Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde um HRUNIÐ: ESB-reglum (og bönkunum) að kenna!

Geir HaardeÞað er einkar áhugavert hvernig Geir H. Haarde, fyrrum FJÁRMÁLA og FORSÆTISRÁÐHERRA, greinir hrun íslenska efnahagskerfisins eftir útkomu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Það má sjá og heyra í fréttum RÚV í gærkvöldi. Aðal-skúrkarnir eru samkvæmt henni, eigendur bankanna og regluverk ESB.

En hvernig var þessu regluverk háttað? Það er fróðlegt að kíkja á hvað skýrslan segir um það. Rannsóknarnefndin hafnar nefnilega þeirri skýringu að EES reglur hafi ráðið því að allt fór úr böndum og segir:

,,Ekki var tekið tillit við innleiðingu reglna, til sérstakra aðstæðna á Íslandi, t.d. hættu á nánum hagsmunatengslum og aukinnar áhættu og hagsmunaárekstra með samþjöppun eignarhalds."

„Í öllum atriðum voru reglur rýmkaðar og athafnafrelsi lánastofnana aukið verulega. Lágmarkskröfur tilskipana ESB um starfsemi lánastofnana fjölluðu ekki beinlínis um þessar auknu starfsheimildir. Íslandi var því ekki skylt vegna EES samningsins að auka starfsheimildir lánastofnana á þennan hátt“

Sé gluggað enn frekar í þetta kemur eftirfarandi í ljós:

,,Í kjölfar aðildar Íslands að EES-samningnum voru starfsheimildir íslenskra
lánastofnana og þar með fjármálafyrirtækja rýmkaðar verulega. Þetta var gert
samhliða því að tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn voru
innleiddar í íslenskan rétt en þær tilskipanir fólu almennt í sér lágmarkssamræmingu
á tilteknum atriðum sem snertu stofnun og rekstur lánastofnana
ásamt meginreglunni um gagnkvæma viðurkenningu.
Tilskipanirnar bönnuðu
hins vegar aðildarríkjunum ekki að viðhalda eða setja sér strangari reglur en
þar var kveðið á um gagnvart lánastofnunum í viðkomandi heimaríki enda
væru þá uppfyllt ákveðin meginsjónarmið sem reglur Evrópusambandsins
og EES-samningsins gera kröfu um.
Í úttekt sem unnin var fyrir rannsóknarnefndina
um innleiðingu gerða samkvæmt EES-samningnum á sviði fjármálaþjónustu
í íslenskan rétt, og birt er sem viðauki 6 með rafrænni útgáfu
skýrslunnar, kemur fram að
hér á landi var almennt ekki valin sú leið að nota
það svigrúm sem leiðir af gerðunum, þ.m.t. tilskipunum, til setja strangari
reglur um starfsheimildir fjármálafyrirtækja.
Ljóst er af skýringum sem fram
komu á Alþingi þegar framangreindar breytingar voru gerðar á lögum að þar
réðu fyrst og fremst sjónarmið um að bæta samkeppnisstöðu íslensku fjármálafyrirtækjanna
á Evrópska efnahagssvæðinu og skapa þannig einsleitni og
gagnkvæm starfsskilyrði fyrir fjármálafyrirtæki. EES-samningurinn opnaði
erlendum fyrirtækjum leið til að bjóða upp á fjármálaþjónustu hér á landi
og íslensku fyrirtækin gátu hafið starfsemi í aðildarríkjum samningsins, t.d.
með stofnun útibúa."

Ennfremur segir: ,,Það var hluti af hinni pólitísku stefnumörkun stjórnvalda um það hvaða lagaumhverfi þau vildu búa innlendum lánastofnunum innan þess ramma sem reglur Evrópusambandsins og EES-samningsins settu." 

(Litaletur: ES-bloggið)

Samkvæmt þessu er ljóst að íslensk stjórnvöld höfðu FULLAR HEIMILDIR til þess að hafa mun virkara eftirlit með fjármálastofnunum og þeim aðgerðum sem þau sjálf stóðu fyrir! Regluverk ESB var því ekki hindrun í þeim efnum!

Þarf að segja eitthvað meira?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband