðungur verði með neikvæðum hagvaxtartölum í Bretlandi, samkvæmt fréttum. 

Þetta þýðir að það er samdráttur í bresku hagkerfi.

Aðal-skýring þessa er að útflutningur Breta til Evrusvæðisins hefur minnkað verulega.Í þessari viku kynnti fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, áætlun til þess að "spýta inn peningum" í breska hagkerfið. Rætt er um 100 milljarða punda.

Bretar eru sjálfstæðan gjaldmiðil og geta sett sína vexti sjálfir. Þeir ættu því að geta fellt gengi breska pundsins, en það er hinsvegar ekki mjög áberandi í umræðunni.

Rök þeirra sem vilja haldi í krónuna byggjast einmitt á þessu, að hægt sé að (gjald)fella gjaldmiðilinn. En af hverju eru þá Bretar ekki búnir að fella pundið?


Nokkrar athyglisverðar greinar...

penniViljum benda á nokkrar athyglisverðar greinar sem birst hafa að undanförnu og byrjum á Valgerði Húnbogadóttur sem byrjar grein sína í FRBL svona:

"Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starfað bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu miklir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarfinu en þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt."

Síðan segir í greininni:

"Í útvarpsþætti á Íslandi, fyrir nokkrum árum, var áhugi unglinga í framhaldsskólum landsins á aðild Íslands að ESB til umræðu. Unglingarnir voru spurðir hvort þeir væru hlynntir aðild og svöruðu allir að þeir vildu ekki að Ísland gengi í ESB. Þegar fréttamaður spurði hvers vegna hikuðu unglingarnir og sögðu að það væri sökum þess að foreldrar þeirra vildu það ekki. Ég hef fullan skilning á svörum þeirra enda hef ég verið í nákvæmlega sömu stöðu. Ég ólst að hluta til upp í Noregi og bjó þar þegar umræða um aðild Noregs stóð sem hæst. Á þessum tíma gengu um bekkinn minn svokallaðar vinabækur.

Einn daginn tók ég með mér heim slíka bók í eigu bekkjarsystur minnar. Eftir að hafa fyllt út fullt nafn, augnlit, nafn systkina og uppáhalds gæludýr kom ég að spurningunni „Ja eller Nei til EU" (Já eða Nei við ESB). Þessi spurning var mér ofviða og líkt og svo oft áður leitaði ég til föður míns. Hvað þýðir þetta? Spurði ég hann. Hverju hann svaraði man ég ekki. Næsta spurning var: vil ég það? Svarinu við þeirri spurningu mun ég aldrei gleyma. Það var: nei. Hann gerði mér vissulega grein fyrir því að ég yrði að mynda mér sjálf skoðun um þetta málefni en engu að síður sat svarið fast í huga mér og var ég orðin ESB andstæðingur ellefu ára gömul án nokkurar þekkingar á hugtakinu.

Eftir tvo áfanga í Evrópurétti í háskólanum var ég í raun heldur ekkert nær því að vita hvað fælist í EES og ESB né hvaða áhrif það hefði á íslenskt samfélag. Ég tel það tímabært að umfjöllun um ESB og EES sé bætt í kennsluskrár framhaldsskóla landsins svo að allir geti, á upplýstan hátt, lært um kosti og galla þess út frá raunhæfum forsendum og skilið hlutverk okkar innan þess. Ég er ekki, með þessari grein, að lýsa yfir stuðningi við aðild að ESB. Ég tel hinsvegar að það sé Íslandi og íslensku samfélagi fyrir bestu að vera upplýst um stöðu okkar innan ESB og Evrópu. Óháð því hvort við gerumst aðilar eða ekki."

Þröstur Ólafsson, hagfræðingur, skrifaði einnig grein í FRBL fyrir skömmu, sem byrjar svona:"Á umrótatímum hafa þjóðir tilhneigingu til að skreppa inn í sig og loka sig af. Þær bera kvíðboga fyrir slæmum tíðindum og áföllum, sem ríða yfir umhverfi þeirra, og bregðast oft við á kunnuglegan hátt. Sökudólgar eru búnir til sem vega að velferð þeirra og frelsi. Oft eru þessir misindismenn í gervi útlendinga.

„Umsátur“ óvinveittra útlendinga er gamalgróin útþvæld klisja, sem dregin er upp úr dótakistu þeirra, sem beina vilja sjónum þjóðar í vanda frá eigin mistökum. Það er ljótur leikur. Vondur málstaður þarf á óvinum að halda og séu þeir ekki í sjónmáli, verður að búa þá til. Þá er sáð í frjóan akur fordóma og þekkingarleysis, því hræðslan nærist á hleypidómum. Það bregst ekki."

Og þegar Jón Ormur Halldórsson lætur frá sér efni, er nær undantekningalaust um áhugaverða hluti að ræða í grein í FRBL fyrir stuttu síðan segir hann í byrjun hennar:

"Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, benti á það á sínum tíma að erfitt væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB þó ekki væri nema vegna þess að landsmenn gætu ekki vitað í hvers konar samband þeir væru að ganga. Á þeim tíma sýndist ESB stöðugra en það gerir nú og því var athugasemdin bæði skörp og þörf. Óvissan um framtíðarskipan ESB hefur stórlega aukist síðustu mánuði.

Góðar fréttir
Þetta kann að vera hið besta mál fyrir Íslendinga og aðra Evrópumenn en kannski af öðrum ástæðum en fyrst sýnist. Þarfir Evrópuþjóða fyrir samvinnu eru nefnilega ólíkar. Í þeim efnum hafa andstæðingar ESB rétt fyrir sér. Nú virðist sem svo að áhugamenn um Evrópusamvinnu á meginlandi álfunnar hafi komið auga á þetta. Hingað til hafa þeir haft hugann við einhverja endastöð og helst deilt um hvernig allt eigi nákvæmlega að líta út fyrir alla Evrópu í langri framtíð. Þannig er lífið hins vegar ekki og allra síst í þeirri óhemju frjóu, skapandi, fjölbreyttu, ríku og lýðræðislegu álfu sem Evrópa er. ESB er auðvitað tæki en ekki markmið.

Skopmyndir
Á meðan áhugamenn um Evrópusamvinnu ræddu endastöð samruna í álfunni áttu andstæðingar ESB alltaf erfitt með að gera upp við sig hvort Evrópa væri að hrynja eða verða að miðstýrðu sambandsríki og heimsveldi. Menn hafa líka lent í basli með að finna valdið innan ESB. Í ólíkum löndum hafa menn að auki verið óvissir um hvort þetta sé risasamsæri kapítalisma eða nokkuð hreinn sósíalismi. Í íslenskri umræðu hafa einfaldir furðuheimar ævintýra fengið að njóta sín og orðræðan oft lent utan kallfæris við veruleika."

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband