Leita í fréttum mbl.is

Norskir bændur: Styðja NEI, NEI, NEI-stefnu íslenskra

Brita SkallerudBúnaðarþing var sett í gær og þar eru að sjálfsögðu erlendir gestir.M.a. Brita Skallerud, varaformaður norsku bændasamtakanna. Við skulum kíkja á bút úr ræðu hennar:

,,Við í Norges Bondelag, og ég get sagt yfir helmingur norsku þjóðarinnar, óskum þess að Ísland standi áfram utan Evrópusambandsins. Ég veit að framkvæmdastjórn þess hefur sagt að þið uppfyllið almennar kröfur til þess að verða aðildarland. Meðal annars að þið standið sterk efnahagslega, þrátt fyrir allt. Það var greint frá því í norska útvarpinu á miðvikudaginn að lönd hallist að Evrópusambandinu á erfiðleikatímum. Það eru einungis tvö lönd sem það hafa ekki gert og það eru Noregur og Sviss. Þau urðu líka ekki meðlimir sambandsins. Það eru sjávarútvegur, landbúnaður og umhverfismál sem líklega eru erfiðustu málaflokkarnir. Ég er sannfærð um að það er mögulegt að sannfæra Íslendinga um að segja nei við aðild. Þið hafið stuðning Noregs og við munum leggja eins mikið og við getum af mörkum. Með reynslu okkar af tveimur Evrópusambandskosningum, sem við höfum gegn öllum líkum sigrað, í farteskinu getum við vonandi orðið að gagni hér á landi."

Greinilegt er að norskir bændur mun styðja þá íslensku með ráðum og dáð, til þess að segja NEI, til þess að taka ekki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem þarf að fara fram um ESB-málið og þeirri ábyrgð sem menn taka á sig í þessu máli. En bloggari hélt að Norðmenn, og norskir bændur, héldu fána lýðræðislegrar umræðu á lofti. En það er kannski svo að það skiptir ekki máli í þessu samhengi, að NEI-íslenskra bænda sé hreinleg mikilvægara!

En greinilegt er að íslenskir bændur eru búnið að ákveða að verða s.k. "gullagull" og líklegt að þeir ætli algerlega að firra sig ábrygð á ESB-málinu (sjá umfjöllun hér að neðan). Og þetta ætla norsku bændasamtökin að styðja. Er þetta

Rétt eins og íslenskur landbúnaður er norskur landbúnaðu lítil atvinnugrein, mikilvæg, en nýtur mikils ríkisstuðnings. Framlag norsks landbúnaðar er um 3% af þjóðarframleiðslu. Íslenskur landbúnaður stendur fyrir um 1.1% af þjóðarframleiðslu Íslands. Stuðningur ríkisvaldsins á fjárlögum fyrir árið 2010 er um 10 milljarðar til handa íslenskum landbúnaði. Á fjárlögum má sjá tölurnar:

04-801 Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu
Almennur rekstur:
1.01 Beinar greiðslur til bænda .... . . 4.681,0
1.02 Lífeyrissjóður bænda . . . . . .... . . 115,0
1.05 Kynbóta- og þróunarstarfsemi. . . 139,0
1.06 Gripagreiðslur . . . . . . . . . . . . . . . 553,0
1.07 Óframleiðslutengdur stuðningur .  161,0
Almennur rekstur samtals . . . . . . . . . 5.649,0
Gjöld samtals . . . . .. . . . . . . . . . . . . . 5.649,0
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði . . . .  . . . . . . . . . . . . 5.649,0
04-805 Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu
Almennur rekstur:
1.01 Beinar greiðslur til bænda . . . . . . . . 2.122,0
1.02 Lífeyrissjóður bænda . . . . . . . . . . . . . . 63,0
1.11 Gæðastýring . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.110,0
1.12 Ullarnýting . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 347,0
1.14 Svæðisbundinn stuðningur . . . . . . . . . . 53,0
1.15 Nýliðunar- og átaksverkefni . .. . . . . . . . 99,0
Almennur rekstur samtals . . . . . . .  . . . . . 4.165,0
Gjöld samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.165,0
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði . . . . . . . . . . . . . . . 4.165,0

Í rekstrur sjálfra Bændasamtakanna fer um hálfur milljarður:

04-811 Bændasamtök Íslands
Almennur rekstur:
1.11 Ráðgjafaþjónusta og búfjárrækt  . . . . . . 468,6
1.13 Þróunarverkefni og markaðsverkefni . . . . . 70,0
Almennur rekstur samtals . . . . . . . . . . . . 538,6
Gjöld samtals . . . . . . . . . . . . .  . . . . 538,6
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði . . . . . . . . . . . . . . 538,6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Reiknaðu dæmið:

Ríkistyrkir til landb.                    10 miljarðar

tekjur í þjóðarbúi af landb.        40 miljarðar

verðmæti af landbúnaði     yfir 100 miljarðar

Þetta er grófar tölur, en segja þó það sem segja þarf. Íslenskur landbúnaður er að skila okkur verðmætum.

Nei við ESB

Gunnar Heiðarsson, 1.3.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband