Leita í fréttum mbl.is

Vandamál Grikkja, Morgunblađiđ og Ísland

Eftir: Hlöđver Inga Gunnarsson 

Hof sem ţarfnast lagfćringar, rétt eins og grískur efnahagurÍ leiđara Morgunblađsins 25. febrúar eru vandamál Grikkja tekiđ fyrir. Undirliggjandi er ađ sjálfsögđu andastađa ritstjóra Morgunblađsins gegn Evrópusambandinu. Hann virđist halda ţađ ađ betra sé ađ eiga enga vini en ađ hafa Evrópusambandiđ á bakviđ sig.

Vandamál Grikkja eru margţćtt en virđast, eins og vandamál Íslands, fyrst og fremst vera til kominn vegna lélegrar stjórnar á ríkisfjármálum og slćmum ákvörđunum ríkistjórna landanna í fortíđinni. Grikkir voru duglegir viđ ţađ ađ falsa ríkisfjármál sín og eru ţess vegna afar illa undir ţađ búnir ađ takast á viđ efnahagskreppu. Nú hafa ţeir ekki lengur ţann valmöguleika ađ lćkka gengi eigin gjaldmiđils til ţess ađ örva atvinnulífiđ og fá hćrri tekjur af innflutningi.

Ritara leiđara Morgunblađsins finnst ţađ skrítiđ ađ ríki Evrópusambandsins, sem flest öll eiga viđ vandamál ađ stríđa vegna kreppunnar, skuli ekki taka höndum saman ađ dćla peningum í Grikkland. Ţess í stađ ţurfa Grikkir ađ skera niđur í flestum málaflokkum međal annars velferđar- og menningarmálum eins og greinarhöfundur segir undir lok greinar sinnar.

Leiđarahöfundur MBL heldur líklega ađ Evrópusambandiđ sé stofnun sem eigi ađ annast ríki sem hafa spilađ afar illa úr sínum málum. Ţegar ađ menn eru búnir ađ standa sig illa ár eftir ár viđ ađ koma ríkisfjármálunum í lag geti ţjóđir bara hringt til Brussel og fengiđ ódýr lán til ţess ađ halda veislunni áfram ( Grikkir ţurfa ekki einu sinni ađ hringja til Brussel ţeir eru menn á svćđinu). Ţađ er auđveldur leikur ađ snúa heimatilbúnum vandamálum upp í ţađ ađ vera illska utanađkomandi ađila. Ţetta er ţví miđur fariđ ađ vera algengara og algengara viđhorf hér á Íslandi.

Hrein illska og skilningsleysi annarra ríkja á málefnum Íslands tekur nú meira pláss í umrćđunni hér heldur en klúđur Íslendinga sjálfra, ţađ viđhorf er jafnvel fariđ ađ koma fram ađ menn geti veriđ međ and-íslensk viđhorf ţegar dregin er upp önnur mynd af málefnum Íslands en stjórnmálamönnum er ţóknanleg.

Ólíkt Íslandi eru vandamál Grikkja vandamál allra ţjóđ Evrópusambandsins, hiđ minnsta ţeirra sem eru međ Evru. Vilji annarra ţjóđa í Evrópu ćtti ţví ađ vera margfalt meiri til ţess ađ hjálpa Grikklandi en ađ hjálpa landi sem virđist hafa andúđ á alţjóđlegu samstarfi og hefur ekki sýnt mikinn vilja til ţess ađ koma öđrum til hjálpar ţegar illa gengur eđa taka á sig sameiginlega ábyrgđ. Grikkland verđur ţó ađ sýna viđleitni til ţess ađ geta tekiđ ađ einhverju leyti ábyrgđ á sínum málum.

Kannski voru ţađ mikil mistök hjá Grikkjum ađ taka upp Evru, kannski var ţjóđin einfaldlega ekki tilbúin til ţess, ţađ var ţó ákvörđun sem ţeir tóku og ţurfa ađ lifa viđ núna. Viđ Íslendingar stöndum líka uppi međ okkar skerf af slćmum ákvörđunum en í stađ ţess ađ eiga viđ Evrópusambandiđ og reyna fá skilning og hjálp frá ađildarlöndum ţess sitjum viđ uppi međ Alţjóđagjaldeyrissjóđinn og ekki virđist hann vera auđveldur ađ eiga viđ.

Hér á íslandi er skoriđ niđur í öllum málaflokkum, en eftir er ađ finna margar lausnir til ţess ađ komast út úr kreppunni. Hvort ćtli ţađ sé betra ađ standa einn á báti í ţví eđa hafa samfélag margra ţjóđa á bakviđ sig í ţeim leiđangri?

Höfundur er í  meistaranámi í Evrópufrćđum viđ Háskólann á Bifröst.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband